Við hverju er að búast ?

Bifreiða eign og bílastæðamál eru langt frá því að vera í takt. Það hefur verið álit mitt lengi, að það ætti að vera skilda að byggja bílageymsluhús undir öllum byggingum og lóðum stærri húsa og við fjölbýli. Allt of lítið er hugsað um þetta í hönnun húsa, "Ísland er svo stórt að það er nóg pláss fyrir bíla", er oftast hugsunin hjá hönnuðum. NEI það er meira sem liggur undir, harðir vetrar og vond veður, eru oft nægilegar ástæður fyrir rúmgóðum bílageymslum. mikill tími myndi sparast sem fer í að skafa snjó af bílum, færri snjóskaflar væru á ferðinni í umferðinni og færri tjón á bílum þar sem hurðir fjúka upp og svo framvegis.

Menn eru að bíta úr því súra epli núna og svo eru menn að troða nýjum Háskólum í miðbæinn og ætla enn að bæta við Listaháskóla þar sem öll bílastæðin fylltust fyrir fimmtíu árum síðan. Hvar ætlar þessi vitleysa að enda? Nær hefði verið að byggja gott hús á lóðinni fyrir framan Háskóla Íslands (skeifunni), þar er mýrin hæfilega djúp fyrir bílageymslu á nokkrum hæðum og setja svo Háskólan í Reykjavík þar ofan Á.  Þannig gætu allir verið sáttir og sameining Háskólana gæti gengið vel fyrir sig þegar fram í sækir. Eins væri hægt að byggja Listaháskólan við hlið Ráðhúsins, því tjörnin er svo lítið notuð og dýrmætt land, sem hvort eð er er orðin svo menguð og líflaus að þetta myndi flokkast undir björgun náttúrunar.

Að leggja bílum uppá gangstétt er að mínu mati alvarlegt brot rétt eins og sínt er á myndinni sem fylgir fréttinni, en sumstaðar er jafnvel nauðsynlegt í þröngbýlinu að tilla aðeins uppá brúnina örðu megin til að gefa hæfilegt rými beggja vegna, gangandi og akandi. Það finnst mér minna mál ef ekki er ráðist lengra en inn á gangstéttarbrúnina. Þarna þarf að gera greinar mun.

 

wKop 190708_JSM1794wHH 010608_JSM6605


mbl.is Hert eftirlit með bifreiðum á gangstéttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er hjartanlega sammála þér núna Nonni, það er ekki hlaupið að því að fá stæði. Svo getur verið snúið að keyra um og snúa við þar sem bílar eru út um allt, þess vegna á gangstéttum.(S.b.r. litla stúlkan að reyna að komast ferða sinna á gangstéttinni)

Mál til að skoða...Þó fyrr hefði verið.

Góðar stundir,.

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.8.2008 kl. 15:35

2 identicon

Ertu að grínast. Viltu þá að það sé ólöglegt að eiga ekki bílastæði í upphitaðri geymslu. Hvað með fólk sem vill ekki/hefur ekki efni á að eiga bíl. Viltu skylda það fólk til að kaupa bílastæði uppá nokkrar millur ef það ætlar að kaupa íbúð?

Óli (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: Jón Svavarsson

NEI ég er ekki að grínast! Mér er dauðans alvara með það sem ég segi og það yfirleitt. Þó svo að fólk eigi ekki bíl þá er það oft valkostur í dag hvort það kaupi bílastæða rétt í bílageymslum sem fylgja fjölbýlishúsum, samanber Engjaseli, Frostafold og víðar. Sum fjölbýlishús er byggð sérstaklega með bílakjallara til dæmis við Prestastíg, en þar byggðu Búmenn fjölbýlishús með býlageymslu kjallara. Það er engin neiddur til að kaupa eitthvað sem viðkomandi líkar ekki, fólk hefur frjálst val, sem betur fer, en vandin er samt að vaxa og það mest í miðbæ Reykjavíkur þar sem allt pláss er búið og ekki hefur einusinni verið hugsað fyrir greiðum samgönguleiðum. Svo vilja menn bæta við byggðina, bæði á Granda og Vatnsmýrinni, en þar er Flugvöllur allra landsmanna, sem er ein besta og öruggasta samgönguæð landsins. Ég held að menn verði að fara að sjá staðreyndirnar í umhverfinu. Ef menn vilja virkilega fara að fjölga íbúum vesta Tjarnar, þá er aðeins einn kostur vænlegur; setja stórar jarðýtur á alla byggðina vestan Tjarnar og ryðja henni út í sjó við Ánanaust og Grandan, byggja síðan nýja byggð með háhýsum, bílakjöllurum með reiðhjólageymslum og þá geta allir búið í vesturbæ Reykjavíkur.

Jón Svavarsson, 26.8.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Stundum er það bara þannig, það fjölgar  bara  fíflunum í kring um mann.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 27.8.2008 kl. 14:58

5 Smámynd: Sturla Snorrason

Þetta var skrifað 1961 í aðalskipulag Reykjavíkur eða fyrir 47 árum. Borgarfulltrúar hafa ekki en í dag áttað sig á þessum staðreyndum.

Árið 2007 ætlaði Gísli Martein að leysa málið með reiðhjólum

Sturla Snorrason, 28.8.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 77911

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband