Að vera í PARADÍS !!!!!!!

wFBS 060807_JSM7776wFBS 060807_JSM7778wFBS 060807_JSM7816Það var runninn upp enn einn yndislegi föstudagur, að þessu sinni var það hinn þriðji ágúst sem er einnig fæðingardagur minn, sem ég er mjög stoltur af, því það segir að ég sé í Ljónsmerkinu og á hátindi þess. Veðrið var frekar þungbúið þennan morgun en fór að birta yfir er leið á morguninn. Þennan dag var ég búin að lofa mér í að leysa af í versluninni Pixlar, sem einnig er með eina bestu framköllunarþjónustu sem völ er á á Íslandi, að öðrum ólöstuðum. Dagurinn fór rólega af stað, venjubundin skyldustörf, koma vélunum í gang, gera klárar óframkallaðar filmur og vinna pantanir sem borist höfðu á vefnum. Seinni hluti dagsins var óvenju erilsamur, miðað við föstudag fyrir verslunarmannahelgi, þegar búast mætti við að nánas allir væru að fara út úr bænum eða slaka á yfir langri helgi heima við. Nei það var öðru nær, einn þurfti að fá þessu og hinu reddað fyrir helgina og svo framvegis.

wFBS 060807_JSM7781wFBS 060807_JSM7789wFBS 060807_JSM7796

Ég losnaði frá öllu þessu um átta leitið en þá biðu mín önnur viðfangsefni, ég var að fara inn í Bása í Þórsmörk og þar ætluðum við fimm félagar úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík, að sjá um gæslu og aðstoð fyrir Útivist og vera skálaverðinum honum Jóni Tryggva til halds og trausts. Þau Sólbjörg og Palli, sem kenndur hefur verið við Skátabúðina, voru þarna einnig til aðstoðar, en þau eru félagsmenn í Útivist. Tveir af félögum okkar fóru á undan á öðrum Patrol jeppa sveitarinnar og áttu að taka með sér kerru á Hvolsvelli með áfylltum gaskútum, því það var verða gaslaust í Básum. Við hinir þrír fórum svlítið seinna af stað, en vorum komnir austur rétt upp úr miðnætti. Eftir að hafa hitt Jón Tryggva og fengið línurnar í stuttu máli, þá var farið til hvílu.

wFBS 060807_JSM7821wFBS 060807_JSM7819wFBS 060807_JSM7817

Laugardagurinn virtist ætla að verða góður sólin kom upp í austri eins og hún er búin að gera svo lengi sem ég man eða lengur og veðrið virtist ætla að verða þurtt þennan dag. þó sólin væri þarna á lofti þá naut hennar ekki svo mikið í Básum því skýja klakki lá yfir eyjafjallajökli sem skyggði á sólina framm eftir degi en svo fór hún að kíkja á okkur fyrir hornið á eyjafjöllunum úr vestri um kvöldið. Yfir daginn voru ýmis verk sem þurfti að gera, losa rusl og setja nýja poka í grindurnar, því einhverra hluta vegna erfólk mjög snyrtilegt þarna í sveitinni og allt rusl er sett í poka. Það var ekki ein dós á flandri, allt var sett í ruslapoka og svona umgengni er til einstakrar fyrirmyndar. Ég leyfi mér að efast um að slík umgengni hafi verið til dæmis í Eyjum. Um kvöldið, eftir að hafa grillað okkur dýrindis kvöldverð, fórum við á ákveðin stað þar sem geymdur var eldiviður, fyrir varðeld sem tendraður var um tíu leitið. Þar komu allri saman og nokkrir voru með gítar og spiluðu undir Þórsmerkur söngnum, sem ómaði um dalinn. Rétt upp úr klukkan ellefu kom á máli við okkur fulltrúi tólf manna hóps, sem lagði af stað frá Landmannalaugum um morguninn hlaupandi, en hópur þessi var á vegum Boot Camp, en er þarna var komið þá vantaði enn fjóra af félögum þeirra, einn karlmann og þrjár konur. farið var að genslast fyrir um þau og kom í ljós að tvær konurnar höfðu átt viðkomu í Emstrum,  björgunarsveitin Brák frá Borgarnesi, sem stödd var í Landmannalaugum vegna hálendisgæslunar, var sett í viðbragðsstöðu, ef ákveðið yrði að kalla til leitar, en fyrst ætluðu þeir Boot camp menn ásamt Viðari, Emil og Steinari, að fara í Langadal og Húsadal, til að kanna hvort fólkið væi eða hefði komið þangað. Er þau komu í Langadal, hófu viðar og Emil að ganga til móts við Emstrur til að freista þess að finna þau á gönguleiðinni, en þeir voru aðeins búnir að ganga í um fjórar mínútur, er boð komu um að fólkið væri komið í Húsadal. Létti öllum þá mikið og þeir sem settir voru í viðbragðsstöðu, voru látnir vita. Kyrrð var komin á svæðið skömmu uppúr miðnætti og hefði mátt halda að þarna væri rekið barnaheimili með ströngum reglum um hátta tíma, en það var öðru nær, fólk átti ánægjustund þarna um kvöldið sem og allan daginn þar á undan og ætlaði að endurtaka leikin er sólin kæmi upp að nýju.

wFBS 060807_JSM8068wFBS 060807_JSM7890wFBS 060807_JSM7932

Sunnudagurinn byrjaði enn fallegri en nokkru sinni fyrr, heiðskýr himinn jökullinn ber og tignarlegur, bæði Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull, en þeir eru báðir í sjónmáli frá Þórsmörkinni. Skylduverkunum var komið frá og tveir af félögum okkar, Steinar og Emil, þurftu að fara í bæinn til að mæta til vinnu, því þeir áttu ekki frí alla helgina. Þá vorum við eftir þrír, ég sem þetta rita ásamt Viðari og Einari. Svona vinnuferðir er það sem gefur starfinu í sveitinni gildi, maður kynnist félögunum betur og svo öðlast maður reynslu sem alltaf kemur að gagni, þó síðar verði. Þennan dag vorum við búnir meðverkefnin snemma, svo Viðar og Einar ákváðu að fara í smá æfingarferð upp í fjallið fyrir ofan bása. Á meðan þeir voru á fjalli, þá bauð ég Sólbjörgu og Palla, með mér inn í Langadal, þar sem Ferðafélagið er með skála, útsýnið þaðan upp á jökul er enn meira og tignarlegra. Já það voru teknar margar myndir, nokkrar þeirra eru hér með til skýringa og ánægju auka, en allar eru þær á vefsíðu minni www.123.is/MOTIVMEDIA . Um kvöldið var svo aftur kveiktur varðeldur og var ekki minni stemmning en fyrra kvöldið.

wFBS 060807_JSM8042wFBS 060807_JSM8135wFBS 060807_JSM8125wFBS 060807_JSM8188

wFBS 060807_JSM7995wFBS 060807_JSM8013Mánudagsmorguninn skartaði sínu fegursta, eins og við var að búast en horfur voru á að það myndi þykkna upp er liði á daginn, enda stóð það heima. Eftir að hafa klárað að gera allt það sem þurfti, þarna um morguninn, þá var farið að búast til heimferðar um hádegið. En svo brá við að hann Viðar vildi fá að takast á við að skokka áleiðis heim og fékk hann það. Ég var hins vegar búin að bjóða ungri huggulegri stúlku far með okkur á hvolsvöll, að nafni Sigrún, því hún hafði skilið litla snotra bílinn sinn þar og ferðast þaðan með áætlunar rútunni inn í Bása. er við ókum af stað áleiðis heim, ókum við framm á Econoline bíl með kerru þunga og fullt af fólki, sem fest sig hafði í sandbleitu á leið inn í Þórmörkina. við nánari skoðun kom í ljós að þessi bíll var ekki vel búin til þessarar ferðar, aðeins með drif á aftur öxli og auk þess á geisladiskum, en það eru hjólbarðar kallaðir undir stórum bílum og jeppum, sem ekki eru í yfirstærðum. Öll komust við á leiðarenda og erum reynslunni ríkari eftir áanægjulega dvöl í dásamlegri PARADÍS. 

wFBS 060807_JSM8097wFBS 060807_JSM7867wFBS 060807_JSM7868wFBS 060807_JSM7873wFBS 060807_JSM7807wFBS 060807_JSM8220wFBS 060807_JSM8222wFBS 060807_JSM8199wFBS 060807_JSM8282wFBS 060807_JSM8309wFBS 060807_JSM8319wFBS 060807_JSM8322wFBS 060807_JSM8331wFBS 060807_JSM8349wFBS 060807_JSM8361wFBS 060807_JSM8382wFBS 060807_JSM8372wFBS 060807_JSM8370wFBS 060807_JSM8420wFBS 060807_JSM8434wFBS 060807_JSM8463wFBS 060807_JSM8487wFBS 060807_JSM8494wFBS 060807_JSM8517wFBS 060807_JSM8540wFBS 060807_JSM8543wFBS 060807_JSM8548wFBS 060807_JSM8551wFBS 060807_JSM8550wFBS 060807_JSM8574wFBS 060807_JSM8564wFBS 060807_JSM8571wFBS 060807_JSM8597


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, lífið er yndislegt til hamingju með það.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 13:49

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, þetta hafa verið góðir dagar.

María Kristjánsdóttir, 10.8.2007 kl. 18:38

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Frábærar myndir og skemmtileg ferðasaga

Sigrún Friðriksdóttir, 21.8.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband