Hvað er til ráða?

Slys 211205_JSM5569FBS 190806_JSM3514

Já Lögreglan er með vakandi auga á radarnum og mælir þar í talnaglugganum hversu miklir glæpan menn við erum, jú það er rétt að hraðatakmörk eru á götum landsins því miður eru engir "Autobanar" á Íslandi. Það væri oft nær fyrir Lögregluna að hafa auga með aksturslagi manna og ástandi bifreiða sérstaklega með tilliti til ljósanotkunar og ástand þeirra. Alltof margir nota ekki stefnuljós, einn ökumaður sem ég var farþegi hjá um daginn, bar því við að væri engin bíll á eftir honum til að gefa stefnumerki til, en hann gleymdi því að það eru ekki bara bílarnir á eftir okkur sem eru að líta eftir stefnumerkjum heldur allir aðrir sem eru í kringum okkur á akbrautum fyrir utan það að það er skilda að nota öll þau merki sem getið er um hvort sem maður er einn á ferð um hánótt eða í umferðaröngþveiti. það vantar þetta uppá í siðferðinu í umferðamenningu Íslendinga. Ég er ekki að hvetja til eða mæla hraðaakstri bót en þó, gleymum ekki til hvers þessi tæki eru framleidd til, en það er að koma okkur frá A til B á sem skemmstum og öruggustum tíma. þegar sett voru takmörk á hraða bifreiða um ákveðna vegi var það í fyrstu gert til leiðbeininga fyrir ökumenn en síðar kom í ljós að menn voru sumir hverjir að fara aðeins fram úr þeim takmörkum og þá voru settar sektir þeim til höfuðs. Alveg eins og var með bílbeltin og notkun síma í akstri, settar voru reglur og síðar voru settar sektir fyrir að fara ekki eftir þeim boðum. Slysin í umferðinni eru alltof mörg, og ber að varast að hengja bakara fyrir smið, vegakerfið er langt frá því að vera eins og það ætti að vera hjá jafn siðmenntaðri og ríkri þjóð sem okkur Íslendingum. Fólk þarf að muna eftir því hver sé tilgangur með tilveru þeirra og afhverju við vingumst og elskumst, við eigum aðeins þetta eina líf sem okkur var gefið í fæðingu og það er aðeins eitt öruggt eftir það, allt annað er hvað við tökum okkur fyrir hendur og látum af okkur leiða í lífinu.

Svo spyrja menn og jafnvel fullyrða að það ætti að hækka aldurinn til að fá ökuleyfi, það eitt leysir ekki vandan. Ég hóf akstur á vélknúnu ökutæki sjálfur er ég var tólfára gamall á dráttarvélum í sveitinni, en á undan því fór ég á námskeið hjá Slysavarnafélagi Íslands en þar var góður og ábyrgur maður að kenna okkur ungviðinu á þessi ökutæki, Sigurður Ágústsson lögreglumaður, í beinu framhaldi af því réð ég mig í kaupamennsku og ók þar um allar sveitir. Síðar kynntist ég bifreiðum og hafði ég þá mikin undirbúning að baki og var öllum hnútum kunnugur, enda þurfti ég ekki nema þrjá ökutíma með kennara áður en ég tók sjálft bílprófið og gerðist þetta allt á innan við viku, en gleymum ekki að ég var búin að vera í þjálfun í rúm fjögur á á undan því og þannig nokkuð vel undirbúin í ökupróf, mig langar að skjóta því aðmeð að ég mátti byrja að læra að fljúga ári áður en ég mátti byrja hjá ökukennara í ökunámi, eða þegar ég var bara sextán ára. Enda tók ég SÓLÓpróf í flugi tveim dögum áður en ég tók bílprófið. og núna þrjátíu og sjö árum síðar er ég enn lifandi, akandi og stundum fljúgandi. 

FBS 080806_JSM0420

Það er vissulega rétt að undirbúningur fyrir ökuréttindi þarf að vera meiri, en að hækka aldursmarkið leysir engan vanda, það færir hann bara til um aldursþrep. Vissulega eru tvítugir með meiri ábyrgðartilfinningu en táningar en það eru líka fimmtugir en samt gerir fólk allskyns axarsköft í umferðinni, ekur drukkið, hálf sofandi og þaðan af verra. Það eina sem dugir eru breiðari vegir og öruggari, góður undirbúningur nýrra ökumanna og ekki síst betra siðferði í umferðinni, með því að sína tillitsemi, árvekni, vinna saman í umferðinni og ekki að gleyma að nota öll þau hjálpartæki sem við á hverju sinni svo sem, bílbelti, stefnuljós og hafa öll ljós í lagi.  Spurning er hvort að það eigi ekki að taka það upp í námskrá grunnskólana að hafa undirbúning til ökuprófs, ég veit dæmi þess að það hefur verið sumstaðar sem valfag, dæmi Smáraskóli og Kópavogsskóli, en þar eru meðal kennara frábærir ökukennarar með mikla reynslu og hafa nemendur nýtt sér þennan valkost með góðum árangri, en ætti það ekki að vera bara skilda.

Með umferðar kveðju Jón


mbl.is Á 157 km hraða á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Þeir sem gefa ekki stefnuljós nema einungis þegar einhverjir aðrir bílar eru nálægt eru nú mjög líklegir til að "gleyma" því bara heilt yfir.... Afhverju ekki bara að hafa þetta alltaf fyrir sið? Er það ekki rétt að ef bílslys verður þá er tekið mið af því í tjónaskýrslum hvort viðkomandi hafi gefið stefnuljós eða ekki og nú þar fyrir utan vonandi í rétta átt.... Svo er líka eitt í sambnadi við notkun stefnuljósa..það er gefa þau tímanlega en ekki bara um leið og beygt er eða breytt um aksturstefnu...en heldur ekki of snemma áður en beygt er því þá heldur maður að viðkomandi hafi gleymt stefnuljósinu á.... Svo er það ljósabúnaður bifreiða sem má sko alveg fara að gera skurk í...nú og þá að nota þessi ljós.sem er víst skylda í dag.. þá er lágmark að þau séu rétt stillt og að bæði séu logandi...Ferlegt að mæta bílum sem eru eineygðir og hvað þá ef að þetta eina ljós lýsir beint upp í loft eða er stillt beint í augu þess sem kemur á móti.....Veit ekki betur en sé tekið mikið harðar á þessum málum erlendis en hér á landi....Þetta finnst mér allavega að eigi að vera í lagi...Lágmark að maður sjái hvert maður er að keyra en ekki nóg að gera það þegar maður er lentur á því....hlutnum nú eða manneskjunni...svo líka að rúður séu þannig þrifnar og skafnar að sjáist út um þær... P.S. Ég  var farin að keyra dráttavélar 9 ára gömul.....og bíla 12 ára......en það var jú í sveitinni í denn...væri kanski ráð að láta þá sem eru að æfa sig fyrir bílpróf að prófa að keyra dráttavélar og með tæki og tól aftan í líka og inni á túni og bíla líka..svona til þess að fá tilfinninguna fyrir því tæki sem þú hefur á milli handanna og ert að stjórna.....

Agný, 9.1.2007 kl. 15:34

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Við lækkuðum aldurinn í 16 ára fyrir nokkrum árum og það er að skila sér í færri slysum hjá nýliðum. Við ættum að ganga lengra í þeim efnum. Aðalmálið í því sambandi er að takmarka hvar, hvenær, með hverjum og á hvaða ökutæki nýliði má aka. Því fyrr sem við hefjum þetta nám því betra.

Birgir Þór Bragason, 10.1.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 77929

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband