Kapp er best með forsjá !!!

Það virðist sem hinu opinbera hugnast ekki verðtrygging þegar hún leggst á ríki og bæ. Gunnar Birgissyni hefði verið nær að fara hægar í sakirnar með allar þessar byggingaframkvæmdir, gösla gangurinn hefur verið slíkur að það stendur til að rífa þetta fína verslunarhús á Smáratorgi, ekki tíu ára gamalt, einungis til að byggja þar stærra hús. Hesthús verða að víkja til að hægt verði byggja annan hærri turn og eigum við að halda áfram?

Nei það er betra að hafa kapp með góðri forsjá, til að nefna er svo mikill gösla gangur við að þétta byggðina að samgönguleiðir klúðrast, saman ber við Smáralind, en örlítið hefur þó tekis að lagfæra það en þó ekki á besta veg. Skipulagsmál í Kópavogi hafa alla tíð verið handahófskend og órökvís, meðal annars hefur það verið kappsmál að kljúfa íbúðahverfin með öflugri stofnbraut, þannig að börn í öðrum helmingnum hafa þurft að sækja skóla yfir þær götur, með því að þurfa að hætta lífi sínu við að komast yfir þessar stofnbrautir, þrátt fyrir það eru örfá undirgöng og ekki hefur verið lenskan að hlusta á íbúa, sem lagt hafa fram tillögur til úrbóta.

Ég segi aftur NEI, þetta er sjálfskapavíti Kópavogsbæjar með bæjarstjóran í broddi fylkingar sem ætti að hafa vit á því að hafa sig hægan í þessu máli og endurgreiða eins ber samkvæmt LÖGUM, sem sett eru af Alþingi Íslendinga fyrir Íslendinga.

wKop 190708_JSM1849wKOP 030708_JSM7352wKOP 030708_JSM7281


mbl.is Lögunum verður að breyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

fleiri myndir af snekkjunni góðu eru komnar inn

Bestu kveðjur 

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll félagi Jón. Mæl þú manna heilastur. Því miður munum við Kópavogsbúar þurfa að blæða fyrir óráðssíuna í bæjarstjóranum og hans liði um langa hríð, svona í ofanálag við það sem við þurfum að greiða fyrir stuttbuxnaliðið úr Sjálfstæðisflokknum sem var falið að stýra bönkunum fyrir nokkrum árum.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.10.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Heidi Strand

Gunnar er steypufíkill.
Fyrir nokkrum árum horfði ég á danska sjónvarpsmynd um borgarskipulag. Kópavogur var oft notuð til að lýsa það sem slæmt var.
Á einni myndinni var götumynd af umferðargötu þar sem ung kona gekk með barnavagn i umferðinni þar sem gangstétt vantaði. Önnur mynd var af stórt bilastæði, stóran bilskúr og á bak við leyndist íbúðarhús.
Svona hremmingum sem nú ganga yfir okkur bitna siðast á þeim sem átti það sannarlega skilið.

Heidi Strand, 21.10.2008 kl. 14:56

4 Smámynd: Agný

Éins og ég hef skilið hlutina í sambandi við verðtryggingu, allavega í sambandi við lán..þá tel ég að megin ástæða þess að x aðilar hafa ekki viljað ganga í Evrópusambandið sé að þá yrðu bankarnir hér að hætta að leggja verðtrygginguna ofan á vextina...Muni ég rétt þá er Ísland eina landið með þetta fyrirkomulag...Bönkunum hugnast ekki að verðtryggingin sé afnumin allavega hjá skuldurum sínum...Það myndi snarlækka í "buddunni" þeirra......Þannig að það er greinilega ekki sama hvar við hringborðið er setið....

Agný, 21.10.2008 kl. 15:18

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég var þarna í dag í Smáralindinni og gekk illa að komast til og frá svo sem eins og alltaf á þessum slóðum.

Ég held að þennslan  í byggingum sé álíka hér sunnanlands hvort sem er á svo kölluðu höfuðborgarsvæði eða í nærliggjandi sveitarfélögum.Ég ætla nú ekki að fara að verja einn eða neinn.En kaupendur voru jafn fúsir að kaupa og seljandi að selja.

P.S mér finnst gott að búa í Þorlákshöfn.

 

Solla Guðjóns, 21.10.2008 kl. 15:26

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Alveg rétt hjá þér Angý. En þar sem allt er farið fjandans til og það þarf hvort sem er að stokka upp því þá ekki að nota tækifærið og afnema verðtryggingu.

Ef áfram heldur sem hoefir eiga bankar og aðrir lánadrottnar húsin okkar.Og það fet ég svarið að þegar lánin fara að verða jafngildi eignar þá hætti ég að borga.

Solla Guðjóns, 21.10.2008 kl. 15:30

7 Smámynd: Solla Guðjóns

ÁTTI að vera ...eiga ............húsin okkar eftir nokkur ár.

Solla Guðjóns, 21.10.2008 kl. 15:32

8 identicon

Sæll Nonni.

Já,þessi "GÖSSLAGANGUR" og það með lokuð augu gat hvergi í heiminum gerst nema hjá okkur. Við erum alls staðar best í hinu og þessu og koma svo öllu í KLESSU.

Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 15:43

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Útlitið er svart. Ég hef heyrt að Gunnar Birgisson fái að svitna hressilega þessa dagana. En það er verið að skila inn tilbúnum lóðum núna fyrir þúsundi milljóna sem á eftir að gera bæjarsjóðnum mjög erfitt fyrir ofan á allt annað sem er að koma upp á í þjóðfélaginu. Einnig er mikið af óseldu húsnæði og svo er mikið af fólki að flýja land eins og útlendingar sem hafa verið mikið í leiguhúsnæði. Þetta á bara eftir að auka enn meira á vanda þeirra sem eru með mikið af óseldu húsnæði. Núna eru líklega mörg bæjarfélög eins og Kópavogur að fara flatt á því að hafa verið með allt á útopnu þegar þenslan var sem mest og svo virðist vera að það sé allt meira og minna gert fyrir lánsfé erlendis frá.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.10.2008 kl. 18:39

10 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Ég minnist þess að á árunum 1989-1993 bjó ég í Hlíðarhjalla.  Á kvöldin sá maður bíl ljós það sem nú er skrifstofuhverfi Hlíðarsmári og nágreni.  Ástæða þess var að búið var að leggja götur og þess háttar löngu áður en byggt var,  Gunnar gæti náð einhverju til baka með að bjóða uppá æfingarakstursbraut þarna uppi í sveit.  Verðtygging er böl lántaka og hefur verið frá upphafi, við látum fara með okkur eins og hunda

Ragnar Borgþórs, 21.10.2008 kl. 19:54

11 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Sjálfstæðismenn í Reykjavík öfunduðu Kópavogsbúa þegar þeir voru að selja lóðir í massavís. Það heyrist ekki í þeim um málið núna.

Steypufíkill er gott orð yfir Gunnar.

Marta Gunnarsdóttir, 21.10.2008 kl. 22:23

12 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

eins og þú réttilega bentir á í pistlinum þá eru skipulagsmál í Kópavogi algjört klúður og hafa alltaf verið það... sérstaklega á ég þá við gatnakerfið... því hefur einhvern tíman verið fleygt að þeir sem búa í Kópavogi geri það einfaldlega vegna þess að þeir rötuðu ekki þaðan út.....ég veit að ég bjó í Kópavogi í nokkur (góð) ár akkúrat vegna þess að ég var "lost in space"... en ég er nú líka með einsdæmum áttavillt kona...

Fanney Björg Karlsdóttir, 22.10.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband