Góðan dag góðir landar!

DSC03708Já komið öll sæl, ég skrifa þessar línur svona rétt til þess að láta vita að ég er ekki hættur að skrifa á bloggið, en að undanförnu hef ég haft svo mikið að gera að ég hef bara ekki haft aflögu stund til að setjast við tölvuna. En þessa vikuna hef ég verið svo heppin að fá að eyða morgnnum með afa stráknum mínum sem er níumámaða í dag, því móðir hans dóttir mín er að vinna tvöfalda vinnu þeas hún tekur vaktir bæði á Hótel Loftleiðum og Hótel Holti, þar sem hún er að þjóna gestum til morgunverðar, en auk þess hafa verið aðrar annir eins og útkall vegna þyrlu óhappsins þegar TF-SIF nauðlenti á sjónum úti fyrir Hvaleyrarholti norðan við Straumsvík. En þar þurfti ég að sjá um stjórnstöðvarbíl flugbjörgunarsveitarinnar og svo að gæta þyrlunar þar til Rannsóknarnefnd flugslysa hæfist handa við að rannsaka þyrluna sjálfa. að þeim sökum hef ég ekki fengið nema eins til tveggja tíma lúra tvisvar frá því á sunnudag þar til í nótt, eða eina sex tíma þar til ég mætti til að passa hann Jóhann Otta sem er svo yndislegt barn. Ef öll börn væru svona þægileg og glaðlynd þá væri veröldin fallegri og lífið yndislegra, en því miður eru miljónir barna víða um heim að svelta heilu hungri og þjást af einhverjum ánauðum sem ekki eiga að eiga sér stað. á næstu dögum mun ég setja hér inn frekari færslur varðandi það sem er búið að vera að gerast hjá mér, en ætla að láta þetta duga í dag, meðfylgjandi verður hér mynd af erfðaprinsinum sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.

kveðja frá stoltum afa, Jón svavarsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með þennan yndislega gutta.  Barnabörn eru draumur.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 22:15

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Til hamingju með fallegan afastrákinn þinn. Ég öfunda þig.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Til hamingju,thetta er fallegur strákur.Ég vinn sjálf á Loftleidum í gestamóttoekunni,en er í fríi núna. Kvedja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 19.7.2007 kl. 17:30

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þetta er yndisleg mynd af ykkur

Jóna Á. Gísladóttir, 19.7.2007 kl. 19:46

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þið eruð bara yndislegir til hamingju með hann!

Ester Sveinbjarnardóttir, 20.7.2007 kl. 16:25

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Veistu karlinn minn að heimurinn væri líka betri ef allir væri eins jákvæðir og þú . Ég man líka efir ykkur strákunum í Smáralindinni á 112 deginum...alveg greinilegur þráður minni ykkar strákanna, stolti afi. Sá góða kynningu á þér á síðunni hennar Vilborgar Trausta sem kynnti til sögunnar nýjan bloggvin.

kveðja úr Mosfellsbænum

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.7.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 78193

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband