Aur eða Króna, Núll eða Færri Núll !!!

wWacs 110508_JSM5056wWacs 110508_JSM5020wWacs 110508_JSM5248wWacs 110508_JSM5192wWacs 110508_JSM5244wWacs 110508_JSM5074

 

 

Myndirnar eru frá markaði í Dubai en þar er allt mis dýrt nema sumt, en stundum hægt að prútta. 

Einu sinni var  aur í vasa manns, svo dögum skipti. Hann hringlaðist þar, vegna þess að það fékkst ekkert fyrir hann. Svo kom að því að ákveðið var að sleppa öllum aurum því það væri svo mikið vesen að bera þá um allan bæ.  Þá voru öll verð miðuð við heilar Krónur, því þær voru miklu stærri og merkilegri, meir að segja til Túklall, en hver man eftir honum? nema svo uppgötvuðu menn að það væri svo mikil verðbólga að verð miðarnir kröfðust þess að sleppa þyrfti öllum aukastöfum undir Tíu svo allt fór að miðast við TíuKróna seðil! En seðlarnir fóru að krumpast og þvælast í vösum manna, svo það var farið að huga að nýrri mynt því seðla prentun var orðin frekar dýr, því Svisslendingar gera ekki svoleiðis frítt. Á sama tíma hækkaði verðlag í Verðbólgunni og engin hafði efni á hvorki einu né neinu. Stéttarfélög voru alltaf í verkfalli, eilíft þras um betri laun en lítið talað um kaupmátt og það sem fengist fyrir launin. Þá kom að því að menn voru farnir að sjá, að verð á öllum hlutum var orðið svo dýrt og það væri miklu sniðugra að fella niður TVÖ NÚLL en að gera eitthvað annað viturlegt. Svo kom að því 1981 þá skildi verði tekin upp ný króna og allt verð á öllu fært til um TVO AUKA STAFI !! HA HA en gerðu það allir NEI því ég hef lifandi dæmi um það að menn færðu aðeins niður um EINN aukastaf. Dæmi; lítið marsipan stykki í bakaríi sem kostaði 80,- krónur í desember 1980 hefði átt að kosta 0,80 kr (80 aura) í janúar 1981, en á þessu nýkrónu ári þá kostaði sama kaka 8,- krónur íslenskar, sem sagt aðeins fært niður um EINN AUKASTAF. Frændur okkar Írar sem fyrir fáeinum árum voru með svo hagstæð verð að KONUR og karlar flykktust þangað í INNKAUP og komu drekkhlaðin af ódýrum varningi, svo hlaðin að verslunareigendum verkjaði hér heima á meðan, nema að þeir fóru sumir að versla í sömu verslunum en bara í meira magni. EN hvað varð um þessar verslunarferðir ??  Jú Írar héldu líka að lausnin fælist í EVRU og breyttu yfir! En hvað gerðist? Síðan hafa ekki sést til Íslendinga versla þar því það er allt orðið svo dýrt í Dublin og Írlandi að ódýrara er að fara í Kringluna og versla, en fara heldur til Spánar eða Ítalíu í sumarleyfi í staðin, en hvað, þar er víða búið að skipta yfir í Evrur og þar hafa drykkir og matur einnig hækkað? Svo spurningin er fyrir hvern er verið að gera þetta? HVER GRÆÐIR Á ÞESSU? Ekki neytendur það er nokkuð víst og kanski ekki einu sinni seljendur, því þeir fá ekkert ef neytendur neita sér um hlutina! Stundum er verr farið en heima setið og í upphafi skyldi endirinn skoða.

Jón Svavarsson neytandi 


mbl.is Líkur á upptöku evru sagðar meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Kr.

Sæll Nonni minn! Bestu kveðjur til Dubai, vona að þú hafir það gott í hlýjunni og sólskininu. Mundu bara að prútta aðeins, það er yfirleitt ætlast til þess, sérstaklega á mörkuðunum!

Gunnar Kr., 24.5.2008 kl. 01:24

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Já stundum er verr af stað farið en heima setið, sit hér í sólinni í Florida og hér kostar "allt" ekki neitt eða næstum því,  góð steikarmáltíð hér fyrir 2 á ca 30 $ meðan slíkt myndi kosta heima um 8 - 9 þús. svo ég er ekki hissa þó túristar sem koma til Íslands kvarti undan verðlaginu. Sammála  í upphafi skyldi eninn skoða!!!

Sverrir Einarsson, 24.5.2008 kl. 15:42

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Skemmtilegar myndir, einnig myndirnar á 123.is síðunni!! Hafðu það gott á suðlægum slóðum.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.5.2008 kl. 17:55

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Já Nonni, hver græðir á hverju...eða hverjum?

Peningar eru ekki mín sterka hlið, nema ef kemur að eyðslu á þeim. Þar er ég góð!

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.5.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband