Líklega tenór tenórana!

Glæsilegir tónleikar, magnþrungin söngur. Það er kanski ekki öllum kunnugt, en þessi mikli listamaður er blindur, það vissi ég ekki fyrr en í þessari viku. Það þarf gífurlega mikla vinnu og ofurglögt tóneyra til að læra alla þá tónlist sem hann flytur, eins sagt er á tónlistarmáli, nótu laust. Það var fullur salur og það sem kom mér á óvart hve fólk var virkilega mikið á flandri inn og út úr salnum á miðjum tónleikum, ég hugsa að erlendis þá væri bara læstar dyr nema ef um neyð væri að ræða. Það skal þó sagt hér, að þeir sem ekki komust á þessa tónleika, fóru mikils á mis, því sennilega eru ekki til eins miklir listamenn og sá er hér kom fram, með allt í kollinum, tóna og texta (og það allt á Ítölsku). Meira að segja Kristján Jóhannsson þarf að hafa Heims um ból.. á blaði fyrir framan sig, hvað þá annað. Njótið myndana, kær kveðja Jón.

wAB 311007_JSM7365wAB 311007_JSM7388wAB 311007_JSM7403wAB 311007_JSM7434wAB 311007_JSM7445wAB 311007_JSM7451wAB 311007_JSM7456


mbl.is Bocelli í Egilshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Stefánsson

Flottar myndir Nonni. 

Já hann er barasta snillingur þessi maður.  Maður getur aldrei hætt að hlusta á hann. 

Valur Stefánsson, 1.11.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir myndirnar elsku Nonni, þær eru flottar að vanda.  Þessi maður syngur yndislega, ég hef reyndar alltaf vitað að hann væri blindur, ég hefði alveg viljað vera þarna. Læt samt CD duga.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 01:48

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er frábær tónlistarmaður. Hefði verið til í að vera þarna.

Aftur á móti er það dónaskapur okkar eða vankunnátta eða tillitsleysi að vera darka um svæðið meðan verið er að flytja listina.Ég hef oft farið á svona skemmtanir og uppákomur og það er nánast regla að einhver skal skemma feelinguna og einbeitinguna fyrir manni með óþarfa truflun.

Ég samgleðst þér að hafa getað farið. 

Rúna Guðfinnsdóttir, 2.11.2007 kl. 09:12

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Dóttir mín var á þessum tónleikum og sagði það hafa verið meiriháttar upplifelsi. Hún tók upp lokalagið á símann sinn Time to say goodbye lalala
 sem hann söng með Celine Dion á sínum tíma og leyfði mér að heyra.
 Kannski heitir lagið eitthvað annað. Frábært,, maður fær svona þið vitið netta gæsahúð.
Svo er það lagið The Prayer sem þau syngja saman á jóladisknum hennar sem kom út um árið. Líka stórkostlegur dúett

Kolbrún Baldursdóttir, 2.11.2007 kl. 09:46

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Vildi óska að ég hefði komist.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.11.2007 kl. 15:08

6 identicon

Frábærar myndir.  Mikill snillingur þessi fallegi tónlistarmaður.

Fjóla Þorsteins (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 11:39

7 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Já hann er frábær..

Guðríður Pétursdóttir, 4.11.2007 kl. 21:19

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þetta hefur verið alveg meiriháttar

En ótrúlegt eins og þú segir að fólk hafi verið á flakki inn og út úr salnum, mér finnst fólk í dag vera oft svo stjórnlaust á þessum sviðum, varðandi virðingu og annað

Kveðja,

Inga Lára 

Inga Lára Helgadóttir, 6.11.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband