Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Enn eitt PANIK!

                                                       Miklubraut
 

Það er með ólíkindum hvað hægt er að telja fólki trú um. Ef þetta er svona einfalt og góður kostur, því var ekki Hringbrautin sett í stokk í gegnum Vatnsmýrina? Því eru ekki byggð alvöru mislæg gatnamót? Í stað mislægra umferðaljósa, sem skipulagsfólk heldur ekki vatni yfir? Því, því, því, ég bara spyr? Hvenær verður farið að horfa til framtíðar og hætt að hirða aurin og kasta krónunni? Nú þegar allir tala um svifryk, mengun og margt fleira, þá á að horfa á heildar myndina. Samgöngumiðstöð við Hlíðarfót, í stað Háskóla, með tengingu inn á braut í stokk austur um Fossvogsdalinn og miðbæinn í hina áttina. Þar sem byggð yrði almennileg flugstöð ásamt afgreiðslu langferðabíla (Umferðamiðstöð) það væri besta ráðið. Reykjavíkurflugvöllur er ekki aðyfirgefa Vatnsmýrina frekar en Arnarnesið sé að yfirgefa Garðabæ eða Þingholtin að flytja í Árbæinn. Förum nú að horfa á tilveruna eins og fullorðið fólk og og sætta okkur við að við erum ýmist grönn eða feit, við erum ýmist gáfuð eða heimsk, rík eða fátæk. Myndin er frá Árna vini mínum Sæberg ljósmyndara morgunblaðsins.


mbl.is Miklabrautin í stokk á þessu kjörtímabili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir vinna fyrir kaupinu sínu þessir !

wRK 280207_JSM6714       w112D 110207_JSM8784    wLR 230207_JSM3106

Ekki ætla ég að mæla því neina bót að brjóta löginn, en hraði er afstæður. Allstaðar í Evrópu er leyfður meiri hraði á brautum sem Reykjanesbrautinni og jafnvel engin hraðamörk eins og á hraðbrautum þýskalands, svo ég leyfi mér að fullyrða að helsti slysavaldurinn í umferðinni er ekki hraðinn, heldur miklu fremur hálfsofandi ökumenn eða þeir eru að gera eitthvað allt annað en að aka bíl í raun. Ég leyfi mér að fullyrða að ökumenn sem aka á hraða sem þessum eru örugglega vel vakandi við stýrið, en þeir sjá ekki Lögregluna í felum með radarinn og allar videómyndatökuvélarnar og öll þau tæki sem verið er að hrúga í lögreglubílana til taka upp allt sem fyrir augu ber. Kanski er þetta að verða nausynlegt, kanski fer þetta að verða staðalbúnaður í alla bíla til að við getum staðfest hvert við fórum og hvernig, tala ekki um hvaða leið. Já menn setja flatskjái í hnakkapúðana á leðurklæddum sætum, þar sem skorið er úr leðrinu til að koma þeim fyrir, menn setja flatskjái í loftin á bílunum til að skemmta farþegum sem leiðast langkeyrslur, hvað máttu börnin og aðrir farþegar í langferðabílum þola hér áður fyrr á margra klukkutíma ferðum á milli staða. Þá komust bílarnir ekki nema á mest 60 KM hraða jafnvel.

En á meðan lögreglan er upptekin í góni á öll rafeindatækin í mælaborðinu, þá sjá þeir ekki þá sem aka ljóslausir eða hálf ljóslausir. Þeir sjá ekki þá sem eru að aka með aðra hönd á stýri ( á 90) og síman í hinni (meir að segja á 15miljón króna bílum), þeir sjá ekki þá sem eru hálfsofandi í akstrinum og nærri búnir að keyra útaf eða á næsta bíl, þeir sjá ekki óskoðuðu bílana sem eru jafnvel hættulegir í umferðinni og ótryggðir.

Nei hér er nóg komið, við þurfum jú öflugri löggæslu en áherslurnar eru mjög einkennilegar, á sama tíma eru fjölmörg óleyst mál, árásir og ofbeldisverk daga uppi og eiturlyfja innflutningur eykst. Kanski engin furða aðal glæpamennirnir eru í umferðinni því á síðasta ári létust 30 manns í umferðinni, en hvað létust margir vegna ofneyslu eiturlyfja eða af afleiðingu þeirra eins og sjálfsvígum og þess háttar? Hvort er hættulegra? Hverjir eru manndráparar í þeim tilvikum? Eru þeir teknir fyrir ofhraðan akstur eða fyrir manndráp af ásetningi? NEI því miður, á Spáni á tímum Francos, þá tók hann menn af lífi sem voru að selja eiturlyf, því þeir voru af ásetningi að gera aðför að mannslífum og drápu fólk óbeint. Ég vil samt hrósa LÖGGÆSLUMÖNNUM landsins fyrir góð og fórnfús störf, en oft vantar meiri árverkni til að sjá ýmis atrið sem ég hef talið hér upp.  Svo ég spyr, hvort er mikilvægara að moka fé í rafeindatæki í lögreglubíla þannig að þeir sjá vart út fyrir tækjum, eða eyða meiri fjármunum til að koma í veg fyrir dreyfingu eiturlyfja? Svari nú hver fyrir sig og hugsi málið vel!


mbl.is Mældist á 175 kílómetra hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ þetta er búið að vera notalegt, svona kalt og þurrt.

wRK 280207_JSM6456wRK 280207_JSM6450wRK 280207_JSM6569wRK 280207_JSM6624 

 

Ekki síti ég það þó svo að það hafi verið kalt og þurrt, því lárétta rigningin er ekkert skemmtileg. Vonandi verður bara meira a svona veðri áfram og vafalaust fer að hlýna brátt. ég segi bara gleðilegt VOR.

 


mbl.is Sólskinsstundir í Reykjavík ekki jafn margar í febrúar síðan 1947
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumt fólk lætur ekki segjast því miður!

                      wNT 050207_JSM7033 

Það mun eiga eftir að fylgja mannkyninu enn um hríð að þurfa að vera að svindla og pretta. Sumir halda að allir hinir séu svo ríkir að þeim muni ekkert um smá útgjöld. Vafalaust hafa margir af ykkur lesendum, fengið send svona tilboð þar sem ekkja nokkur í Kongó hefir erft mann sinn sem kom undan nokkrum miljónum dollara í Svissneskan banka og ef þú ...... þá færð þú umtalsverðar fjárhæðir í eigin vasa. Bara ef þetta væri satt, þá væri ég búin að ná mér í smá skiptimynt, til að eiga í vasanum og nota það til að kaupa mér til dæmis nýjan bíl, þó ekki væri annað.


mbl.is Lögreglan ítrekar aðvaranir sínar vegna gylliboða á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað verður þá um OLÍUNA ???

RK 120706_MG_2999                ?              RK 120706_MG_2990

Ég man ekki betur en að ákvöðun hafi verið tekin á sínum tíma, að flytja ala olíutankana, úr Skerjafirði, úr Laugarnesi og víðar, til að hafa þá í góðri fjarlægð frá byggð, eða það er að segja mannabústöðum. á þá að flytja tankana aftur, tildæmis í Hvalfjörð eða eitthvað ámóta fáránlegt? Ég bara spyr?


mbl.is Áform um 6.000 íbúa byggð á landfyllingu vestan við Ánanaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg dæmigert !!!

Það er það sem við getum treyst á, ef fregnir um hækkun á olíu á heimsmarkaði er í fréttum, þá hækka olíufélögin verð á eldsneyti. En ef fréttir koma af lækkun á olíu á heimsmarkaði, þá eru til svo mikið af birgðum á gamla háa verðinu, að þá er ekki hægt að lækka strax verðið fyrr en gengið e á birgðirnar. Hverju á að trúa, er þetta ekki alsherjar samráð sí og Æ.
mbl.is Bensínverð hækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 77926

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband