Níðingsskapur af verstu tegund !!!

Það er eins og bifreiðareigendur séu ekki að greiða nóg af gjöldum, svona sekt mun ekki koma í veg fyrir að ökutæki í lélegu ástandi verði EKKI í umferðinni, því þau ökutæki sem eru illa hirt og illa við haldið aka samt áfram og eru jafn hættuleg, það er ekki nóg að hafa bílin í lagi bara í skoðun, það þarf að fylgja eftir viðhaldi og gera við þegar bilar bila. Svona sekt væri réttlætanleg ef það sannast að ökutæki sem lent hefur í óhappi sem rekja má til ástands ökutækis, að þá verði sektað sérstaklega, það væri meiri hvatning til að halda ökutækjunum í lagi á milli skoðana. Það geta verið ástæður fyrir því að ökutæki séu ekki færð til skoðunar á réttum tímum, til dæmis að eigandin sé erlendis og ökutækið ekki í notkun, verið sé að endurgera ökutækið að einhverjuleiti eða hreinlega í langri viðgerð, og áfram mætti telja. En á meðan eru alskonar druslur sem eru riggaðar upp í skoðun á réttum tímum, akandi um götur bæjarins ljóslausar og jafnvel bremsulausar, með ónýta stýrisenda. NEI þessi sekt er aðeins til að hnekkja á bifreiðareigendum, en eru ekki til að taka á vandanum. Það vantar aukið eftirlit með því að fylgjast með ökutækjum og ástandi þeirra dagsdaglega, og að ökumenn sem ekki hirða um að laga hjá sér ljós og fleira því um líkt séu stöðvaðir og færðir til skoðunar. ein ástæða þess að menn dragi eitthvað að fara með ökutæki í skoðun, er ein af þessum endalausum gjöldum sem greiða þarf við skoðun, BIFREIÐASKATTURINN, sem kallaður er JÓNSSKATTUR en Jón Baldvin Hannibalsson, þá verandi fjármálaráðherra, lagði þennan skatt á bifreiðaeigendur sem tímabundin skatt, til að bjarga einhverju í Ríkisfjármálunum á þeim tíma. Hann hefur enn ekki verið tekin af tæpum þrjátíu árum síðar. það eitt er stundum næg ástæða fyrir því að ökutæki koma ekki á réttum tíma í skoðun, því fólk á bara ekki fyrir þessum skatti og svo níðist Ríkið á borgurunum með auka sekt.

Sektin er réttlát ef ÖKUTÆKIÐ lendir í slysi eða óhappi sem rekja má til ástands þess.

 

whero_070908_jsm8910.jpgwKOP 030708_JSM7533wSlys 040708_JSM7615


mbl.is Alvarleg umferðarslys vegna lélegs ástands ökutækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

ökutækið sjálft gæti líka verið erlendis... Minnir að 300 bílar hafi verið að fara með Norrænu núna síðasta föstudag og flestir ætluðu sér ekki að snúa aftur til íslands.

The Critic, 4.11.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: Einar Steinsson

Hvernig getur þetta verið skattlagning þegar þú þarft ekki að borga ef þú fylgir einfaldlega reglum. Þetta er einfaldlega sekt sem þarf að borga ef menn eru trassar.

Einar Steinsson, 4.11.2008 kl. 13:11

3 Smámynd: Jón Svavarsson

þetta er ekkert annað en auka skattur, þeir ættu að byrja á að afnema JÓNSSKATTINN fyrst og setja svona ákvæði á trassana sem lenda í óhöppum og valda árekstrum vegna vanbúnaðar ökutækja, að koma með bíl í skoðun er ekki mælikvarði á ástand hans þess á milli, notkun stefnuljósa er til dæmis eitt af því sem er í ólagi hjá ökumönnum það ætti að taka fastar á slíkum málum. Sektarákvæði sem þetta er ekki til að bæta ástand bifreiða í umferðinni og nú eftir þetta efnhagshrun þá mun staðallinn lækka óðfluga á ástandi bifreiða á Íslandi og meðal ladurinn hækka aftur. Í sameinuðu furstaríkjunum er verið að setja í lög að bifreiðir sem eru tíu ára og eldri megi ekki aka áfram um vegakerfið þar, kanski ættum við að setja einhver slík mörk á bíla hér, bílar slitna af mikilli notkun og stirðna af lítilli notkun. Það eru fjöldi bifreiða sem eru í stöðugri notkun og haldið í stöðugu og fyrirbyggjandi viðhaldi eftir þörfum. Aðeins lítið hlutfall bifreiða sem eru í umferð eru ekki í ástandi til þess og það þarf að koma í veg fyrir slíkt, sektir breyta þar engu um.

Jón Svavarsson, 4.11.2008 kl. 13:30

4 identicon

Sæll Jón,
Þeir sem sinna sínum skyldum verða ekki fyrir þessari "skattlagningu" eins og þú kallar það.  Ef bílar eru lengi á verkstæði, eða eru ekki af öðrum ástæðum notaðir í langan tíma (t.d. þar sem eigandi er erlendis), þá er venjan að menn leggi inn númerin.  Gjaldið leggst ekki á ökutæki sem eru skráð úr umferð.  Ég held að ég geti einnig fullyrt að ef ökutæki stenst skoðun, þá er það ekki með ónýtar bremsur.
Þetta á því ekki að koma illa við menn nema menn einfaldlega trassi skoðun af einhverri ástæðu.  Það er auðvitað létt að setja sig í þá stöðu að vera tilbúinn að bölva allri gjaldtöku á vegum ríkisins, en a.m.k. ef ég fæ að velja þá kýs ég frekar að innheimta gjöld af þeim sem standa ekki við sínar þjóðfélagslegu skyldur en að láta alla líða fyrir trassaskap fárra.

Einar Solheim (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 13:54

5 identicon

Jón, það er partur af því að fylgja því eftir að bíllinn sé í lagi að láta fara með hann í skoðunn, ekki villtu frekar fara með bílinn þinn í skoðun í hverjum mánuði ?

Mér þykir þetta bara frábært því það er alltof mikið af ónýtum mílum í umferð.  Fólk þarf ekkert að borga þetta ef það bara fer með bílinn í skoðun á tilteknum tíma.

Þú sem að nefndir að fólk væri með bílana sína erlendis, hvernig væri þá að skrifa bréf inná umferðarstofu og alþingi og leggja til að gerð verði undanþága á bílum stöddum erlendis færi þeir bílinn til skoðunar innan ákveðinstíma við heimkomu.   

Þetta gæti verið eitthvað sem þeim einfaldlega yfirsást að gera.  En við erum öll mannleg og þurfum á því að halda að fá ábendingar og tilmæli frá öðrum.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 15:00

6 Smámynd: Jón Svavarsson

En þessi sekt kemur samt ekki í veg fyrir að druslurnar aki um götur landsins og valda samt slysum, þetta er eins og að sekta fólk fyrir að fara ekki reglulega til heimilislæknis í skoðun. Nær væri að skylda ökumenn að fara á 2ja til 5 ára fresti í læknisskoðun, því líkamlegt og andlegt ástand ökumanna er einn alvarlegasti valdur að alvarlegum umferðaslysum og flestum banaslysum. Flugmenn þurfa að fara árlega í læknisskoðun, og ef við eflum löggæsluna sem aldrei hefur verið slakari þá væri kanski hægt að stöðva druslurnar áður en þær valda slysum.

Jón Svavarsson, 4.11.2008 kl. 15:55

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Halló kallarnir mínir.......maður þarf ekki að vera trassi til að fara ekki í skoðun á réttum tína.....vitið þið eitthvað hvað er að eiga ekki fyrir varahlutum......verkstæðiskostnaði ........eða bara skoðunargjaldinu.......Ég les í gegnum ykkur að þið hafið ekki hugmynd um það.

Ég er nú frekar á því að menn séu að ofmeta ökuhæfni sína því þeir eru á nýlegum eða nýjum bílum....og þannig verði flest slysin. Amen.

Solla Guðjóns, 6.11.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Af mbl.is

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband