Fjör og Fæða !!!

wFF 220207_JSM1450wFF 210207_JSM0627wFF 220207_JSM1547wFF 230207_JSM1995wFF 230207_JSM2527

wFF 230207_JSM2321wFF 230207_JSM2153wFF 240207_JSM4532wFF 240207_JSM5142 

Já "Food and Fun" er nú lokið í eitt yndislega skiptið enn. Það verð ég nú að segja ykkur, að þrátt fyrir að íslenskir matreiðslumenn séu með þeim bestu í öllum heiminum þágátu þeir lært ýmistlegt af þessum erlendu starfsbræðrum sínum, því þeir komu með ýmsa nýja strauma í matargerðarlist og góður getur alltaf orðið betri. Ég til að mynda smakkaði á nokkrum réttum, enda mat maður mikill, meðal annars á ljúfengum fiskréttum á Silfri Hótel Borg, einnig smakkaði ég á fiskréttinum hjá kokkinum sem var gestakokkur hjá Sigga Hall og það var hreint frábært. Á Grillinu Hótel Súlur nei fyrirgefðu Sögu, þar var hann Andrew sem hefur rekið um tíma Thailenskan veitingastað í Ástralíu, en hann notaði austurlensk krydd, chilli, engifer, Lime ofl töfrandi og seiðandi. Sænski kokkurinn á Holtinu eða Gallerí restaurant, var með skemmtileg tilbrigði í lambinu og þorskurinn var lostæti. Ekki má nú ljúka þessari umfjöllun án þess að nefna kokkin frá Finnlandi Kai Kallio, sem var gestakokkur á Vox Nordica Hóteli, en að öllum öðrum ólöstuðum þá var lambið hjá honum með því besta sem ég hef smakkað lengi, hann var með lamba hryggvöðva kryddlegin í Ólífuolíu og "Timmían" eða Blóðbergi, auk þess sem meðlætið var í svo góðum takt við allt saman, ekki sakaði að renna þessu niður með ljúfengu rauðvíni. Ég skora á alla þá sem eru fyrir ljúfengan mat og skemmtileg tilbrigði að nota vikuna og fara á þessa veitingastaði sem tóku þátt í Fjörinu, en þeir eru; Silfur, Grillið, Sjávarkjallarinn, Apótekið, Siggi Hall, Perlan, Vox, Einar Ben, Salt, Rauðará, La primavera og Domo. Allir þessir staðir skarta hæfustu matreiðslumeisturum að öðrum ólöstuðum og má segja að mikill metnaður er hjá veitingahúsunum að hafa eðalmatreiðslumenn og bjóða aðeins uppá það besta sem völ er á. Íslendingar geta stoltir sagt að á Íslandi fáist besta lambakjöt í heimi og bera þessir erlendu matreiðslumenn þess vitni og segjast aldrei hafa smakkað annað eins, ég get þó sagt ykkur að ég hef smakkað lambakjöt sem komst með tærnar að hælum þess íslenska, en það er alið í fjalla héruðum í Afríku þar sem er að finna áþekkt gróðurfar og er til fjalla á Íslandi, en það smakkaði ég í Jóhannesarbor árið 2003 og það var eldað af íslenskum eðalkokkum. Reynið og þér munuð finna, verði ykkur að góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Namm -namm -namm girnilegar myndir.

Birna M, 26.2.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Flottar myndir. Það hlýtur að vera gaman að komast svona baksviðs á Food and Fun

Steingerður Steinarsdóttir, 1.3.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 77911

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband