Hvað er stéttarfélag og til hvers eru þau?

Það hefur verið skoðun mín að, stéttarfélög sem í eina tíð voru barráttuöfl fyrir bættum launum og kjörum verkafólks, eru löngu hætt að hugsa um slíkt. Þorri krafta og fjármagns félagana, sem fjármögnuð eru með félagsgjöldum sem verkafólkið greiðir, fer í rekstur umfangsmikilla skrifstofa og sumarbústaða. Enda kalla ég þau sumarbústaðafélögin, enda tek ég undir orð Sigursteins með von um að stjórnvöld taki þarna í spottan. Fólk almennt er alltof sofandi á verðinum varðandi kjör sín og réttindi, enda er farið með verkafólk eins og þræla sumstaðar. Að vera verkamaður/launþegi, þá ég við alla hvort sem um er að ræða þá sem þrífa gólfin eða framkvæma flóknar hjartaaðgerðir, því öll höfum við lágmarks réttindi sem ekki eru alltaf virt og gerður er munur á milli fólks. Öll erum við mikilvæg í lífskeðjunni, ef engin þrifi skurðstofuna þá væri hún brátt ansi sóðaleg og við getum haldið áfram, en ég tek aðeins eitt lítið dæmi sem þó er mjög merkilegt og mikilvægt. Aðeins eitt félag hefur opinberlega gengist við því að vera komið í þennan farveg og berst fyrir lífsgæðum, sem vísar til þess að reksturinn er orðin ansi viða meiri en kjarabarátta ein og sér.

Verkafólk þarf að standa saman í baráttu um betri kjör, góð kjör eru ekki bara fyrir útvalda, jafnaðarmennskan er mikilvæg og dregur úr spennu. Ég hef lengi sagt að tilkoma KREDITKORTA hefur verið hin mesti skaðvaldur, því launafólk er orðið svo skuldbundið að öll eðlileg launabarátta er nær úr sögunni og allir segja, við getum ekki farið í verkfall því þá verður KREDITKORTINU lokað og málið er að alltof margir eru að vinna fyrir kortafyrirtækin, enda blómstra þau með miljarða hagnaði ásamt bönkunum, sem sífelt finna til ný og ný seðilgjöld og hvað þeir geta kallað það allt saman.

Læt hér fylgja með nokkrar myndir frá náskeiði í samningatækni, þar sem forsvarsmenn stéttarfélaga og vinnuveitenda voru samankomnir og hefðu kanski getað leyst úr málunum á einum vetvangi?

wSV 011007_JSM0835wSV 011007_JSM0852wSV 011007_JSM0879wSV 011007_JSM0912wSV 011007_JSM0929wSV 011007_JSM0976


mbl.is Áfallasjóður áfall fyrir ÖBÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Stéttarfélögunum er ekki eingöngu um að kenna. Fólk er hætt að skilja gildi þeirra eftir að „hver semji fyrir sig“ reglan varð algild á vinnumarkaði. Launaleyndin hefur líka rofið samstöðu launþega. Stéttarfélög eru lítils megnug þegar hinn almenni félagssmaður þar nennir ekki að mæta á fundi og tekur ekki þátt í störfum þess.

Steingerður Steinarsdóttir, 31.10.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mikið til í þessu hjá þér.  Stéttafélag eru líklegast mismundandi varðandi það að verja rétt neytenda sinna. Það sem er verst er að þetta er orðið svo stórt batterí og ópersónulegt.  Það er ekki beint einhver til að hlusta og hvetja mann þegar eitthvað gengur á.  Klíkuskapur og tengsl við vinnuveitendur skyggja líka á að fólk þori að leita sér aðstoðar. Hins vegar eru stéttafélög ansi öflug í að bæta kjör með litlum styrkjum.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.10.2007 kl. 13:19

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er góð grein hjá þér og segir mikinn sannleika.  T.d. með sumarbústaði að þá er það þannig að ég fæ greitt úr lífeyrissj. sem á bústað. Mig langaði í vor að fá hús á leigu ef það væri laust, skil að ég sé ekki í forgangi sem öryrki, en það eru komnar nýjar reglur sem segja að öryrkjar fá ekki að leigja sér nema borga X háa upphæð í félagsgjöld og það er það há upphæð að ég get ekki bætt henni við mín útgjöld, sem sagt enginn bústaður fyrir mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 15:21

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Góð grein og tek ég undir með þér. Launþegar eru ekki nógu vakandi  yfir launum sínum og það virðist vanta þann kraft og samstöðu sem áður einkenndi verkafókið. Fólk vill ekki verkföll, hefur ekki efni á þeim. Það er búið að stofna sér í skuldir með tilkomu Kreditkorta. Kaupa og borga seinna er mottóið staðin fyrir að safna fyrir hlutum og kaupa þá svo. Fjölmiðlar mata okkur á auglýsingum og gylliboðum dag hvern. Og engan dag má missa úr svo hægt sé að standa við skuldbindingarnar.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.10.2007 kl. 21:53

5 Smámynd: Jón Svavarsson

Takk fyrir þetta ungu stúlkur, já það er margt í þessu og sér sjaldnast fyrir endan á því. En fylgist með það kemur smá um Andrea Bocelli, en ég var sendur til að mynda hann fyrir Morgunblaðið á baksíðuna, kær kveðja

Jón Svavarsson, 31.10.2007 kl. 23:45

6 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Sammála þér -og fleira hefur grafið undan verkalýðshreyfingunni svosem hlutafélagavæðing ýmissa ríkisfyrirtækja til þess að draga úr og gera að engu fyrri samninga; innræting ýmis konar sem gerir launamenn vanmáttuga, telur þeim trú um að nauðsynlegt sé að fylgja leiðtogum og það sem þeir hafa áður gert sameiginlega og fyrir eigin styrk er nú ekki hægt að gera nema hafa fyrirtæki með sem hækju og svona gæti ég haldið lengi áfram...

María Kristjánsdóttir, 6.11.2007 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 77911

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband