Þessu ætlar ekki að linna!

Fréttamynd 415961

Frá slysstað á Vesturlandsvegi í kvöld. Vegurinn var lokaður í um 2 klukkutíma eftir að slysið varð.
mbl.is/Júlíus

Innlent | mbl.is | 10.12.2006 | 20:59

Einn maður lést í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi

Einn maður lést í hörðum árekstri tvegga bíla, sem varð á Vesturlandsvegi rétt norðan við gatnamót Þingvallavegar um klukkan 17:30 í dag. Annar maður slasaðist í árekstrinum. Að sögn lögreglu er óljóst með meiðsli hans en maðurinn er ekki talinn í lífshættu. Vesturlandsvegi var lokað í báðar áttir á meðan rannsókn slyssins stóð yfir en lokunum var aflétt kl. 19:37.

Bílarnir tveir, sem ekið var í gagnstæðar áttir, skullu saman með þeim afleiðingum að ökumenn beggja bifreiða festust í bílunum. Sjúkrabílar, tækjabíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og lögregla fóru tafarlaust á vettvang. Báðir ökumenn voru fluttir með sjúkrabílum á Slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss. Ökumaður annars bílsins var úrskurðaður látinn er komið var á slysadeild en hinn er ekki talinn í lífshættu, að sögn lögreglunnar í Reykjavík.

Austan rok og mikil slydda var á þessu svæði í kvöld og skyggni slæmt. Vesturlandsvegi var lokað í báðar áttir á meðan rannsókn slyssins stóð yfir. Lögreglan segir, að vegna aðstæðna á vettvanginum hafi ekki verið hægt að liðka til með umferð fyrr en að frumrannsókn lokinni.

Að sögn lögreglu var töluvert um að fólk hringdi til þess að mótmæla lokuninni á veginum. Segir lögreglan að margir þeirra sem hringdu hafi sýnt aðstæðum litla virðingu og skilning. Lögreglan tekur fram, að klukkan 17:44 hafi upplýsingum verið komið til Ríkisútvarpsins og Bylgjunnar um umferðarslysið og lokunina á Vesturlandsveginum og jafnframt óskað eftir því að ökumenn sýndu þolinmæði vegna biðarinnar.

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir vitnum að slysinu. Tæknideild lögreglu Reykjavíkur rannsakaði slysið og rannsóknarnefnd umferðarslysa sendi einnig mann á vettvang til rannsóknar.

Nú hafa 29 manns látið lífið í 26 banaslysum í umferðinni á þessu ári. Á síðasta ári létust nítján í umferðarslysum.

Þessu ætlar ekki að linna!

Enn eitt banaslysið sem líkllega er af völdum þess að vegirnir okkar eru of þröngir, ég spurði einu sinni háttsettan mann hjá Vegagerðinni afhverju vegirnir væru ekki byggðir breiðari sérstaklega þegar farið er í framkvæmdir með að byggja nýja vegi þar sem fyrir voru aðeins malarruðningar, hverju það munaði að hafa vegina meter breiðari á hvorn veginn. þá sagði hann að það væri svo mikið dýrara og yki svo á allar magntölur í útboðum. En hafði mönnum þá aldrei hugkvæmst að vegirnir yrðu þá bara mörgum sinnum dýarari í MANNSLÍFUM, eins og þau væru einskis virði. Einu sinni gerðist það að ráðherra misti son sinn í alvarlegu umferða slysi á suðurlandsvegi og var í beinu framhaldi af því ákveðið að laga veginn á þeirri leið. Einu sinni varð einn ráðherran fatlaður og þurfti þá að dvelja á Grensásdeild sem er endurhæfingardeild þá borgarspítalans en nú Landsspítalans, hann upplifði það að sundlaugin sem fyrirhuguð var að byggja var ekki risin svo hann gat þá ekki notið hennar, en í beinu framhaldi var lagt til fé til að byggja sundlaugina og er hún hin myndarlegasta og hefur hjálpað gífurlega mörgum og örugglega gert gæfu munin fyrir flesta þeirra. Hver skildi þurfa að vera fyrir ástvina missi í ríkisstjórn landsins til að skilningur á því að íslenkst vegakerfi er ekki fyrir akstur BIFREIÐA heldur hestvagna eins og ég hef áður nefnt. Hvað þarf það að kosta í mannslífum til að laggning vega eins og hjá siðmenntuðum þjóðum, komi til með að borga sig, ég bara spyr.

Jón Svavarsson


mbl.is Einn maður lést í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Mikið er ég sammála öllu sem þú skrifar, áfram svona.                      Og þú ert vel ritfær að auki. kv. H.R.E.

Helga R. Einarsdóttir, 10.12.2006 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband