ER ÞETTA LÁN Í ÓLÁNI?

Hvað skildi þetta þýða fyrir framtíðina, hver skildi helst vera sannspár um það? Gæti verið að það væri hægt að reikna það út? Eða eru menn enn að spila RÚSSNESKARÚLLETTU? Þetta eru áleitnar spurningar og miðað við útkomu og afrakstur á unadförnum árum þá er ekki á neinn að treysta! Bankamenn, fjárfestar, þingmenn og ríkisstjórn, er hópur fólks sem ekki hefur sýnt það að hægt sé að treysta þeim, en samt kýs almúgurinn þessa menn sér til forystu og leggur allt traust sitt í hendur þeim. Svo bregðast þeir fólkinu og arðræna, setja allt í gjaldþrot og þykjast svo ekkert vita og svarar út í hött ef þeir svara á annað borð. Öll þessi leynd sem þeir viðhafa um þessi fjármál er eingöngu til að hilma yfir þeirra eigin mistök og svik, ekkert sem fram fer í ríkisstjórn er trúnaðarmál þegar landið liggur undir, það eru lög í landinu sem kveða á um upplýsingaskildu stjórnvalda og ef betur væri að gáð, þá held ég að það kæmi í ljós hvað okkur kemur þetta allt mikið við!

 

wlen_181008_jsm5352.jpgwRK 280207_JSM6527


mbl.is IMF samþykkir lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Nýtt fólk vantar við stýrið. Þegar þú keyrir fullur missir þú prófið. Þannig á það að vera!

Vilborg Traustadóttir, 20.11.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég held að eina ráðið sé að fara fram á kosningar með vorinu. - Þá fyrst fáum við á hreint hvað og hvernig málin standa.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er svo einstaklega reið út í þessa aðila sem þú nefnir og treysti ekki einum einasta.

Solla Guðjóns, 20.11.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Við þurfum kosningar og nýtt fólk á listana, gamla liðinu er ekki treystandi.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.11.2008 kl. 23:13

5 identicon

Sæll Jón.

Ég hef verið duglegur að Blogga um allt þetta svínarí og síðast í kvöld með gjörninginn hans Davíð í sambandi við eftirlaunafrumvarpið fræga.

Jú gamanlaust það verður að hreinsa allt upp og skapa nýtt, Ég sé ekki neitt annað í stöðunni..og kosningar helst seint á næsta ári þegar við erum komin af stað með landið og allan pakkann.

Kærleikskveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband