Byggja Slökkvistöð og það STRAX !!!

Ég var að skoða teikningarnar af skipulagi og þverskurði af svæðinu sem ég fann hjá einum bloggaranum og læt slóðina fylgja hér með;

http://www.rvk.is/Portaldata/1/Resources/skipbygg/skipulagsm_l/mal_kynningu/deiliskipulag_2008/08068-pl_skyr-2000.pdf

Ég er ekki í minnsta vafa lengur um það að þarna verði mikilvæg framför, fyrir öryggi okkar borgarana, auk þess sem að þarna verður mikil umhverfisbót, bætt aðstaða fyrir útivistarfólk og væntanlega mun verða snyrtilegra en nú er fyrir. Ég sem Kópavogsbúi, í Smáranum, kem til með að njóta þess öryggis sem hlýst af styttri viðbragðstíma og þá ekki síst Breiðholtsbúar, Það vantar að sýna kortið sem SHS hefur, þar sem mældur viðbragðstími kemur greinilega í ljós, og auk þessarar nýju stöðvar verður einnig reist ný stöð í Mosfellsbæ, en enn hafa engin mótmæli heyrst þaðan, yfir þeirri stöð. Þessar nýju stöðvar munu margfalda öryggi okkar Höfuðborgarbúa, hvar sem við erum niðurkomin á svæðinu og hvar sem við búum, því slysin geta gerst hvar sem er og eldsvoðar gera ekki boð á undan sér. Auk þess er ég sannfærður um að þessi ráðstöfun mun ekki skerða útivistarsvæðið, ég fer oft þarna í dalinn og það er ekki svo fjölmennt þar, að það halli á nokkurn.

 

wSlSudurg 040708_JSM7626Slys 211205_JSM5569wRvik 180407_JSM9375   


mbl.is Mótmæli vegna slökkvistöðvar í Elliðaárdal afhent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég verð að segja að ég er ansi hissa á að fólk skuli ekki taka á móti slökkvistöð nærri heimilum sínum, með glöðu geði.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.11.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég er sammála þér að staðsetningin þarf að vera toppstaðsetning og að sjálfsögðu verður byggð slökkvistöð nema þar sem hún er talin hentug með hagsmunum sem flestra í huga.

Hitt sjónarmiðið er að kynning á þessu verki hefur ekki verið nægjanlegt og einnig hefur íbúum ekki verið sýnt almennilega hvernig þetta kemur raunverulega til með að líta út t.d. hversu hátt húsið verður osfrv.

Mér finnst allt í lagi að skoða málið frá öllum vinklum og að fólki sé gefið færi á að tjá sig.  Í því sambandi vil ég benda á bloggsíðu Íbúasamtaka Betra Breiðholts en forsvarsmenn Samtaka um Verndun Elliðaárdals settu sig í samband við ÍBB og má sjá þeirra sjónarmið á síðunni.

Kolbrún Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Af hverju er ekki slökkvistöð í Kópavogi það hlýtur að vera pláss fyrir eina slökkvistöð? Ég er Grafarvogsbúi en kem oft í dalinn og labba þar og ég verð að segja að það eru til margir hentugri staðir til en sú perla austurhluta Reykjavíkur.Skásta lausnin í þessu öllu er að sameina Mosó,Reykjavík,Kópavog,Garðabæ,Álftarnes og Hafnarfjörð þá er hægt að skipuleggja þetta betur.Það er oft sem það kemur upp að fólki finnst í lagi að sumt sé annarstaðar en hjá þeim sjálfum þó ég sé ekki að segja að það sé um þessa stöð.

Guðjón H Finnbogason, 3.11.2008 kl. 16:39

4 Smámynd: Jón Svavarsson

Góð spurning, af hverju ekki í Kópavogi? Jú hún væri velkomin í Kópavoginn, en gleymið ekki því að það er verið að skipuleggja þessar staðsetningar með tilliti til viðbragðs tíma en ekki bæjarfélaga. Það er stöð í Hafnarfirði, Skógarhlíð, og í Tunguhálsi, en málið er að það á að leggja stöðina í Tunguhálsi niður og reysa tvær nýjar í staðinn, þeas í Mosó og við Stekkjarbakka. Ef nægt fé væri til að byggja fleiri stöðvar þá væri skipulagið annað og ef þeir sem sjá um hönnun og skipulag gatnakerfisins væru með hugan við greiðfærar samgöngur en ekki hundrað hraðahindranir eins og Álfhólsvegur og Digrnesvegur í Kópavogi, Skeiðarvogur og Jarasel í Reykjavík, svo ég taki nú smá dæmi, þá værum við að tala um allt aðra hluti. Hvað varðar sameiningu þá er þetta SHS Slökkvilið HöfuðborgarSvæðisins og hefur í raun engin landamerki, því þeir sinna allri neyð hvert sem þeir eru beðnir um að fara, líka út á land og út á sjó. Hlúum vel að þeim byggjum þeim góð hús og gefum þeim góðan styrk.

Jón Svavarsson, 3.11.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband