Eru skólayfirvöld í Kópavogi algjörlega sofandi!!!

        wKóp 050407_JSM5011  

Maður leiðir hugan að því verulega alvarlega, hvað sé að gerast þegar svona atburðir eiga sér stað. Það er ekki eins og um ósynda byrjendur sé að ræða, með fullri virðingu fyrir börnunum, heldur er þarna á ferðinni sennilega þokkalega vel syndur drengur, en samt kemur eitthvað uppá. Hvar er þá laugarvarslan? Hvar eru þá baðverðir? Hvar voru kennararnir? Allir þessir þættir eiga að tryggja það að voða atburðir sem þessi geti ekki átt sér stað! En þeir gerast samt, ein skíringin gæti verið sú að of fáir starfsmenn eru við gæslu bæði á böðum og við laugarbarmana! Það hefur tíðkast í íþróttahúsum bæjarins að börnin fara ekki í sturtuböð eftir íþróttatíma, því þeim er það ekki skilt því það eru ekki nógu margir starfsmenn til að líta eftir þeim í búningsklefunum og böðunum. sama er uppi á teningunum í sundlaugunum nema að þar er skilda að fara í bað fyrir sund vegna hreinlætis krafna.

Mörg eineltismálin eiga rætur sínar að rekja til búnings og baðklefana, því þar eru allir nokkuð berskjaldaðir og gæsla lítil sem engin. Því geta börnin og unglingarnir haft sína hentisemi að vild. Það er því ljóst að skólayfirvöld, skólanefnd og fræðsluskrifstofa Kópavogs, hafa ekki staðið sig sem skildi, því í fjölda ára hefur verið talað um þennan vanda en ekkert gert í málunum. Fljótlega eftir opnun á nýja hluta Kópavogslaugar varð banaslys í lauginni, þá skildi maður hafa ætlað að metnaður væri fyrir því að slíkt gæti ekki átt sér stað aftur. En svo virðist ekki vera, þrátt fyrir að settar voru nýjar og strangari reglur um baðvörslu í sundlaugum almennt í landinu, og þá spyr maður um hvort að þeim reglum sé ekki fylgt í hörgul?

Hvað þurfa foreldrar að óttast mikið um öryggi barnanna áður en eitthvað róttækt er gert í málunum? Ég hef verið foreldri grunnskólabarna í Kópavogi  síðast liðin tuttugu ár og á eftir að fylgja barnabörnum til grunnskólasóknar, en mér óar við því ef ekki er farið að vanda meira til þessara hluta en raun ber vitni. Skólanefnd Kópavogs hefur ekki verið að vinna að heilbrigði og öryggi barnanna síðast liðin misseri, mikið hefur dregið úr árverkni skólanefndarinnar frá síðustu kosningum og er ekki hægt að átta sig á því hvað þar er að gerast því fundargerðir skólanefndar Kópavogs eru þær innihaldslausustu sem á blað er skrifað og kallaðar eru fundargerðir, það hefur því miður loðað við hana lengur en eitt kjörtímabil en það hefur ekkert lagast, það getur hver sem er dæmt um fyrir sig sjálfur með því að fletta þeim upp.

Nei, nú er mál að linni! Við foreldrar grunnskólabarna eigum kröfur á um að betur sé gert en raun ber vitni, það er nokkuð ljóst að ekki er farið að reglum um öryggi í sundlaugum og íþróttahúsum í Kópavogi! Það er því BRÝN þörf á að bæta úr því umsvifalaust!


mbl.is Enn haldið sofandi á gjörgæsludeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þetta er afar sorglegt og vekur með manni ónotatilfinningu varðandi öryggi sundlaugarinnar, því það fyrsta sem ég mundi eftir þegar ég heyri um slysið að það er svo stutt síðan svipað atvik átti sér stað.  Vegna þess hve gamall drengurinn er bentir það til þess að eitthvað alvarlegt hafi komið fyrir hann sem var þess valdandi að hann varð bjargarlaus.

Ester Sveinbjarnardóttir, 30.4.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband