Hvort telst Ísland til Ameríku eða Evrópu???

wVH 230207_JSM2901       wRK 280207_JSM6624

Aðeins eru tuttugu og sex ár frá því að tvö núll voru tekin aftan af krónunni og notfærðu sér margir kaupmenn og bakara lagið að lauma inn verðhækkunum. Eitt besta dæmið um það er að í einu góðu bakaríi hér í borg voru og eru seld svokölluð “marsipanstykki”, í desember 1980 kostuðu þau 80,- krónur, en í janúar 1981, eftir myntbreytingu, kostaði sama stykkið 8,- krónur í stað 0,80 krónur eða 80 aura. Á þennan hátt notuðu margir tækifærið og þeir sem eru sleipir í stærðfræði sjá strax að þarna er á ferðinni tíu sinnum hækkun eða 1000 prósent. Það er allgóð hækkun sem að ég tel að hafi raskað hagkerfi landsins meira en menn hafa viljað láta uppi, líklega af skömm. Frændur okkar Írar skiptu yfir í Evru fyrir fáeinum árum og síðan hefur ekkert verið farið í verslunarferðir til Írlands. Því verðlag hækkaði meir við myntbreytinguna en menn bjuggust við þar á bæ. Frakkar, Þjóðverjar og flest þau Evrópuríki sem hafa tekið upp Evru hafa skildað verslanir til að hafa vermiða á vörum bæði í gömlu og nýju myntinni, en þó hafa kaupmenn í Evrópu náð að læða inn hækkunum með, líklega vegna aukins kostnaðar við verðmerkingu og slíkt. Þess vegna óttast ég að ef Íslendingar taki upp Evru, að þá muni verða óæskilegar verðhækkanir þó þær verði kanski ekki 1000 prósent, já ég sagði þúsund prósent, að þá verða örugglega einhverjir sem nota tækifærið. Sjáið bara afsláttar tilboðin sem hafa verið í umræðunni að undaförnu verðmiði með hærra verði settur á vöru og strikað yfir það svo varan er enn á sama verði þrátt fyrir allt. Gylliboð bankanna um lægri útlánsvexti eru falleg og lofandi, en afhverju þarf að skipta um mynt til að lækka útlánsvexti og afnema verðtrygginguna. Ég ættla að leyfa mér að krefjast þess að ef það verður farið í að skipta yfir í Evrur, að þá verði bankarnir látnir standa við þessi loforð og að stórgróði bankanna verði nýttur til hagsbóta fyrir viðskiptavini þeirra. En svo spurningin sem ég mál mitt með, tilheyrir Ísland; Ameríku eða Evrópu því vestari hluti landsins ásamt höfuðborginni er á Ameríkuflekanum og því er þetta mikið vafamál.
mbl.is Hagstjórnarvandi næstu ríkisstjórnar verður ærinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur verið sýnt fram á með ítarlegum könnunum að verðhækkanir vegna þess að fyrirtæki nýttu sér upptöku evrunnar til að hækkana orsökuðu aðeins á milli 0.1% og 0.3% af þeirri 2.3% verðbólgu sem var á evrusvæðinu árið 2002 þegar myntin fór í umferð. Hins vegar sýna sömu kannanir að ríflega 80% íbúa á evrusvæðinu töldu að verð hafi hækkað mikið. Ástæðan er sú að verð á ýmiskonar smávöru sem er keypt oft, eins og kaffibolla, bensín, sælgæti hækkaði mikið en verð á stærri vörum sem keyptar eru sjaldan, eins og þvottavélum, myndavélum, bílum lækkaði.

Með kveðju,

Aðalsteinn

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 13:34

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Ég tek undir með Jóni, að ekki er allt sem sýnist í þessum efnum og gott dæmi er mint-breytingin fræga, þegar að núllin tvö voru tekin aftan.

Ég segi fyrir mig að ég er ekki tilbúin að skrifa undir yfirþjóðlegt vald, þar sem að sjálfstæðis barátta Íslendinga er afar dýrmæt fyrir þjóðina. Og svo er það stóra spurningin, tilheyrum við Evrópu eða Ameríku?

Við erum svo fámenn að ef að við gefum eftir okkar auðlindir, því ekki er bæði sleppt og haldið, þá verður ekki mikið eftir til að berjast fyrir, hvað þjóðina varðar.

Við eigum þvílíka auðlind í landinu okkar, að við eigum að gæta þess vel hvernig við stígum til jarðar í samningamálum við Evrópusambandið og ekki vil ég vera leppríki innan þess.

G.Helga Ingadóttir, 11.4.2007 kl. 19:47

3 Smámynd: K Zeta

Auðvitað erum við frekar Ameríkanar heldur en Evrópubúar.  Það eru engir Bjartir í Sumarhúsum í Evrópu.  Það er einfaldlega ekki hugsunarháttur meginlands Evrópu að einhver skari framúr ríkjandi yfirstétt.  Norður Evrópa er ein stór meðalmennsku heimsálfa og hagkerfi Efnahagsbandalagsins í afurspegli Ameríku og væntanlega Asíu.  Það að skara framúr í Evrópu kallar oft á öfund og illt umtal.  Ekki laust við að svoleiðis hugsunarháttur sé viðloðandi hérna á Íslandi frá fyrrum yfirstétt, athafnamenn kallaðir götustrákar og hundeltir af lögreglu.  Almenningur hinsvegar ber virðingu fyrir þessum götustrákum og við Íslendingar tökum ofan fyrir fólki sem lætur hlutina gerast og keyrir atvinnulífið áfram líkt og gert er í Ameríku.  Íslendingar sitja áfram eftir klukkan fjögur ef þess er þörf líkt og í Ameríku. 

K Zeta, 15.4.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband