10.8.2007 | 00:48
Að vera í PARADÍS !!!!!!!
Það var runninn upp enn einn yndislegi föstudagur, að þessu sinni var það hinn þriðji ágúst sem er einnig fæðingardagur minn, sem ég er mjög stoltur af, því það segir að ég sé í Ljónsmerkinu og á hátindi þess. Veðrið var frekar þungbúið þennan morgun en fór að birta yfir er leið á morguninn. Þennan dag var ég búin að lofa mér í að leysa af í versluninni Pixlar, sem einnig er með eina bestu framköllunarþjónustu sem völ er á á Íslandi, að öðrum ólöstuðum. Dagurinn fór rólega af stað, venjubundin skyldustörf, koma vélunum í gang, gera klárar óframkallaðar filmur og vinna pantanir sem borist höfðu á vefnum. Seinni hluti dagsins var óvenju erilsamur, miðað við föstudag fyrir verslunarmannahelgi, þegar búast mætti við að nánas allir væru að fara út úr bænum eða slaka á yfir langri helgi heima við. Nei það var öðru nær, einn þurfti að fá þessu og hinu reddað fyrir helgina og svo framvegis.
Ég losnaði frá öllu þessu um átta leitið en þá biðu mín önnur viðfangsefni, ég var að fara inn í Bása í Þórsmörk og þar ætluðum við fimm félagar úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík, að sjá um gæslu og aðstoð fyrir Útivist og vera skálaverðinum honum Jóni Tryggva til halds og trausts. Þau Sólbjörg og Palli, sem kenndur hefur verið við Skátabúðina, voru þarna einnig til aðstoðar, en þau eru félagsmenn í Útivist. Tveir af félögum okkar fóru á undan á öðrum Patrol jeppa sveitarinnar og áttu að taka með sér kerru á Hvolsvelli með áfylltum gaskútum, því það var verða gaslaust í Básum. Við hinir þrír fórum svlítið seinna af stað, en vorum komnir austur rétt upp úr miðnætti. Eftir að hafa hitt Jón Tryggva og fengið línurnar í stuttu máli, þá var farið til hvílu.
Laugardagurinn virtist ætla að verða góður sólin kom upp í austri eins og hún er búin að gera svo lengi sem ég man eða lengur og veðrið virtist ætla að verða þurtt þennan dag. þó sólin væri þarna á lofti þá naut hennar ekki svo mikið í Básum því skýja klakki lá yfir eyjafjallajökli sem skyggði á sólina framm eftir degi en svo fór hún að kíkja á okkur fyrir hornið á eyjafjöllunum úr vestri um kvöldið. Yfir daginn voru ýmis verk sem þurfti að gera, losa rusl og setja nýja poka í grindurnar, því einhverra hluta vegna erfólk mjög snyrtilegt þarna í sveitinni og allt rusl er sett í poka. Það var ekki ein dós á flandri, allt var sett í ruslapoka og svona umgengni er til einstakrar fyrirmyndar. Ég leyfi mér að efast um að slík umgengni hafi verið til dæmis í Eyjum. Um kvöldið, eftir að hafa grillað okkur dýrindis kvöldverð, fórum við á ákveðin stað þar sem geymdur var eldiviður, fyrir varðeld sem tendraður var um tíu leitið. Þar komu allri saman og nokkrir voru með gítar og spiluðu undir Þórsmerkur söngnum, sem ómaði um dalinn. Rétt upp úr klukkan ellefu kom á máli við okkur fulltrúi tólf manna hóps, sem lagði af stað frá Landmannalaugum um morguninn hlaupandi, en hópur þessi var á vegum Boot Camp, en er þarna var komið þá vantaði enn fjóra af félögum þeirra, einn karlmann og þrjár konur. farið var að genslast fyrir um þau og kom í ljós að tvær konurnar höfðu átt viðkomu í Emstrum, björgunarsveitin Brák frá Borgarnesi, sem stödd var í Landmannalaugum vegna hálendisgæslunar, var sett í viðbragðsstöðu, ef ákveðið yrði að kalla til leitar, en fyrst ætluðu þeir Boot camp menn ásamt Viðari, Emil og Steinari, að fara í Langadal og Húsadal, til að kanna hvort fólkið væi eða hefði komið þangað. Er þau komu í Langadal, hófu viðar og Emil að ganga til móts við Emstrur til að freista þess að finna þau á gönguleiðinni, en þeir voru aðeins búnir að ganga í um fjórar mínútur, er boð komu um að fólkið væri komið í Húsadal. Létti öllum þá mikið og þeir sem settir voru í viðbragðsstöðu, voru látnir vita. Kyrrð var komin á svæðið skömmu uppúr miðnætti og hefði mátt halda að þarna væri rekið barnaheimili með ströngum reglum um hátta tíma, en það var öðru nær, fólk átti ánægjustund þarna um kvöldið sem og allan daginn þar á undan og ætlaði að endurtaka leikin er sólin kæmi upp að nýju.
Sunnudagurinn byrjaði enn fallegri en nokkru sinni fyrr, heiðskýr himinn jökullinn ber og tignarlegur, bæði Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull, en þeir eru báðir í sjónmáli frá Þórsmörkinni. Skylduverkunum var komið frá og tveir af félögum okkar, Steinar og Emil, þurftu að fara í bæinn til að mæta til vinnu, því þeir áttu ekki frí alla helgina. Þá vorum við eftir þrír, ég sem þetta rita ásamt Viðari og Einari. Svona vinnuferðir er það sem gefur starfinu í sveitinni gildi, maður kynnist félögunum betur og svo öðlast maður reynslu sem alltaf kemur að gagni, þó síðar verði. Þennan dag vorum við búnir meðverkefnin snemma, svo Viðar og Einar ákváðu að fara í smá æfingarferð upp í fjallið fyrir ofan bása. Á meðan þeir voru á fjalli, þá bauð ég Sólbjörgu og Palla, með mér inn í Langadal, þar sem Ferðafélagið er með skála, útsýnið þaðan upp á jökul er enn meira og tignarlegra. Já það voru teknar margar myndir, nokkrar þeirra eru hér með til skýringa og ánægju auka, en allar eru þær á vefsíðu minni www.123.is/MOTIVMEDIA . Um kvöldið var svo aftur kveiktur varðeldur og var ekki minni stemmning en fyrra kvöldið.
Mánudagsmorguninn skartaði sínu fegursta, eins og við var að búast en horfur voru á að það myndi þykkna upp er liði á daginn, enda stóð það heima. Eftir að hafa klárað að gera allt það sem þurfti, þarna um morguninn, þá var farið að búast til heimferðar um hádegið. En svo brá við að hann Viðar vildi fá að takast á við að skokka áleiðis heim og fékk hann það. Ég var hins vegar búin að bjóða ungri huggulegri stúlku far með okkur á hvolsvöll, að nafni Sigrún, því hún hafði skilið litla snotra bílinn sinn þar og ferðast þaðan með áætlunar rútunni inn í Bása. er við ókum af stað áleiðis heim, ókum við framm á Econoline bíl með kerru þunga og fullt af fólki, sem fest sig hafði í sandbleitu á leið inn í Þórmörkina. við nánari skoðun kom í ljós að þessi bíll var ekki vel búin til þessarar ferðar, aðeins með drif á aftur öxli og auk þess á geisladiskum, en það eru hjólbarðar kallaðir undir stórum bílum og jeppum, sem ekki eru í yfirstærðum. Öll komust við á leiðarenda og erum reynslunni ríkari eftir áanægjulega dvöl í dásamlegri PARADÍS.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:46 | Facebook
Um bloggið
Frétta viðhorf og samfélagið !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 18.2.2021 Miðborgir/bæjir og Borgarlína gegn bílafólki!
- 15.5.2020 Það er ekki örugt nema það sé örugt!
- 26.4.2020 Kominn tími til !
- 29.3.2011 ICESLAVE NEI TAKK !!!
- 16.11.2010 Á VIRKILEGA AÐ FAGNA MISGJÖRÐUM !!!
- 16.10.2010 ENN er KINDABYSSUNNI veifað !!!!
- 16.10.2010 Þeir RÍKU verða ríkari og FÁTÆKIR fátækari !!!
- 16.6.2010 Bara loka Borginni vesta Elliðaár !!!
- 6.6.2010 Bara rekan og ráða nýjan !!!
- 19.5.2010 Lokum bara LANDSPÍTALANUM hann er hvort eð er svo dýr í rekst...
- 19.5.2010 Ég skal kaupa HS Orku !!!
- 3.5.2010 Blekking til að fá að Hækka IÐGJÖLD!
- 28.4.2010 Enda flokkur í ÚTRÝMINGARHÆTTU !!!
- 13.4.2010 MISTÖK Á MISTÖK OFAN !!!
- 1.4.2010 Alltof seint í rassin gripið !!!
Spurt er
Tenglar
Ljósmyndun
Upplýsingar og þjónusta fyri ljósmyndara.
- MOTIV Ljósmyndaþjónusta
- Framköllun stækkanir Einnig atburða vefur til að kaupa myndir
- MOTIV ljósmyndir
- Sölu og viðgerðarþjónusta Myndavélar og fylgihlutir.
- Ljósmyndavefur sala Ragnar Th.
- Myndabanki Stock photos
- MOTIV á 123.is
Bloggvinir
- kleopatra7
- olinathorv
- gudruntora
- nanna
- lillagud
- stjornlagathing
- draumur
- dagsol
- kreppan
- kally
- raksig
- herdis
- annamargretb
- margretrosa
- helgafell
- lauola
- bjarkey
- netauga
- domubod
- ingunnjg
- keg
- steingerdur
- annaragna
- liljan
- trukona
- lady
- estro
- sms
- bifrastarblondinan
- agny
- katja
- eddabjo
- alla
- gudridur
- jona-g
- nupur
- blekpenni
- asgerdurjoh
- kolgrima
- katrinsnaeholm
- halkatla
- gislina
- tothetop
- fia
- kolbrunb
- jarnskvisan
- thorasig
- bryndisisfold
- jonaa
- gudfinna
- thorbjorghelga
- eyglohardar
- helgasigrun
- vglilja
- ranka
- abg
- joninaben
- gurrihar
- motiv
- doritaxi
- edvard
- formula
- fridrikomar
- gunnarkr
- ktomm
- ragnarborg
- reynsla
- siggisig
- stormsker
- sveinnhj
- konur
- 810
- annakr
- addamaria
- alfheidur
- asdisran
- astan
- begga
- beggibestur
- benna
- beggabjuti
- biddam
- birgitta
- brostubara
- brynja
- bubot
- daman
- diddan
- ellasprella
- erlaosk
- estersv
- evathor
- fanneybk
- fannygudbjorg
- fararstjorinn
- fjola
- fridust
- gmaria
- grazyna
- goodster
- gudrunjona
- gudrunmagnea
- gyda
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- hlinnet
- hugrenningar
- idno
- ingabesta
- ingibjhin
- ingibjorgelsa
- ippa
- ipanama
- isdrottningin
- jahernamig
- kittysveins
- kketils
- klaralitla
- konukind
- ladyelin
- lara
- larahanna
- liljabolla
- margretloa
- mariaannakristjansdottir
- mariakr
- marzibil
- mongoqueen
- ollasak
- olofdebont
- pannan
- ragnhildur
- roslin
- ringarinn
- saedis
- saragumm
- sifjar
- sigrunfridriks
- sirrycoach
- skessa
- steinunnolina
- stinajohanns
- sveitaorar
- thorunnvaldimarsdottir
- villagunn
- id
- morgunbladid
- vestfirdir
- armannkr
- biggibraga
- binnirarfn
- bjarnihardar
- brandarar
- brandurj
- businessreport
- drengur
- ea
- esv
- fiskholl
- folkerfifl
- fridjon
- fsfi
- gattin
- gebbo
- golli
- gudmundurmagnusson
- gudni-is
- hafstein
- hlekkur
- hnodri
- hogni
- hvala
- ibb
- icekeiko
- jax
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kentlarus
- ketilas08
- killerjoe
- korntop
- krams
- kristinnhalldor
- krilli
- ljosmyndarinn
- malacai
- nosejob
- olafurfa
- omarragnarsson
- ottarfelix
- pallvil
- palmig
- photo
- runarsv
- saethorhelgi
- skrekkur
- stebbifr
- steinibriem
- svei
- thj41
- vefarinnmikli
- valurstef
- vefritid
- iador
- svanurg
- ksh
- margretsverris
- einarorneinars
- ejk
- heidihelga
- benediktae
- baldher
- elvira
- rannveigh
- addags
- minos
- heidarbaer
- aslaugfridriks
- naflaskodun
- jyderupdrottningin
- franseis
- hrannsa
- valdimarjohannesson
- arnthorhelgason
- bookiceland
- minnhugur
- thordisb
Eldri færslur
2021
2020
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Innlent
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
- Viðgerðir munu taka nokkra daga
- Boða verkföll í fjórum skólum til viðbótar
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
Athugasemdir
Já, lífið er yndislegt til hamingju með það.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 13:49
Já, þetta hafa verið góðir dagar.
María Kristjánsdóttir, 10.8.2007 kl. 18:38
Frábærar myndir og skemmtileg ferðasaga
Sigrún Friðriksdóttir, 21.8.2007 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.