25.7.2007 | 21:12
Þetta er ekki hægt, nei þetta er hratt!!!
Það er engin furða að sí og æ er verið að hrella þetta vesalings fólk. Það er nefnilega ekki vant svona einelti, já einelti. Lögreglan á Blönduósi hefur ekkert annað að gera en að smala mönnum í pulsusjoppuna og annars staðar eru verkefni að hrannast upp vegna þess að lögreglan er svo upptekin við hraðamælingar. En þó er ég ekki að mælabót fyrir ofsa akstri, langt í frá. En málið er að við þessar mælingar er verið að elta ólar við smá frávik og leyfð frávik sem voru viðurkennd plús 10 kílómetrar, er komið í plús fimm kílómetrar. Afhverju settu þeir ekki bara mínus tíu kílómetrar???
Það er deginum sannara að hraðin og ekki síst aukin hraði drepur, bara þyngdarlögmálið segir allt um það og um það mun ég aldrei deila. Alvarlegasti slysavaldurinn er sofandaháttur og alvarlegur skortur á árverkni ökumanna. Aðgæsluleysi, tillitsleysi og frekja í umferðinni er alvarlegasti þátturinn í ástæðum slysa í umferðinni.
Blessaðir ferðamennirnir eru vanir að aka frjálslega eftir þjóðvegum og hraðbrautum á heimaslóðum. Á ferðum mínum um Norðurlöndin og Evrópu þá hef ég aldrei kynnst öðru eins einelti vegna hraða, eins og á Íslandi. Málið er nefnilega það að almennur hraði á vegum landsins, er víðast hvar tuttugu til þrjátíu kílómetum hraðari en skiltin segja til um. Meir að segja lögreglan sjálf er að aka á sama hraða, þegar þeir eru ekki við radarmælingar, því eru óopinber hraðamörk í raun hærri en mælt er fyrir með umferðaskiltum.
Flestar bifreiðar eru þannig úr garði gerðar, að þær þola og valda meiri hraða en leyfður er á götunum, svo það er ekki vandamálið. Vandinn liggur í vegakerfinu og gatnagerðinni, sem ekki er samkvæmt Evrópskum stöðlum. Þjóðvegir eru of þröngir og flest slys úti á vegum eru vegna þess að bílar keyra framan á hvorn annan og nær undantekningarlaust verða alvarleg örkuml eða mannskaði í þeim tilfellum. Talandi um gerð ökutækja þá eru þeir að jafnaði gerðir til að koma fólki frá einum stað til annars á sem skemmstum og öruggasta máta. Því eru þeir flestir hannaðir þannig að, hagkvæmasta eyðsla þeirra er oft á bilinu níutíu til hundrað og tuttugu kílómetrahraða, en einhverra hluta vegna er það einmitt það hraðabil sem flestir eru teknir á, í radar lögreglunar, undantekningarnar eru þar fyrir ofan og má sjá á fréttasíðum svona fjórum til sex sinnum í viku fréttaumfjöllun um þá ökumenn sem lögreglan náði að stöðva á ofsa hraða. Ofsa akstur og þá er ég að tala um hraða sem er yfir hundrað og fimmtíu kílómetrar á klukkustund er hraði sem ekki er afsakanlegur nema að líf liggi við og með þeim formerkjum sem forgangsakstur gefur tilefni til.
Hraðatakmarkanir í íbúðahverfum húsagötum og í grend við skóla er eitthvað sem á skilyrðislaust að virða. Þar á að taka hart á hraðamælingum, þar er SLYSAHÆTTA mikil og gangandi vegfarendur sem geta ekki rönd við reist ef eitthvað gerist. Ökumenn sem teknir eru á ofsaakstri við slíkar aðstæður eru hættulegir umhverfinu. Lögreglubíll í akstri á þjóðvegum landsins er að jafnaði með radarinn í gangi og fylgist þannig með þessum almenna umferðahraða og miðað við þær heimildir sem þeir hafa í dag þá er þeir of graðir við að stoppa bíla sem eru eitthvað smá fram yfir það, tölurnar segja allt um það, en á meðan sleppa framhjá þeim hálfsofandi ökumenn, talandi í símann, reykjandi eða þaðan af verra, eins þeir sem eru á illabúnum bifreiðum óskoðuðum, ótryggðum, ljóslausir og enn mætti telja. Þeir gerðu þó rassíu með vörubílana sem eru að flytja efni úr námum hér fyrir ofan bæinn, en hefur það borið einhvern árangur, er ástandið betra í dag? Hér í grein minni á undan fór ég nokkrum orðum um bágt ástand lögreglubifreiða, sem hefur samt skánað á síðastliðnum árum eða á að hafa gert það að minnsta kosti.
Hættið að hengja bakara fyrir smið, ef umferðin er að aka smávegis of hratt gefið þá heldur aðvaranir með að blikka ljósum, en ekki vera að hirða alla sem hægt er mögulega að hrella með sektum og koma óorði á land og þjóð, leiðbeinið ferðamönnunum þegar þeir koma með Norrænu, gerið þeim grein fyrir því bágborna ástandi þjóðvega landsins, hættum í lausamöl og takmörkum á hálendis akstri. Eins þurfa bílaleigurnar að vera á verði með allt þetta, vikulega sér maður nokkra bílaleigubíla klesta og stórskemmda og skipta þeir áreiðanlega tugum eftir hvert sumar. Gerum landið okkar ferðavænt annars hættir fólk að koma hingað og fælir frá landinu ferðamenn og hvað gera bændur þá. Tökum við þá aftur upp orf og ljá og látum hestana draga vagna eftir hestaslóðum landsins sem í dag eru kallaðir ÞJÓÐVEGIR.
Aukum hróður landsins, bætum vegakerfið, eflum öryggi á vegum og ökum saman í sátt og samlindi, gleymum ekki að taka tillit til hvors annars, þá komumst við örugglega öll áfram.
Kveðja Jón Svavarsson, ökumaður í þrjátíu og sex ár.
Hraðakstur erlendra ferðamanna færist í aukana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:13 | Facebook
Um bloggið
Frétta viðhorf og samfélagið !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 18.2.2021 Miðborgir/bæjir og Borgarlína gegn bílafólki!
- 15.5.2020 Það er ekki örugt nema það sé örugt!
- 26.4.2020 Kominn tími til !
- 29.3.2011 ICESLAVE NEI TAKK !!!
- 16.11.2010 Á VIRKILEGA AÐ FAGNA MISGJÖRÐUM !!!
- 16.10.2010 ENN er KINDABYSSUNNI veifað !!!!
- 16.10.2010 Þeir RÍKU verða ríkari og FÁTÆKIR fátækari !!!
- 16.6.2010 Bara loka Borginni vesta Elliðaár !!!
- 6.6.2010 Bara rekan og ráða nýjan !!!
- 19.5.2010 Lokum bara LANDSPÍTALANUM hann er hvort eð er svo dýr í rekst...
- 19.5.2010 Ég skal kaupa HS Orku !!!
- 3.5.2010 Blekking til að fá að Hækka IÐGJÖLD!
- 28.4.2010 Enda flokkur í ÚTRÝMINGARHÆTTU !!!
- 13.4.2010 MISTÖK Á MISTÖK OFAN !!!
- 1.4.2010 Alltof seint í rassin gripið !!!
Spurt er
Tenglar
Ljósmyndun
Upplýsingar og þjónusta fyri ljósmyndara.
- MOTIV Ljósmyndaþjónusta
- Framköllun stækkanir Einnig atburða vefur til að kaupa myndir
- MOTIV ljósmyndir
- Sölu og viðgerðarþjónusta Myndavélar og fylgihlutir.
- Ljósmyndavefur sala Ragnar Th.
- Myndabanki Stock photos
- MOTIV á 123.is
Bloggvinir
- kleopatra7
- olinathorv
- gudruntora
- nanna
- lillagud
- stjornlagathing
- draumur
- dagsol
- kreppan
- kally
- raksig
- herdis
- annamargretb
- margretrosa
- helgafell
- lauola
- bjarkey
- netauga
- domubod
- ingunnjg
- keg
- steingerdur
- annaragna
- liljan
- trukona
- lady
- estro
- sms
- bifrastarblondinan
- agny
- katja
- eddabjo
- alla
- gudridur
- jona-g
- nupur
- blekpenni
- asgerdurjoh
- kolgrima
- katrinsnaeholm
- halkatla
- gislina
- tothetop
- fia
- kolbrunb
- jarnskvisan
- thorasig
- bryndisisfold
- jonaa
- gudfinna
- thorbjorghelga
- eyglohardar
- helgasigrun
- vglilja
- ranka
- abg
- joninaben
- gurrihar
- motiv
- doritaxi
- edvard
- formula
- fridrikomar
- gunnarkr
- ktomm
- ragnarborg
- reynsla
- siggisig
- stormsker
- sveinnhj
- konur
- 810
- annakr
- addamaria
- alfheidur
- asdisran
- astan
- begga
- beggibestur
- benna
- beggabjuti
- biddam
- birgitta
- brostubara
- brynja
- bubot
- daman
- diddan
- ellasprella
- erlaosk
- estersv
- evathor
- fanneybk
- fannygudbjorg
- fararstjorinn
- fjola
- fridust
- gmaria
- grazyna
- goodster
- gudrunjona
- gudrunmagnea
- gyda
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- hlinnet
- hugrenningar
- idno
- ingabesta
- ingibjhin
- ingibjorgelsa
- ippa
- ipanama
- isdrottningin
- jahernamig
- kittysveins
- kketils
- klaralitla
- konukind
- ladyelin
- lara
- larahanna
- liljabolla
- margretloa
- mariaannakristjansdottir
- mariakr
- marzibil
- mongoqueen
- ollasak
- olofdebont
- pannan
- ragnhildur
- roslin
- ringarinn
- saedis
- saragumm
- sifjar
- sigrunfridriks
- sirrycoach
- skessa
- steinunnolina
- stinajohanns
- sveitaorar
- thorunnvaldimarsdottir
- villagunn
- id
- morgunbladid
- vestfirdir
- armannkr
- biggibraga
- binnirarfn
- bjarnihardar
- brandarar
- brandurj
- businessreport
- drengur
- ea
- esv
- fiskholl
- folkerfifl
- fridjon
- fsfi
- gattin
- gebbo
- golli
- gudmundurmagnusson
- gudni-is
- hafstein
- hlekkur
- hnodri
- hogni
- hvala
- ibb
- icekeiko
- jax
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kentlarus
- ketilas08
- killerjoe
- korntop
- krams
- kristinnhalldor
- krilli
- ljosmyndarinn
- malacai
- nosejob
- olafurfa
- omarragnarsson
- ottarfelix
- pallvil
- palmig
- photo
- runarsv
- saethorhelgi
- skrekkur
- stebbifr
- steinibriem
- svei
- thj41
- vefarinnmikli
- valurstef
- vefritid
- iador
- svanurg
- ksh
- margretsverris
- einarorneinars
- ejk
- heidihelga
- benediktae
- baldher
- elvira
- rannveigh
- addags
- minos
- heidarbaer
- aslaugfridriks
- naflaskodun
- jyderupdrottningin
- franseis
- hrannsa
- valdimarjohannesson
- arnthorhelgason
- bookiceland
- minnhugur
- thordisb
Athugasemdir
Heyr, heyr, vel mælt. Ég hef verið ökumaður í 23 ár og er á sama máli og þú með þetta. Eltast við tittlingaskít og vanrækja oft vandamálin.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.