Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Óvinaskógur er líka til !!!!!

wThv 260707_JSM0182   wThv 260707_JSM0269wThv 260707_JSM0623  wThv 260707_JSM0642  wThv 260707_JSM0654 

  

Já nú halda allir að ég sé að spauga, nei aldeilis ekki, það fékk ég að sannreina í vikunni sem leið. Þannig er mál með vexti, að ég hitti fyrir Mann, Hrafn   wThv 260707_JSM0713Gunnlaugsson, og tjáði hann mér frá hryðjuverkum sem átt hefðu sér stað á Þingvöllum, einum heilagasta stað landsins. Já og þegar betur var að gáð þá stóð það allt heima, því skammt frá Þingvallabænum, eða við akveginn að Hótel Valhöll, þá birtist manni á hægri hönd rétt áður en ekið er yfir brúna þar við, ummerki sem er engin prýði, trjábols stúfar, þar sem áður voru reisuleg tré. Þetta hlýtur að hafa verið ÓVINASKÓGUR, því ekki hlaut hann náð þeirra sem þarna hafa verið að verki. Ég spyr, hver fór þarna hamförum? Hver gaf leyfi fyrir þessu? Hver er átæðan fyrir þessum gjörningi? Ef einhver getur svarað þessu, þá ætti að fara í mál við þá aðila sem hlut eiga að máli, ef þetta eru ekki landráð þá hvað?

Dæmi nú hver fyrir sig, myndirnar tala sínu máli og ég er viss um að skógræktarfólk, eins og Vigdís okkar Finnbogadóttir, er ekki fylgjandi því líkum aðgerðum sem þessum. Þetta eru óaftrurkræf spjöll sem vert er að rannsaka gaumgæfilega.


Þetta er ekki hægt, nei þetta er hratt!!!

   

Slys 211205_JSM5569 wLR 230207_JSM3106 

 w112D 110207_JSM8784

Það er engin furða að sí og æ er verið að hrella þetta vesalings fólk. Það er nefnilega ekki vant svona einelti, já einelti. Lögreglan á Blönduósi hefur ekkert annað að gera en að smala mönnum í pulsusjoppuna og annars staðar eru verkefni að hrannast upp vegna þess að lögreglan er svo upptekin við hraðamælingar. En þó er ég ekki að mælabót fyrir ofsa akstri, langt í frá. En málið er að við þessar mælingar er verið að elta ólar við smá frávik og leyfð frávik sem voru viðurkennd plús 10 kílómetrar, er komið í plús fimm kílómetrar. Afhverju settu þeir ekki bara mínus tíu kílómetrar???

Það er deginum sannara að hraðin og ekki síst aukin hraði drepur, bara þyngdarlögmálið segir allt um það og um það mun ég aldrei deila. Alvarlegasti slysavaldurinn er sofandaháttur og alvarlegur skortur á árverkni ökumanna. Aðgæsluleysi, tillitsleysi og frekja í umferðinni er alvarlegasti þátturinn í ástæðum slysa í umferðinni.

Blessaðir ferðamennirnir eru vanir að aka frjálslega eftir þjóðvegum og hraðbrautum á heimaslóðum. Á ferðum mínum um Norðurlöndin og Evrópu þá hef ég aldrei kynnst öðru eins einelti vegna hraða, eins og á Íslandi. Málið er nefnilega það að almennur hraði á vegum landsins, er víðast hvar tuttugu til þrjátíu kílómetum hraðari en skiltin segja til um. Meir að segja lögreglan sjálf er að aka á sama hraða, þegar þeir eru ekki við radarmælingar, því eru óopinber hraðamörk í raun hærri en mælt er fyrir með umferðaskiltum.

Flestar bifreiðar eru þannig úr garði gerðar, að þær þola og valda meiri hraða en leyfður er á götunum, svo það er ekki vandamálið. Vandinn liggur í vegakerfinu og gatnagerðinni, sem ekki er samkvæmt Evrópskum stöðlum. Þjóðvegir eru of þröngir og flest slys úti á vegum eru vegna þess að bílar keyra framan á hvorn annan og nær undantekningarlaust verða alvarleg örkuml eða mannskaði í þeim tilfellum. Talandi um gerð ökutækja þá eru þeir að jafnaði gerðir til að koma fólki frá einum stað til annars á sem skemmstum og öruggasta máta. Því eru þeir flestir hannaðir þannig að, hagkvæmasta eyðsla þeirra er oft á bilinu níutíu til hundrað og tuttugu kílómetrahraða, en einhverra hluta vegna er það einmitt það hraðabil sem flestir eru teknir á, í radar lögreglunar, undantekningarnar eru þar fyrir ofan og má sjá á fréttasíðum svona fjórum til sex sinnum í viku fréttaumfjöllun um þá ökumenn sem lögreglan náði að stöðva á ofsa hraða. Ofsa akstur og þá er ég að tala um hraða sem er yfir hundrað og fimmtíu kílómetrar á klukkustund er hraði sem ekki er afsakanlegur nema að líf liggi við og með þeim formerkjum sem forgangsakstur gefur tilefni til.

Hraðatakmarkanir  í íbúðahverfum húsagötum og í grend við skóla er eitthvað sem á skilyrðislaust að virða. Þar á að taka hart á hraðamælingum, þar er SLYSAHÆTTA mikil og gangandi vegfarendur sem geta ekki rönd við reist ef eitthvað gerist. Ökumenn sem teknir eru á ofsaakstri við slíkar aðstæður eru hættulegir umhverfinu. Lögreglubíll í akstri á þjóðvegum landsins er að jafnaði með radarinn í gangi og fylgist þannig með þessum almenna umferðahraða og miðað við þær heimildir sem þeir hafa í dag þá er þeir of graðir við að stoppa bíla sem eru eitthvað smá fram yfir það, tölurnar segja allt um það, en á meðan sleppa framhjá þeim hálfsofandi ökumenn, talandi í símann, reykjandi eða þaðan af verra, eins þeir sem eru á illabúnum bifreiðum óskoðuðum, ótryggðum, ljóslausir og enn mætti telja. Þeir gerðu þó rassíu með vörubílana sem eru að flytja efni úr námum hér fyrir ofan bæinn, en hefur það borið einhvern árangur, er ástandið betra í dag? Hér í grein minni á undan fór ég nokkrum orðum um bágt ástand lögreglubifreiða, sem hefur samt skánað á síðastliðnum árum eða á að hafa gert það að minnsta kosti.

Hættið að hengja bakara fyrir smið, ef umferðin er að aka smávegis of hratt gefið þá heldur aðvaranir með að blikka ljósum, en ekki vera að hirða alla sem hægt er mögulega að hrella með sektum og koma óorði á land og þjóð, leiðbeinið ferðamönnunum þegar þeir koma með Norrænu, gerið þeim grein fyrir því bágborna ástandi þjóðvega landsins, hættum í lausamöl og takmörkum á hálendis akstri. Eins þurfa bílaleigurnar að vera á verði með allt þetta, vikulega sér maður nokkra bílaleigubíla klesta og stórskemmda og skipta þeir áreiðanlega tugum eftir hvert sumar. Gerum landið okkar ferðavænt annars hættir fólk að koma hingað og fælir frá landinu ferðamenn og hvað gera bændur þá. Tökum við þá aftur upp orf og ljá og látum hestana draga vagna eftir hestaslóðum landsins sem í dag eru kallaðir ÞJÓÐVEGIR.

Aukum hróður landsins, bætum vegakerfið, eflum öryggi á vegum og ökum saman í sátt og samlindi, gleymum ekki að taka tillit til hvors annars, þá komumst við örugglega öll áfram.

Kveðja Jón Svavarsson, ökumaður í þrjátíu og sex ár.


mbl.is Hraðakstur erlendra ferðamanna færist í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel er það, að auka gæslu!

_JSM7136 w112D 110207_JSM8784 Slys 240406_JSM0294

Já það er vissulega fagnaðarefni þegar það er ljóst að aukning og nýliðun á lögreglubílum sé að aukast, því það er stundum ekki sjón að sjá útgangin á mörgum lögreglubílum sem enn eru í notkun frá því sumarið 2000, það er að segja heil sjö ár, þar er ég að tala um Opel bifreiðir sem þá voru keyptar en hafa verið að tína tölunni. Það hefur verið lenska að gjörnýta þær bifreiðir sem keyptar hafa verið til þeirrar þjónustu í gegnum tíðina. Það eru ekki mörg ár síðan að ein slík bifreið var í umferð og hefði ekki staðist skoðun um ökufærni og var þar af leiðandi hættuleg umhverfinu og vegfarendum. Sem betur fer var hún tekin úr umferð áður en til hamfara kom. En einhverra hluta vegna eru ekki nógu strangar reglur um aldur og búnað bifreiða sem notaðar eru til neyðaraksturs og ekki eru neinar sérstakar reglur um hverjir megi aka slíkum bifreiðum, einungis almennt ökuleifi dugir nema að stærð og þyngd bifreiðarinnar krefjist annars eða aukins ökuleifis. það ætti vera að einungis þeir sem eru með aukin ökuréttindi (meirapróf) mættu aka bifreiðum sem skráðar eru til neyðaraksturs. Í útboðum ríkisins til kaupa á bifreiðum til löggæslustarfa er jafnan horft í það hvað viðkomandi bifreið kostar, óháð því hvort hún sé í stakk búin til að verða fullgildur LÖGREGLUBÍLL, en nágranaþjóðir okkar sem er að framleiða og kaupa bifreiðir til slíkra starfa, leggja áherslu á það að þeir séu sér útbúnir, það er að segja með öflugra bremsukerfi styrkta fjöðrun, sverari arma í stýrisbúnaði, kröftugri vélar jafnvel veltibúr sem er innbyggt í mörgum bílum og þá með styrkari yfirbyggingu, rúmgóðir og í alla staði betur búnir en almennir bílar. Þar af leiðandi er minni hætta á bilunum sem orsakast af sliti eða álagi og öryggi þeirra sem í þeim ferðast mun meira. Dæmi eru um að lögreglubifreiðir séu eknar hundruði þúsunda kílómetra áður en þeir eru teknir úr umferð, sem í sumum tilfellum er kanski í lagi en öllu jafna ætti að vera þar á þak sem gæti verið mismunandi eftir tegundum, stærð og eðli notkunar, því sumir þessara bíla eru aldrei í neyðarakstri. Það er von mín og trú að þessir hlutir séu að verða betri og betri, með auknum kröfum og vandaðri bílum, lengi vel var til dæmis ekki í neinum lögreglubíl nokkrir hlutir sem ég hef haft í öllum mínum bílum frá því ég eignaðist minn fyrsta bíl, sjúkrakassi, slökkvitæki, teppi og ýmistlegt annað sem gangn er af á neyðarstundum. Til að nefna hef ég slökkt eld í einum fjórum bílum á síðastliðnum þrjátiu og þrem árum, komið að ótal umferðarslysum þar sem ég hef þurft að veita fyrsthjálp, áður en hjálparlið kæmi á vettvang, og jafnvel þurft að fara með í sjúkrabílnum til aðstoðar. Í dag er ég þáttakandi í björgunarsveit sem ég hef verið viðloðandi síðastliðin þrjáiu og tvö ár og enn er ég að koma að óhöppum þar sem hjálpar er þurfi þó svo að það sé sjaldnar. Það að vera viðbúin að hjálpa á ögurstundum er oft lífsbjörg, þær fréttir og umfjöllun sem var fyrir skömmu um tillitsleysi ökumanna við slysstaði er með ólíkindum. Það þurfa jú ekki allir að taka þátt en það þurfa allir að gæta varúðar þar sem hættu ástand er og ef ég man rétt þá eru sérstök ákvæði um slíkt í umferðalögum og það er álit mitt á slíkum brotum, að þau séu alvarlegri en það hvort einhver aki einhverjum kílómetrum of hratt eða ekki. Ökumenn sem aka af glannaskap og tillitsleysi um og hjá aðstæðum þar sem hætta er á ferðum eða slys hefur átt sér stað eiga ekki að hafa ökuleifi, ÞEIR eru öllum hættulegir.

Kveðja Jón Svavarsson ökumaður. 


mbl.is Lögregluembættin greiða ekki kostnað við aukið umferðareftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðan dag góðir landar!

DSC03708Já komið öll sæl, ég skrifa þessar línur svona rétt til þess að láta vita að ég er ekki hættur að skrifa á bloggið, en að undanförnu hef ég haft svo mikið að gera að ég hef bara ekki haft aflögu stund til að setjast við tölvuna. En þessa vikuna hef ég verið svo heppin að fá að eyða morgnnum með afa stráknum mínum sem er níumámaða í dag, því móðir hans dóttir mín er að vinna tvöfalda vinnu þeas hún tekur vaktir bæði á Hótel Loftleiðum og Hótel Holti, þar sem hún er að þjóna gestum til morgunverðar, en auk þess hafa verið aðrar annir eins og útkall vegna þyrlu óhappsins þegar TF-SIF nauðlenti á sjónum úti fyrir Hvaleyrarholti norðan við Straumsvík. En þar þurfti ég að sjá um stjórnstöðvarbíl flugbjörgunarsveitarinnar og svo að gæta þyrlunar þar til Rannsóknarnefnd flugslysa hæfist handa við að rannsaka þyrluna sjálfa. að þeim sökum hef ég ekki fengið nema eins til tveggja tíma lúra tvisvar frá því á sunnudag þar til í nótt, eða eina sex tíma þar til ég mætti til að passa hann Jóhann Otta sem er svo yndislegt barn. Ef öll börn væru svona þægileg og glaðlynd þá væri veröldin fallegri og lífið yndislegra, en því miður eru miljónir barna víða um heim að svelta heilu hungri og þjást af einhverjum ánauðum sem ekki eiga að eiga sér stað. á næstu dögum mun ég setja hér inn frekari færslur varðandi það sem er búið að vera að gerast hjá mér, en ætla að láta þetta duga í dag, meðfylgjandi verður hér mynd af erfðaprinsinum sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.

kveðja frá stoltum afa, Jón svavarsson 


Benedikt Hjartarson leggur í Ermasundið !

wES 100707_JSM1900  wES 100707_JSM1906  wES 100707_JSM1916  wES 100707_JSM1949  wES 100707_JSM1979   wES 100707_JSM1977  wES 100707_JSM1993  wES 100707_JSM1997  wES 100707_JSM2003  wES 100707_JSM2005  wES 100707_JSM2007 

Það var logn og stilla á sjónum í höfninni í Dover er sundmaðurinn Benedikt Hjartarson lagði af stað í morgun. Sólinn var á upp leið og útlitið gott fyrir sund. Á leið okkar að bátnum sem fylgt hefur þessum tveimur íslensku ofurhugum, hittum við fyrir Michael Oram og Allison Streeter sem er drottning Ermasundsins og synt hefur 43 sinnum yfir, sögðu þau að útlitið væri þokkalegt en það væri enn svolítil alda úti fyrir, því það hefði ýft soldið upp í gær og í nótt, en það ætti að lægja. Viðhorfið hjá sundmönnunum var frábært góður andi og frísklegt viðmót. Það var að heyra að nævera Ingþórs Bjarnasonar pólfara styrkti þennan sundmann því líklega er sundið jafnvel meiri áskorun en fjallaklifur og pólferðir, því það er engin miskun, það er ekkert svigrúm til hvíldar og er þetta stöðugt sund þar til því líkur, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Nú þegar þetta er skrifað þá er Benedikt búin að vera á sundi í um þrjá tíma og hef ég ekkert frétt frekar að sinni.

Jón Svavarsson Dover, Englandi 


ERMASUND Benedikts Lafleur!

  wEs 080707_JSM1138  wEs 080707_JSM1125  wEs 080707_JSM1170  rEs 080707_JSM1188rEs 080707_JSM1324  rEs 080707_JSM1620  rEs 080707_JSM1569Es 080707 _JSM1767

Benedikt Lafleur lagði í Ermasundið fá Shakespearströndinni við Dover um klukkan 04:48. Kyrðin þennan morgun var gífurleg aðeins heyrðist í nokkrum mávum gagga og skvaldrið í gárunni sem var að kyssa síðuna á bátunum. Sólin var að byrja að ganga upp og útlit var fyrir sólríkan dag og gott veður, samt var smá alda og var báturinn að velta soldið í öldunni. Framan af morgni var góður gangur í sundinu og allt virtist vera á réttri leið. Umferð skipa á sundinu var talsvert mikil og voru þar engin smá skip á ferð. Mest voru þetta fragtskip, með gáma, bílaflutningaskip, tankskip og ferjur. Ekki kom þó til neinna vandræða með þá umferð, en við fengum að finna fyrir bógöldu skipana sem ruggaði okkur vel.

Klukkan er orðin hádegi og sundið gengur vel, komin um 6 sjómílur (Nm) af um 18,2 Nm, sem er bein leið yfir sundið. Veðrið var gott sólskin andvari eða gola eða um 4 hnútar (kts) af vestsuðvestri, allir hressir að mestu en Árni Snœr varð smá sjóveikur um morgunin en jafnaði sig fljótt. Jón Karl kvikmyndagerðarmaður tók myndir á hverja spóluna af annari og Hermína blandaði drykki fyrir sundmannin, ýmist orkuhristing eða heitt te auk þess sem hann fékk sér orkubita við og við.

Framan af degi gengur sundið nokkuð vel og frá sjónarhóli okkar leikmanna og áhorfenda er kraftur í sundinu, en síðar kemur í ljós að frekar hefur hægt á okkar manni er leið á daginn og hefði líklega verið hægt að grípa þar inní fyrr, ef við fylgdarfólkið heðum haft nánari vitneskju um það í tíma.

Klukkan 19:00 lœtur Eddy (skipstjórinn og leiðsögumaðurinn) okkur vita að sundið gangi í öfuga átt vegna strauma og það þurfi að hvetja hann áfram svo hann komist hraðar. Hófumst við þá handa við að hvetja hann með köllum og hrópum sem sýndi strax árangur og honum miðaði aftur áfram til Frakklands en ekki aftur til englands. Straumar voru miklir og var von á að liggjandinn yrði um kl 22, vonir voru um það, að ná þá endasprettinum. Það var farið að dimma um tíuleitið var þá enn talsvert eftir í land, en áfram hélt Jón Karl og Hermína að kvetja hann og uppskáru raddleysi um morgunin í staðinn. En svo virðist sem hann hafi fest sig í því sem heimamenn kalla "grafreit draumana" en þar hafa margir sundmenn endað sund sitt í þessu þrekvirki að synda yfir Ermasundið. Því klukkan 02:00 ákveður Eddy að hér sé komið nóg, því sundið gangi aftur á bak og enn séu 3 sjómílur í land, straumar séu mjög óhagstœðir og vindur og alda að aukast. Er þá tekið til hendinni með að hafa til handklæði og hlý teppi og undirbúa að taka sundmannin um borð sem var gert klukkan 02:12 sundinu lokið og haldið heim til Dover. Vindur var þá búin að aukast og aldan aðeins hærri. Í vestri var að sjá miklan Gúmulus Nimbus að sperra sig og með honum voru eldglæringar og þrumur, við vorum komnir til hafnar kl 05:06.

Afrek Benedikts má ekki gera lítið úr því það er ekki hverjum sem er mögulegt að synda í sjónum í tuttugu og eina og hálfa klukkustund og það skal tekið fram að heimamenn hér í Dover, bera mikla virðingu fyrir sundmönnum sem komast þetta langt þó þeir uppfylli ekki þau skilyrði að ná á strönd Frakklands, sem er takmarkið svo sundið sé gilt, því þeir sem lenda í þessum aðtæðum eru að synda í raun miklu meira en flestir þeirra sem þó ná alla leið að strönd. Ætla má að Benedikt hafi synt að minnsta kosti tuggu og tvær sjómílur miðað við að hafa að meðaltali synt eina sjómílu á klukkustund. Er við komum að landi fréttum við, að fjórir sundmenn sem hófu sund sitt á svipuðum tíma hefðu ekki náð yfir, en hópur sem fór yfir í boðsundi hefði tekist að klára sundið sitt. Síðar fréttum við að Ástrali sem fór í sundið á samatíma hefði náð á 16:24 sem er mjög góður tími, en hann lenti líka í "grafreit draumana" en náði að komast þar í gegn á 4 tímum. Ástrali þessi er 46 ára gamall og hóf að læra sund fyrir 18 mánuðum, fannst honum sjórinn hér frekar kaldur en á hans heimaslóðum, Sidney, er hitastig sjávar um 19°C á veturna, en 21°C á sumrin. Honum þótti mikið til er ég sagði honum að hitastig sjávar á Íslandi væri rétt um og yfir frostmarki á veturna og næði kanski um 9°C á sumrin, þá fór hrollur um minn mann. Ekki ber mönnum saman um hvaða hitastig er í sjónum á Ermasundi í dag, því mér var tjáð að það væri 7°C en annar sagði mér að samkvæmt dufli sem er úti á sundinu með hitamælingu segði að hitin væri um 16,2°C,  sem er rétti hitin, þá er Benedikt vanur meiri kulda en það. Nú í fyrramálið þann 10. júlí ætlar þriðji Íslandingurinn að reyna við Ermasundið, Benedikt Hjartarson en hann átti fimmtugs afmæli í dag


Er ekki tilveran yndisleg???

wKóp 050407_JSM5011  null  Rvk 060306_JSM3660 

Já annað hvort er það í ökla eða eyra hvernig veðrið er. Á Íslandi er brakandi sól og þurkur en í norður evrópu rigning og rok uppá íslensku. Í þessari annari ferð minni til Svíþjóðar og Danmerkur á síðast liðnum fjórum árum þá hef ég ekki fengið annað veður en ég á að venjast á Íslandi, rok, rigning, snjókoma (samt ekki í þessari ferð) skafrenning eins og hann gerist best á Íslandi. Þetta er eitthvað að snúast við með veðurkerfin, líklega eins og alltaf hefur verið sagt að það er best að búa á Íslandi og gott að búa í Kópavogi. Annars er ég á ferð um Svíþjóð og Danmörku og fer svo til Englands og alla leið til Dover þar sem ég ætla að fylgjast með Ermasunds afrekum, en þeir eru tveir Benediktarnir sem ætla að reyna sig þar, þeir Benedikt Lafleur og Hjartarson. En samkvæmt síðustu fregnum þá er búið ad vera slæmt veður á þeim slóðum til sundsins, svo einhverjar tafir eru nú þegar, en ef tilfinning mín gengur eftir þá verður þessu væntanlega lokið um 12. júlí  því veðrið verður ekki alltaf svona vindasamt. Vindurinn veldur því að aldan er of mikil og ekki fært til sundsins. Fyrir þá sem vilja fylgjast með nánar, þá er reynt ad setja inn nýjar fréttir og væntanlega myndir á vefin www.ermasund.is og einnig verða myndir á vefnum www.123.is/MOTIVMEDIA  og svo væntanlega hér á þessu blogi, eftir því sem tækifæri gefst að skrifa inn. Þeir sem vilja fylgjast með veðrinu á Bretlandseyjum geta farið inn á vefslóðina www.bbc.com/weather og séð hvernig veðrið er á þessum slóðum og með því að smella á south east england þá er nánar um svæðið við Ermasundið.

Bestu kveðjur Jón


Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband