Hvar er þá stöðuvarslan?

w112D 110207_JSM8784 

Þetta er dæmigert fyrir allt skipulag í borginni, það þarf að þrengja svo að öllu að engin kemst lönd né strönd. En hvar er stöðuvarslan? Í eina tíð þá sá Lögreglan um alla stöðuvörslu, en nú virðist sem þeim komi það ekki lengur við. Ég hef fengið þau svör ef ég hef hringt í lögreglu vegna stöðu bifreiðar, sem lagt var upp á gangstétt að þeim komi málið bara ekki við því þetta sé á íbúðalóð! Halló gilda ekki lögin alsstaðar? Ef ég ætti segjum alla kjósina, mæti ég þá keyra þar á ölöglegum hraða og haga mér að vild? Það er eins og það þurfi að byggja á hverjum einasta fermeter sem finnst og svo eru allar byggingar orðið svo þétt að sumstaðr er hægt að teigja sig út um glugga yfir í næsta hús. Menn vilja flytja flugvelli, til að fá byggingaland, hverjir muna eftir því að á sjöunda áratugnum þá átti að vera útivistarsvæði og skógrækt í Fossvoginum, en þar er ein af þéttari byggðum borgarinnar. Hesthúsin við Sprengisand þurftu mörg hver að víkja og fluttust í Víðidal, hesthúsin hjá Gusti í Kópavogi eru á leið í burtu, vegna þess að menn vilja byggja þar. Hvenær fara svo menn í að flytja Tjörnina og Elliðavatn, til dæmis í Bláfjöll því það væri svo verðmætt land, að það yrði bara að byggja þar líka. Hvar endar þetta sífelda klúður?
mbl.is Slökkviliðið segir aðgengi í miðborginni vera ábótavant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já mikið til í þessu hjá þér. Menn vilja hafa pláss fyrir hallirnar.

G.Helga Ingadóttir, 12.4.2007 kl. 13:58

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það er margt sem ég ekki skil og eitt af því er húsnæðisuppbygging landans. Það er ekki fólksfjölgun í landinu. Hverjir búa í öllum þessum íbúðum sem er verið að byggja út um allar trissur? Og einmitt eins og G. Helga segir: Höllum. Þetta verður allt sífellt stærra, flottar og dýrara. Ekki eru það Pólverjarnir sem kaupa, er það?

Jóna Á. Gísladóttir, 12.4.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband