10.7.2007 | 08:10
ERMASUND Benedikts Lafleur!
Benedikt Lafleur lagði í Ermasundið fá Shakespearströndinni við Dover um klukkan 04:48. Kyrðin þennan morgun var gífurleg aðeins heyrðist í nokkrum mávum gagga og skvaldrið í gárunni sem var að kyssa síðuna á bátunum. Sólin var að byrja að ganga upp og útlit var fyrir sólríkan dag og gott veður, samt var smá alda og var báturinn að velta soldið í öldunni. Framan af morgni var góður gangur í sundinu og allt virtist vera á réttri leið. Umferð skipa á sundinu var talsvert mikil og voru þar engin smá skip á ferð. Mest voru þetta fragtskip, með gáma, bílaflutningaskip, tankskip og ferjur. Ekki kom þó til neinna vandræða með þá umferð, en við fengum að finna fyrir bógöldu skipana sem ruggaði okkur vel.
Klukkan er orðin hádegi og sundið gengur vel, komin um 6 sjómílur (Nm) af um 18,2 Nm, sem er bein leið yfir sundið. Veðrið var gott sólskin andvari eða gola eða um 4 hnútar (kts) af vestsuðvestri, allir hressir að mestu en Árni Snr varð smá sjóveikur um morgunin en jafnaði sig fljótt. Jón Karl kvikmyndagerðarmaður tók myndir á hverja spóluna af annari og Hermína blandaði drykki fyrir sundmannin, ýmist orkuhristing eða heitt te auk þess sem hann fékk sér orkubita við og við.
Framan af degi gengur sundið nokkuð vel og frá sjónarhóli okkar leikmanna og áhorfenda er kraftur í sundinu, en síðar kemur í ljós að frekar hefur hægt á okkar manni er leið á daginn og hefði líklega verið hægt að grípa þar inní fyrr, ef við fylgdarfólkið heðum haft nánari vitneskju um það í tíma.
Klukkan 19:00 ltur Eddy (skipstjórinn og leiðsögumaðurinn) okkur vita að sundið gangi í öfuga átt vegna strauma og það þurfi að hvetja hann áfram svo hann komist hraðar. Hófumst við þá handa við að hvetja hann með köllum og hrópum sem sýndi strax árangur og honum miðaði aftur áfram til Frakklands en ekki aftur til englands. Straumar voru miklir og var von á að liggjandinn yrði um kl 22, vonir voru um það, að ná þá endasprettinum. Það var farið að dimma um tíuleitið var þá enn talsvert eftir í land, en áfram hélt Jón Karl og Hermína að kvetja hann og uppskáru raddleysi um morgunin í staðinn. En svo virðist sem hann hafi fest sig í því sem heimamenn kalla "grafreit draumana" en þar hafa margir sundmenn endað sund sitt í þessu þrekvirki að synda yfir Ermasundið. Því klukkan 02:00 ákveður Eddy að hér sé komið nóg, því sundið gangi aftur á bak og enn séu 3 sjómílur í land, straumar séu mjög óhagstðir og vindur og alda að aukast. Er þá tekið til hendinni með að hafa til handklæði og hlý teppi og undirbúa að taka sundmannin um borð sem var gert klukkan 02:12 sundinu lokið og haldið heim til Dover. Vindur var þá búin að aukast og aldan aðeins hærri. Í vestri var að sjá miklan Gúmulus Nimbus að sperra sig og með honum voru eldglæringar og þrumur, við vorum komnir til hafnar kl 05:06.
Afrek Benedikts má ekki gera lítið úr því það er ekki hverjum sem er mögulegt að synda í sjónum í tuttugu og eina og hálfa klukkustund og það skal tekið fram að heimamenn hér í Dover, bera mikla virðingu fyrir sundmönnum sem komast þetta langt þó þeir uppfylli ekki þau skilyrði að ná á strönd Frakklands, sem er takmarkið svo sundið sé gilt, því þeir sem lenda í þessum aðtæðum eru að synda í raun miklu meira en flestir þeirra sem þó ná alla leið að strönd. Ætla má að Benedikt hafi synt að minnsta kosti tuggu og tvær sjómílur miðað við að hafa að meðaltali synt eina sjómílu á klukkustund. Er við komum að landi fréttum við, að fjórir sundmenn sem hófu sund sitt á svipuðum tíma hefðu ekki náð yfir, en hópur sem fór yfir í boðsundi hefði tekist að klára sundið sitt. Síðar fréttum við að Ástrali sem fór í sundið á samatíma hefði náð á 16:24 sem er mjög góður tími, en hann lenti líka í "grafreit draumana" en náði að komast þar í gegn á 4 tímum. Ástrali þessi er 46 ára gamall og hóf að læra sund fyrir 18 mánuðum, fannst honum sjórinn hér frekar kaldur en á hans heimaslóðum, Sidney, er hitastig sjávar um 19°C á veturna, en 21°C á sumrin. Honum þótti mikið til er ég sagði honum að hitastig sjávar á Íslandi væri rétt um og yfir frostmarki á veturna og næði kanski um 9°C á sumrin, þá fór hrollur um minn mann. Ekki ber mönnum saman um hvaða hitastig er í sjónum á Ermasundi í dag, því mér var tjáð að það væri 7°C en annar sagði mér að samkvæmt dufli sem er úti á sundinu með hitamælingu segði að hitin væri um 16,2°C, sem er rétti hitin, þá er Benedikt vanur meiri kulda en það. Nú í fyrramálið þann 10. júlí ætlar þriðji Íslandingurinn að reyna við Ermasundið, Benedikt Hjartarson en hann átti fimmtugs afmæli í dag
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Frétta viðhorf og samfélagið !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 18.2.2021 Miðborgir/bæjir og Borgarlína gegn bílafólki!
- 15.5.2020 Það er ekki örugt nema það sé örugt!
- 26.4.2020 Kominn tími til !
- 29.3.2011 ICESLAVE NEI TAKK !!!
- 16.11.2010 Á VIRKILEGA AÐ FAGNA MISGJÖRÐUM !!!
- 16.10.2010 ENN er KINDABYSSUNNI veifað !!!!
- 16.10.2010 Þeir RÍKU verða ríkari og FÁTÆKIR fátækari !!!
- 16.6.2010 Bara loka Borginni vesta Elliðaár !!!
- 6.6.2010 Bara rekan og ráða nýjan !!!
- 19.5.2010 Lokum bara LANDSPÍTALANUM hann er hvort eð er svo dýr í rekst...
- 19.5.2010 Ég skal kaupa HS Orku !!!
- 3.5.2010 Blekking til að fá að Hækka IÐGJÖLD!
- 28.4.2010 Enda flokkur í ÚTRÝMINGARHÆTTU !!!
- 13.4.2010 MISTÖK Á MISTÖK OFAN !!!
- 1.4.2010 Alltof seint í rassin gripið !!!
Spurt er
Tenglar
Ljósmyndun
Upplýsingar og þjónusta fyri ljósmyndara.
- MOTIV Ljósmyndaþjónusta
- Framköllun stækkanir Einnig atburða vefur til að kaupa myndir
- MOTIV ljósmyndir
- Sölu og viðgerðarþjónusta Myndavélar og fylgihlutir.
- Ljósmyndavefur sala Ragnar Th.
- Myndabanki Stock photos
- MOTIV á 123.is
Bloggvinir
- kleopatra7
- olinathorv
- gudruntora
- nanna
- lillagud
- stjornlagathing
- draumur
- dagsol
- kreppan
- kally
- raksig
- herdis
- annamargretb
- margretrosa
- helgafell
- lauola
- bjarkey
- netauga
- domubod
- ingunnjg
- keg
- steingerdur
- annaragna
- liljan
- trukona
- lady
- estro
- sms
- bifrastarblondinan
- agny
- katja
- eddabjo
- alla
- gudridur
- jona-g
- nupur
- blekpenni
- asgerdurjoh
- kolgrima
- katrinsnaeholm
- halkatla
- gislina
- tothetop
- fia
- kolbrunb
- jarnskvisan
- thorasig
- bryndisisfold
- jonaa
- gudfinna
- thorbjorghelga
- eyglohardar
- helgasigrun
- vglilja
- ranka
- abg
- joninaben
- gurrihar
- motiv
- doritaxi
- edvard
- formula
- fridrikomar
- gunnarkr
- ktomm
- ragnarborg
- reynsla
- siggisig
- stormsker
- sveinnhj
- konur
- 810
- annakr
- addamaria
- alfheidur
- asdisran
- astan
- begga
- beggibestur
- benna
- beggabjuti
- biddam
- birgitta
- brostubara
- brynja
- bubot
- daman
- diddan
- ellasprella
- erlaosk
- estersv
- evathor
- fanneybk
- fannygudbjorg
- fararstjorinn
- fjola
- fridust
- gmaria
- grazyna
- goodster
- gudrunjona
- gudrunmagnea
- gyda
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- hlinnet
- hugrenningar
- idno
- ingabesta
- ingibjhin
- ingibjorgelsa
- ippa
- ipanama
- isdrottningin
- jahernamig
- kittysveins
- kketils
- klaralitla
- konukind
- ladyelin
- lara
- larahanna
- liljabolla
- margretloa
- mariaannakristjansdottir
- mariakr
- marzibil
- mongoqueen
- ollasak
- olofdebont
- pannan
- ragnhildur
- roslin
- ringarinn
- saedis
- saragumm
- sifjar
- sigrunfridriks
- sirrycoach
- skessa
- steinunnolina
- stinajohanns
- sveitaorar
- thorunnvaldimarsdottir
- villagunn
- id
- morgunbladid
- vestfirdir
- armannkr
- biggibraga
- binnirarfn
- bjarnihardar
- brandarar
- brandurj
- businessreport
- drengur
- ea
- esv
- fiskholl
- folkerfifl
- fridjon
- fsfi
- gattin
- gebbo
- golli
- gudmundurmagnusson
- gudni-is
- hafstein
- hlekkur
- hnodri
- hogni
- hvala
- ibb
- icekeiko
- jax
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kentlarus
- ketilas08
- killerjoe
- korntop
- krams
- kristinnhalldor
- krilli
- ljosmyndarinn
- malacai
- nosejob
- olafurfa
- omarragnarsson
- ottarfelix
- pallvil
- palmig
- photo
- runarsv
- saethorhelgi
- skrekkur
- stebbifr
- steinibriem
- svei
- thj41
- vefarinnmikli
- valurstef
- vefritid
- iador
- svanurg
- ksh
- margretsverris
- einarorneinars
- ejk
- heidihelga
- benediktae
- baldher
- elvira
- rannveigh
- addags
- minos
- heidarbaer
- aslaugfridriks
- naflaskodun
- jyderupdrottningin
- franseis
- hrannsa
- valdimarjohannesson
- arnthorhelgason
- bookiceland
- minnhugur
- thordisb
Eldri færslur
2021
2020
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Af mbl.is
Nýjustu færslurnar
- Skondin mótsögn
- Rís nýtt hernaðarbandalag upp úr öskustó?
- MÍNIR MENN KLÚÐRUÐU LEIKNUM Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUNUM........
- Viðreisnarvilla vill leiða þjóð okkar afvega
- Nýju fjölmiðlarnir
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.