Til hamingju Benedikt !!!

Þar kom að því að Íslendingur næði að synda yfir Ermasundið. Fjarri góðu gamni er ég hér heima á skerinu í stað þess að vera með þeim og mynda Benna ganga á land í Frakklandi, en ég og sonur minn vorum í Frakklandi fyrir réttu ári og biðum eftir að Benni H næði yfir og ætluðum að vera í Fjörunni og taka myndir af honum þar. Þá voru það þessir alræmdu straumar sem myndast við Frakklands strendur, kallaðir Þvottvélin og Grafreitur Draumana, sem hindruðu þá báða, Bennana, í að komast alla leið yfir. Hugsanlega mætti líka segja að skipstjórinn þá hafi ekki haft jafn mikin metnað í að láta sundmennina klára sig, eins og mér sýnist að Andy King geri. Það er meira enn að segja það að synda þarna yfir, eins og kemur fram hjá þeim að samkvæmt GPS mælingum, sem eru mjög nákvæmar og gefa aðeins 1-10 metra skekkju að jafnaði, að þá hefur hann nú þegar synt 60 KM á 16 tímum og 1 mínútu. Í fyrra gafst hann upp eftir 16 tíma og 20 mínútur, þegar Benedikt Lafleur hafði synt í um 22 tíma og 24 mínútur, þegar skipstjórinn gafst upp og dró hann upp úr sjónum. Í mínum huga hafa allir þessir þrír Íslendingar, Eyjólfur Jónsson, Benedikt Lafleur og Benedikt Hjartarson, sem lagt hafa í Ermasundið, í raun synt yfir, en aðeins einn fengið það fullgilt vegna þess að hann er nú sá eini sem hefur einnig tekið land í Frakklandi, því mjög strangar reglur eru um það að sund teljist gilt og flestir sem reyna þetta þrekvirki tekst það í annari og þriðju tilraun, gefist þeim nægur tími og veður til að þreyta raunina. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá sundinu í fyrra, hjá þeim nöfnum en þá var ég svo lánsamur að vera með þeim í för. Myndirnar eru frá því 2007 um sama leiti í júlí, þær sýna Bennana báða í upphafi ferðar, Cap Gris-Nez höfðin sést á 2 myndunum og svo eru stemmningar frá Visant þorpinu sem er rétt vestan við höfðan. Til hamingju Benni með árangurinn.

wEs 080707 _JSM1767wEs 080707_JSM1611wEs 080707_JSM1428wES 100707_JSM1917wES 100707_JSM1934wES 100707_JSM1993wES 100707_JSM1999wES 100707_JSM2049wFr 100707_JSM2118wFr 100707_JSM2131wFr 100707_JSM2285wFr 100707_JSM2313


mbl.is Tókst að synda yfir Ermarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þvílíkur dugnaður, segji nú ekki meir. Til hamingju Benedikt.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.7.2008 kl. 08:45

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er alveg stórkoslegur sigur fyrir Benedikt H. og mikið finnst mér leitt að þú skulir ekki hafa fengið að upplifa sigurinn og festa hann á mynd. - En vonandi eflir þetta hinn Bennann til að reyna aftur,  og þá verður þú vonandi viðstaddur. -

Þú verður bara að passa að það sé réttur skipstjóri við stjórnvölinn. - Annars sé ég að Jón Karl er á myndunum hjá þér og samvk. fréttum þá var hann að taka allann tímann núna. - Þetta er alveg rosaleg þrekraun, fyrir Benedikt og hann á alla mína aðdáun. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.7.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband