24.10.2007 | 23:31
FLUGVÖLLINN HVAÐ ???
Þessi frétt undirstrikar allt það sem ég hef verið að segja, flug er eitt af öruggust samgönguleiðum sem völ er á og í stað þessa endalausa kjaftæðis um að flytja flugvöllinn burt, ættu menn að sjá sóma sinn í að efla hann og styrkja og gera hann enn öruggari, því það er alltaf hægt að gera gott betra. Steinkumbalda er hægt að reisa nær hvar sem er og þegar hús eru annarsvegar þá er engin lóð verðmætari en önnur, nema ef vera skildi að hún væri sunnan í lágri hlíð, grunnt niður á fast og stutt í ALLA þjónustu, samanber í Smáranum, Lindunum og Garðabæ, sem dæmi að nefna. Því þar er öll þjónusta í mjög þröngum radíus. Þröng og skammsýni þeirra hönnuða sem hafa teiknað íbúðahverfi, gatnakerfið og ekki síst atvinnuhverfin, er með ólíkindum, já ég segi það aftur og enn. Það er stærsti þröskuldurinn í öllum samgöngum á Íslandi. En flugið er ÖRUGGT!
![]() |
Slysatíðni í þotuflugi fer ótvírætt lækkandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2007 | 11:23
Til hamingju með daginn Jóhann Otti !
Það er eins og gerst hafi í gær, já eins og gerst hafi í gær, segir í laginu sem Guðmundur jónsson söng um árið, en litli Afastrákurinn er orðin eins árs og það er eins og það hafi verið í gær sem við hittum þennan brosandi snáða í fyrsta sinn. Það eru forréttindi að eiga svo elskuleg börn og njóta ástríkis með þeim að allt annað í veröldinni er ekkert á við það. ég hlakka geysilega mikið til að geta átt fleiri stundir með þessum broshýra dreng sem fær alla til að brosa og njóta lífsins.
Kær kveðja Afi.
18.10.2007 | 11:16
HVAÐ SEGIR ÞETTA OKKUR???
Fyrir mér sem ökumanni er þetta augljóst, á þessari braut eru ýmist 60 eða 80 Km hámarkshraði leyfður og vitaskuld ganga flestir út frá því að það sé alla leið, þar sem um tvöfalda hraðbraut er að ræða. Að mínu mati er þarna við yfirvöld að sakast en ekki ökumenn sem greinilega voru innan við leyfileg mörk amk það sem gildir á mestum hluta brautarinnar.
![]() |
433 ökumenn óku of hratt á Sæbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 10:46
HALLÓ !!! Er þetta ekki starfið þeirra að aðstoða borgarana????
Nú verð ég að leggja orð í belg, það er hlutverk Lögreglunar að aðstoða borgarana þegar slys og óhöpp eiga sér stað. Óhappa tilkynningarnar sem tryggingafélögin gefa út eru ekki til að leysa Lögregluna undan skildum sínum heldur til að létta undir með þeim þegar málsaðilar eru sammála um að ganga þannig frá málunum. Því miður þá eru ekki allir nógu heiðarlegir í þeim skýrslum og verða margir fyrir barðinu á því að þeim er gerð meðsök að ósekju. Þetta getur einnig gerst þó Lögregluskýrsla komi til, þeas ef sá sem ritar skýrsluna gleymir einhverju smáatriði, það henti mig í vetur sem leið og hef ég beina sönnun á því. Eins og ég hef áður greint frá hér á þessari blogsíðu (feb 2007) þá var ekið á bílinn minn kyrrstæðan og mannlausan, það var frost og og þurt veður. Bíllinn varð bensínlaus, þó mælirinn hafi sínt annað, og þar sem það voru háir snjóruðningar í vegbrúninni, þá rendi ég bílnum eins vel út í vegkannt og mögulegt var. Ég setti á aðvörunarljósinn og læsti bílnum á meðan ég sótti bensín á shellstöðina í Smáranum um fimmhundruð metrum frá. Á þessum tíu mínútum sem ég var frá, þá náði ung stúlka að keyra svo aftan á bílinn að hann var ónýtur á eftir, því hún hafði keyrt viðstöðulaust aftan á hann. Í lögregluskýrslunni kom ekkert fram um hvort, aðvörnuarljós eða viðvörunarþríhyrningur hefðu verið notuð. Þar með taldi tryggingarfélagið að hvorugt heði verið notað og ætlaði að setja mig í 50% meðsök. hefði ég ekki sjálfur átt myndir af vetvang sem sannaði það að aðvörnuarljósin hefðu verið á, hefði ég verið í vondum málum kanski með argaþras við tryggingarfélagið. En ég hafði betur og að sjálfsögðu var ég í fullum rétti, en ég hafði samúð með stúlkunni samt. Málið var einnig það að Lögrelumaðurinn sem ritaði skýrsluna, hringdi í mig þrem dögum eftir óhappið, til að spyrja mig hvort ég hefði notað ofan greindan viðvörunarbúnað, því hann hefði gleymt að spyrja mig að því, ég sagði honum eins og var að ég hefði kveikt aðvörunarljósin en þríhyrningurinn hefði verið fastur í skottinu sem ekki var hægt að opna þá stundina, samt tók hann ekkert fram um þetta í skýrslunni, svo það er ekki á alla að treysta. Mitt ráð er, að allir hafi einnota myndavél í hanska hólfinu og myndi vettvanginn, lendi þeir í slysum og hiki ekki við að kalla til Lögreglu séu menn í einhverjum vafa með hver réttur þeirra er og gefi gaumgæfilega skýrslu þar um.
Es; myndin sýnir aðvörunarljósið logandi.
![]() |
Sjö þúsund óþörf útköll lögreglunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2007 | 23:41
Matreiðslumaður ársins 2007.
Góðir lesendur þá er keppnin um matreiðslumann ársins af staðin. Keppnin fór fram með undan keppni í Hótel og matvælaskólanum í vetur sem leið, og þar voru valdir 5 keppendur til úrslita og fór úrslitakeppnin fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri nú um helgina sem leið, á matvælasýningunni Matur-inn 2007. Þar voru matvæla framleiðendur á norðurlandi, með sýningu og sölu á afurðum sínum, eins fengu gestir að smakka þar á alskyns kræsingum. Harry hjá Vífilfelli, sem er einn af fremstu vínþjónum landsins var með kynningu og námskeið í smökkun á eðal vínum, var það vel sótt, en alls komu á sýninguna um tíu þúsund manns. Þetta er í þriðja sinn sem þessi keppni fer fram í VMA því að þarna er frábær aðstaða til náms í matvæla og framreiðslu greinum. Hjördís deildarstjóri eða hún er kanski fagstjóri, opnaði skólan fyrir þessari keppni og er henni færðar sérstakar þakkir fyrir greiðvikni og hlýleg heit, að ógleymdu öllu því starfsfólki skólans sem þar kom við sögu.
Akureyri er hlýlegur og vinalegur bær, mér finnst alltaf ánægjulegt að koma til þeirra þarna fyrir norðan og finnst leitt að gera það ekki mun oftar. Að þessu sinni var þetta eitt spretthlaup, ég fór akandi á laugardagsmorgni og kom beint í keppnina, illa sofin og þreyttur eftir langan föstudag, sem endaði um klukkan þrjú aðfaranótt laugardags. Þó sýningu og keppni væri lokið klukkan fimm, þá var eftir mikil vinna í að vinna úr öllum myndunum, svo var farið út að borða um kvöldið og að kvöldverð loknum, svona rétt undir miðnætti, þá var kominn tími til að fara í hvíld svo ekkert varð úr því að skoða næturlífið, sem ku vera fjörlegt á svona góðviðris kvöldum.
Morguninn eftir að loknum góðum og langþráðum svefn, fórum við Guðjón vinur minn í morgunmat og fengum egg og beikon á Bautanum, að morgunverð loknum átti ég far með Sverri og Jakob, heim til höfuðstaðarins á stór Kópavogssvæðinu. Ég læt hér fylgja með nokkrar myndir en fleiri myndir (340) er hægt að sjá á vefsíðunni MOTIV . Ég hlakka til að fá næsta tækifæri til að koma í heimsókn í höfuðstað Norðurlands, Akureyrar, og mun leggja mig fram um að eiga þar ögn lengri stund en í þessari síðustu ferð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.10.2007 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2007 | 13:24
Orkan út í loftið !!!!!!!!!!!
Góður vinur sagði eitt sinn á góðri dönsku " theorian er god nok, men i praksis virker det ikke" því þetta fallega friðarljós sem tendrað hefur verið í Viðey, segir svo lítið í öllum þessum ófrið sem því miður ríkir í heiminum og ekki hvað síst innan borgarmarkana sem stendur. Nær hefði verið að lækka kílówattið til hins almenna neytenda, heldur en að puðra allri þessari orku út í geimin. Ég legg hér fram fyrirspurn um það hve mikla orku ljósið notar hver er kostnaðurinn við að reka það og ekki síst hver borgar?
Þetta eru álitlegar spurningar sem ég efast ekki um að margir vilja fá svarað. Rafstöðin við Elliðaár framleiðir um 3 Megawött að jafnaði, dugir hún ein til að reka þetta ljós, heyrt hef ég sagt að orkan sem fer í þetta ljós, dugi fyrir 35 meðal fjölbýlishús. Ef so er rétt er þá ekki rétt að takmarka þann tíma sem friðaljósið logar? Gjarnan vildi ég geta nýtt álíka orku til einhvers aðeins nytsamara, ég bara leyfi mér að segja það.
11.10.2007 | 12:29
BILLEGUR POPULISMI !!!
Steinunn Valdís notaði þessi orð á hæstvirta Alþingi nú fyrir hádegi, þar heldur hún uppi vörnum fyrir hæstvirtan fjármálaráðherra. Það er út af fyrir sig gott mál að halda uppi vörnun fyrir þá sem minna mega sín. En málið er bara þannig eins og háttvirtur þingmaður Jón Bjarnason sagði, að það er ekki forsvaranlegt að ekki sé hægt að fá svör við einföldum spurningum sem auðvelt ætti að vera að fá svör við og tregðan við þvi segir aðeins að einhverjir vilja FELA eitthvað fyrir alþjóð. Hér er í þessari frétt er fjallað um enn eina söluna sem ætluð er til einkavæðingar, já það hlítur að vera undirlægið að þessu öllu saman, en raunin er sú að einkavæðing veitufyrirtækja, hvort heldur er um orku, vatn, hita, eða fjarskipta, að þá hefur aðeins eitt komið út úr þeim gjörningum, gjaldskrár hafa HÆKKAÐ!!! Ekkert er að því að eðlilegur arður sé af fyrirtækjum ríkisnins, til framþróunnar afskrifta og eðlilega endurnýjun. Nýjir einka eigendur hafa ekki alltaf þessa sýn því þeim er mest í mun að græða sem mest fyrir sem minnst og þegar allt fer á versta veg fyrrast þeir allri ábyrgð. Alþingi Íslendinga er fyrir fólkið en ekki þingmennina, þangað velast fulltrúar fólksins, kjörnir með lýðræðislegri kosningu, en kjósendur eru ekki alltaf með það á hreinu til hvers það mætir á kjörstað og þegar að almenningi er vegið með skerðingum á bótum, skerðingu á heilbrigðis og læknisþjónustu, skerðingu á löggæslu, og síðast en ekki síst skerðingu á menntun barnanna okkar, þá skilur fólk ekkert í því hverjir kusu þessa menn á ÞING.
Enn og aftur minni ég á það að Íslendingar eiga Ísland, fólkið í landinu á þann sjálfsagða rétt að það geti búið hér við mannsæmandi kjör og af þokkalegu öryggi. Metnaðarleysi er eitt af því sem er að fara verst með samfélagið, öllum virðist sama hvernig málin enda og engin vill taka ábyrgð. Það er orðið tímabært að vakna til lífsins og kjósendur taki til óspiltra málanna og velji það fólk sem er að vinna fyrir fólkið en ekki valin hóp SJÁLFGRÆÐISMANNA.
![]() |
Vilja ekki heimila sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2007 | 21:52
EKKI VANÞÖRF Á !!!!
Þegar allt er logandi í ófrið innan borgarstjórnarflokkana allir að selja öllum allt og vilja flytja og breyta en engin veit afhverju? Þá er gott að hafa friðarsúlu og læra súludans, eða bara selja Norðurljósin, kanski vill Yoko kaupa þau fyrir gott verð, eða það væri hægt að setja þau sem innlegg í púkkið í Reikjavík Energy, ég bara segi svona!!!!
![]() |
Ein friðarsúla nægir Yoko Ono |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2007 | 12:16
HINGAÐ OG EKKI LENGRA Gísli Marteinn !!!!!!!
Það er með ólíkindum hvað mönnum sem taldir eru með þokkalega heilbrigða skynsemi, geti látið út úr sér af VITLEYSU. Vatnsmýrinn er eitt besta kjörlendi fyrir SAMGÖNGUMIÐSTÖÐ þjóðarinnar. Viðbótar byggð í vesturbæ? Ætlar Gísli Marteinn þá að rífa allan Laugarveginn til að leggja þar nýja hraðbraut, með eins og tveim bensínstöðvum og amk þrem skyndibitastöðum. NEI svona vitleysa getur ekki gengið, maður verður bara reiður við að lesa svona BULL.
Ég segi bara Háskólinn BURT og flugvöllurinn KJURT.
![]() |
Vatnsmýri fram yfir Geldinganes |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2007 | 22:25
BETUR MÁ EF DUGA SKAL !!!!!!
Já ég tek heilshugar undir orð Birgis Þórs Bragasonar, sem lesa má á blog síðu hans. Á tímum sem menn víla ekki fyrir sér að flytja og fjarlægja alla mögulega hluti, eins og sú árans vitleysa að láta sér detta í hug að færa Flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, þá mætti alveg ryðja úr vegi ýmsum byggingum sem standa í vegi fyrir eðlilegum umferðarmannvirkjum, eins og alvöru mislægum gatnamótum á Höfðabakka og Vesturlandsvegi og víðar þar sem sett hafa verið upp álíka mislæg umferðarljós. Menn nefnilega gleyma því að mesta hagræðingin er fólgin í því, að vera ekki að setja gildrur fyrir umferðina, með óþarfa umferðarljósum, óheppilegum hraðahindrunum og þrengingum, sér í lagi á safngötum sem eru víða ofhlaðnar slíkum búnaði. Ég ítreka og legg áherslu á það að nauðsynlegt er að hafa uppi nægilegar hraðahindranir og viðvaranir í íbúðahverfum/götum og sér í lagi í kringum aðgengi að skólum. En því miður hafa borgar og bæjar yfirvöld alltof oft farið fram úr hóflegri skynsemi í þeim efnum og eru sumar af svokölluðum hraðahindrunum í raun slysagildrur.
Álagsstýrð umferðaljós eru ekkert ný af nálinni, það eru um 30 ár frá því ég kynntist slíkum umferðaljósum í Svíþjóð og örfá hafa verið í notkun hér á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur til dæmis verið hálf asnalegt að bíða á rauðu ljósi við Miklubraut um miðja nótt og vera eini bíllinn þá stundina og komast ekki lönd né strönd meðan ljósdýrðin blikar öllum sínum litum í allar aðrar áttir, en grænu á móti þeim bíl sem bíður í amk 2-3 mínútur sem virðist heil eilífð á slíkum stundum.
Umferðarljós eru til að nota þar sem öðru verður ekki við komið til að stjórna umferð, í eina tíð voru engin umferðaljós, þá voru Lögreglumenn á öllum gatnamótum að stýra umferð þegar álagið var sem mest. Svo kom uppfinningin á rafvæddum umferðarlöggum eða eins og við þekkjum það í dag sem umferðarstjórnunarljós. Þau skila sínu hlutverki og hafa gert í ára raðir, en samt má aldrei ofgera hlutunum, því á stórum stofnbrautum og þjóðvegum er ekki til siðs að hafa slíka flösku hálsa hjá siðmenntuðum þjóðum.
Það verður gaman að sjá hvernig þetta nýja kerfi kemur til með að virka og mun ekki stranda á mér að gefa því umsögn eftir hóflegan tíma, hvort sem það verður í formi hóls eða gagnrýni. Ég segi bara til hamingju með þessar framfarir og með hjartanlegustu óskum um að þær skili þeim árangri sem til er ætlast.
Með ökukveðju Jón
![]() |
Umferðarljósum nú miðstýrt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 14:14
Jæja þá er þögnin rofin !!!
Já kæru lesendur ég hef verið fremur latur að skrifa að undanförnu, en mun nú bæta aðeins fyrir það. Ég hef verið í allskyns veseni og vafstri, meðal annars var ég um helgina á Torfærumóti á Hellu, frekar viðraði illa til mótshaldsins en menn létu sig samt hafa það. Á laugardeginum var frekar vont veður með smá rigningu er leið á daginn en á sunnudeginum var aftaka vindur og skyggnið oft lítið í sandrokinu. Keppnin var ekkert mjög tilþrifa mikil en þó komu smá rósir, ef svo mætti að orði komast. Finn Erik Löberg frá Noregi, varð stiga hæstur og sigraði keppnina, einnig varð hann heimsmeistari í torfæru 2007. Benedikt Eiríksson varð annar í keppninni og voru um tíma líkur á að Gunnar Gunnarsson myndi sigra, aðstæður til keppninar voru eilítið erfiðar og var talsvert um bilanir og brot á drifsköftum og öxlum. Áinn og mýrin eru sennilega með sjónrænustu atriðum keppninaramk áinn, en fáir komust í gegnum mýrina, sem er ein drullu ausa. Að þessu sinni var keppnin í tvo daga líkt og í fyrra en hér áður tók hún að jafnaði einn dag.
Samhliða þessari keppni, var opnuð ný svokölluð Mótorkrossbraut fyrir mótorhjól og voru það Þorgils Torfi Jónsson Oddviti og Örn Þórðarson Sveitarstjóri sem opnuðu hana formlega með því að klippa á borða og ræsa fyrsta hópin í brautina. Heimamönnum er greinilega í mun að stuðla að heilbrigðu og góðu umhverfi fyrir aksturíþróttir.
Fleiri myndir verður hægt að skoða á vefnum síðar þeas á;
www.123.is/MOTIVMEDIA og www.pixlar.is en þar verður einnig hægt að kaupa sér eintök á vefnum.
Kær kveðja Jón
12.9.2007 | 15:44
Kópavogsbær með allt niður um sig !!!!!
það er ekki við eina fjölina felda í Kópavoginum í dag, æ ofaní æ berast fregnir af alskyns misförum og vandræðagangi, hvar endar þetta??
Kæru lesendur, neðan greint bréf var sent til bæjarráðs Kópavogs í dag, og er þeim sem málið varðar ásamt fleirum til upplýsinga og fróðleiks, um það ástand er ríkir í fræðslumálum Kópavogs, sem meðal annars tengist barnaverndarmálum.
12.september 2007.Bæjarstjórn Kópavogs.
Efni: Ófremdar ástand í fræðslumálum grunnskólabarna.
Á síðustu misserum hafa skólamál í Kópavogi verið í algjöru skralli. Formaður skólanefndar hefur ítrekað látið utanað komandi öfl stýra sér og ekki unnið verk sín sem skildi, því það er í lögum um grunnskóla að hlutverk hverrar skólanefndar er að vinna að uppbyggingu náms skólaskildra barna og efla alla þá aðstöðu sem því fylgir og vinna eftir þeim fyrirmælum sem lögin segja. Það er nú einu sinni þannig með stjórnendur, að þeir taka ekki alltaf ákvarðanir sem öllum líkar, í sumum tilfellum eru slíkar ákvarðanatökur alfarið í höndum stjórnenda og í öðrum geta málefnin verið þannig að þær þurfi umræðu og umfjöllun viðkomandi aðila eins og kennararáðs, foreldraráðs, foreldrasamfélagsins og jafnvel æðri ráðamanna. Engin stjórnandi hvort heldur er skólastjóri, formaður skólanefndar, bæjarstjóri, forseti, ráðherra eða hvaða einræðisherra sem er, kemst í gegnum feril sinn án þess að hljóta gagnrýni fyrir ákvarðanir sínar og störf, því ef eitthvað er gagnrýni vert sem gert hefur verið, vitnar það aðeins um það að viðkomandi hafi verið að störfum. Síðan er hin hliðin, því mismunandi er hve ákvarðanir eru almennt til heilla eða almennt til vamsa. Hæstvirtur bæjarstjóri vor er að reyna að þröngva upp á bæjarbúa skipulagi á Kársnesi sem almennt er talið til vamsa og hefur fengið hávær mótmæli íbúa, skólanefndarformaðurinn er að þvinga fram aðgerðir sem almennt eru til vamsa og leggur ekki metnað í að efla fræðslumál í grunnskólum bæjarins. Allir skólastjórar bæjarins hafa mikin metnað til að vinna gott starf, með góðu innleggi til barna okkar, til þroska og menntunar, við góðan orðstýr megin þorra foreldra. Afrakstur af þessum neikvæðu störfum og ákvörðunum skólanefndar formannsins og fræðsluskrifstofu, er að hátt í þrjátíu starfsmenn eins skólans sögðu upp störfum. þrátt fyrir að útlit var fyrir að búið væri að ráða í flestar kennarastöður við skólann, átti þó eftir að ráða í all margar stöður skólavarða og húsvarðar, sem að vísu var komin á aldur. Skólanenfd réði til skólans skólastjóra með góða reynslu í kennslustörfum en líklega minni reynslu í stjórnunarstörfum í samanburði við aðra umsækjendur, ef marka má gagnrýni minnihlutans, en ég bind vonir mínar við að henni farnist vel í sínu starfi og hefur hún meðal annars sínt það í verki með því að gera ekki neinar róttækar breytingar, á hefðbundnum verkefnum sem við lýði hafa verið í skólanum, frá upphafi hans. En þar sem allir tónmenntakennararnir sem störfuðu við skólan sögðu upp störfum, er ekki von á sama metnaðarfulla tónlistarlífi sem skólinn hefur haldið uppi á undaförnum árum, með ýmiskonar tónleika og tónlistarhaldi frá upphafi hans. Þau fengu óréttmæta, neikvæða og móðgandi gagnrýni frá formanni foreldrafélagsins á liðnum vetri, sem varð til að draga úr þrótt þeirra og elju, sem líklega hefur átt þátt í uppsögnum þeirra sem nú eru orðnar. Þrátt fyrir að útlit væri fyrir því að fullskipað yrði í kennaralið skólans við upphaf hans, þá er raunin önnur, tíundi bekkur sem á að útskrifast í vor með grunnskólapróf, hefur ekki fengið þá kennslu sem honum ber, ekki hefur verið nein dönskukennsla nema í undatekningar tilfellum og allmargir tímar hafa fallið niður og börnin send heim í stað þess að þeim væri veitt kennsla í neinu. Nú er svo komið að í dag urðu viðbótar forföll og er þá kennsluskerðing orðin í verulega hárri prósentu af þeim kennslustundum sem liðnar eru af þessu skólaári, engin dönskukennsla hefur verið í flestum bekkjum unglingastigsins, það segir okkur að um 12 kennslustundir vantar upp á kennsluskylduna á hvern bekk amk. sem er að lágmarki 170 kennslustundir á mánuði. Í dag (12. sept)voru veikindi sem orsökuðu það að annar tíundi bekkurinn fékk ekki tvær kennslustundir í stærðfræði og tvær í náttúrufræði alls fjórar af amk. 6 kennslustundum. Þetta ástand er algjörlega óviðunandi og er bein afleiðing af gjörningi skólanefndar formanns og fræðslustjóra, uppnám í starfsliði skólans kemur fyrst og fremst niður á menntun barna okkar. Hvað svo sem mönnum hafa greint á með stjórnun skólans áður þá er það lítilræði miðað við þessar hörmungar sem börnin þurfa að ganga í gegnum núna og þá skerðingu, sem ég geri kröfu um að þeim verði bætt, þar sem þetta er skóla skilda ákvörðuð með landslögum.Ég lýsi vantrausti á skólanefndarformanninn og fræðslustjóra, og geri kröfu um afsögn þeirra og fengnir verði fagmenn til að vinna að uppbyggingu bættra fræðslumála í Kópavogi. Það er með öllu óviðunandi að yfirstjórn skólamála vinni að niðurrifi í stað uppbyggingar, það er ekki í anda stefnu Kópavogsbæjar, hvað þá skólastefnu bæjarins sem leit ljós í tíð Ármanns Kr. Ólafssonar sem af mikilli einurð vann að jákvæðri og hvetjandi uppbyggingu í fræðslumálum bæjarins.
Í framhaldi af þessum skrifum vill ég árétta þá kvörtun mína um Trúnararbrest sem átti sér stað síðastliðin vetur. Beindi ég ásökunum mínum til bæjarráðs um að skólanefnd hefði rofið trúnað. Það er því með öllu óhæft að senda málið til umsagnar þeim sem ásakaðir voru, vitaskuld kannast þau ekki við neitt, en málið er augljóst. Það var ritað í trúnaðarbók og bar að höndla það sem slíkt, þarna var um ásökun á starfsmann skólans sem engin fótur reyndist fyrir og þó svo að fleiri komi að málinu eins og mæðurnar sem sendu inn kvörtunina þá bar þeim einnig að halda trúnað í málinu þó ekki væri nema gagnvart hinum meinta, sem síðan reyndist saklaus, því engin er sekur fyrr en sekt hans er sönnuð. Og það að senda síðan svar við neðan greindu bréfi, sem er umsögn þess sem meintur er um trúnaðarbrot, er eins og fela meintum þjófi ransókn á eigin broti.
---------------------------------------------
2. febrúar 2007. TRÚNAÐARBRESTUR !!
Til bæjarráðs Kópavogs.Kæra bæjarráð, í desember síðast liðnum barst mér símtal frá blaðamanni á Blaðinu, þar sem hann var að spyrjast fyrir um mál er varðaði skólavörð sem starfar í Smáraskóla. Virtist blaðamaðurinn vera nokkuð inn í málunum og vissi meira en ég um málið, en ég hafði heyrt á skotspónum um þetta mál. En hvernig má það vera að mál sem berst skólanefnd og er bókað í Trúnaðarbók sé komið í hámæli og það í blöðin? Ég vil að ransakað verði hvernig þessi trúnaður var rofinn og að svona hlutir geti ekki átt sér stað. Mál sem send eru sem trúnaðarmál eiga ekki að fara út fyrir þann ramma sem málið kemur við. Í þessu tilfelli hefur mér síðar lærst að þarna var misskilningur á ferðinni og tungumálaerfiðleikar, en ekki rök fyrir þeim ásökunum sem upphaflega voru lagðar fram og málið látið niður falla. Það er skoðun mín að í svona tilfellum þá eigi umsvifalaust að funda með viðkomandi skólastjóra, skólanefnd, fulltrúar frá félagsmáladeild og jafnvel Lögreglu ef þörf þykir. Einstök persónuleg mál sem eru jafn viðkæm og svona mál eiga að ritast í trúnaðarbók, á sínum tíma var hún stofnuð til slíkra hluta.Virðingarfyllst,Jón Svavarsson formaður foreldraráðs Smáraskóla.
Svar frá bæjarritara;20. febrúar 2007Efni: Svar við tölvupósti um hugsanlegan trúnaðarbrest.Á fundi bæjarráðs Kópavogs þann 8. febrúar sl. Var lagður framm tölvupóstur frá þér dagsettur 2. febrúar. Var erindinu vísað til umsagnar fræðslustjóra. Umsögn hans var lögð fyrir bæjarráð þann 15. febrúar sl. Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:
Formaður skólanefndar tók málið fyrir á fundi nefndarinnar 5.2. sl. Enginn viðstaddra kannaðist við að hafa fjallað um málið utan Trúnaðarhrings nefndarinnar og fræðsluskrifstofu. Undirritaður hefur Engar upplýsingar um kerfislega meðferð málsins utan þess ramma Sem vikið er að í bréfi fyrrverandi formanns foreldraráðsins. Umrætt mál er tilkomið vegna umkvartanna foreldra barna í Smáraskóla. Óánægðir foreldrar eru óbundnir varðandi það að ræða við þá sem þeim sýnist um óánægju sína þó sv að þeir hafi kvartað viðfræðsluskrifstofu og skólanefnd. Það er því óvarlegt að tala um trúnaðarbrest þar sem fjöldi málsaðila er ekki bundin neinum trúnaði.Að framansögðu tel ég að ekki hafi verið um neinn trúnaðarbrest að Ræða og að skólanefnd og fræðsluskrifstofa séu saklaus af þeim Ávirðingum sem bréfritari gefur í skyn.
Með umsögn fræðslustjóra telst málið afgreitt af hálfu Kópavogsbæjar.Þetta tilkynnist þér hér með.Sign, Páll Magnússon bæjarritari. Það vekur athygli að málið er tekið fyrir í bæjarráði þann 8. feb en umsögnin er bókuð 5. feb. sem segir enn og aftur hve slæleg vinnubrögð eru þarna á ferð. TRÚNAÐARMÁL er trúnaðarmál og það sérstaklega í svona viðkvæmum málum sem eyðilagt geta æru manns sem svo reyndist saklaus. Ljóst er að trúnaðarbrestur var í þessu máli og hvað svo sem skólanefnd bægir því frá sér þá var það í þeirra verkahring að benda þesum mæðrum á trúnað þeirra á meðan málið væri rannsakað, því þeirra er ekki síður skylda að gæta trúnaðar gangtvart málsaðilum, því er þessi trúnaðarbrestur á ábyrgð skólanefndar. Vitaskuld er umræða um óánægju ekkert trúnaðarmál, en þarna var um alvarlegar ærumeiðandi ásakanir en ekki léttvægar kvartanir nokkurra kerlinga. Kvartanir eru til að ræða um og skoða. Annars væri ekki hægt að endurskoða stefnu og ákvarðanir og breyta ef ástæða þykir til. En of oft eru kvartanir ekki með þeim rökum eða tillögum um hvernig hlutirnir megi betur fara. Jákvæð umfjöllun rökfastar ábendingar leiða til betri hluta. Neikvæðar umfjallanir, niðurrif og níðskrif eru aldrei til uppbyggingar og sjaldnast nokkuð að marka slík skrif og nöldur.Með virðingu og vinsemd,
Jón Svavarsson foreldri, fyrrverandi formaður foreldraráðs Smáraskóla til tíu ára, fyrrverandi fulltrúi foreldra í skólanefnd, og starfað að grunnskólamálum í tvo áratugi
![]() |
Kjaftasaga að barnaverndarstarfsmenn flýi Kópavog" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.9.2007 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.9.2007 | 21:02
Aldrei of varlega farið með rafmagn !!!
þetta er kanski líkt og er með allan bagsla gangin á öllu í Kópavoginum þessa dagana, kanski hefur ekki verið vandað nóg til frágangs á rafmagnsbúnaðinum, líkt og það á að hola nokkur þúsund manns á Kársnestangan og ekkert að gera í flæði línum þangað út, heldur að bíða eftir að allt springi. Sem segir okkur að allar þessar áætlanir á stækkun iðnaðar og íbúðasvæðis á Kársnesi eru illa ígrundaðar áætlanir og í engu samræmi við flutningsgetu umferðaræðana um nesið og þá gerist það sama og þegar rafmagnslínur eru oflestaðar, þær brenna yfir og eyðileggja allt í kringum sig.
![]() |
Eldsupptök í sumarbústað rakin til rafmagnsbilunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2007 | 15:46
Ég sagði það alltaf !!!!!!
![]() |
Samningsákvæði um einkarétt á fjarskiptaleiðslulögnum gildir ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2007 | 13:42
Síðustu forvöð !!!!
það eru að verða síðustu forvöð að koma í veg fyrir þau hroðalegu mistök að byggja Háskólan í Reykjavík við Hlíðarfót. Framkvæmdir eru í fullum gangi á svæðinu og áætlað er að hefjast handa við nýbyggingu skólans eftir helgi. því er enn tækifæri til að sjá sig um hönd. Ég hef sagt það áður að á því svæði ætti að rísa samgöngumiðstöð og ný flugstöð fyrir innanlands flug. það skal ég lofa ykkur að ef þessi skóli verður reistur, sem því miður er að verða staðreynd, þá er alveg örugt að á fyrsta degi sem hann tekur til starfa, munu byrja að duna kvartanir vegna hávaða ónæðis frá flugvellinum. Háskóli Íslands er það hæfilega langt frá flugvellinum að síður gætir ónæðis þar en þó. Aftur á móti er HR að rísa nær beint undir einni aðflugs stefnunni og það við brautarendan, það sér hver heilvita maður að hrópar á VANDAMÁL. Ég segi vanalega að það eru engin vandamál, heldur mismunandi lausnir, því hefði verið langbesta lausnin að Háskólinn í Reykjavík hefði valið sér lóðina í Garðabæ og þannig haft sérstöðu frá Háskóla Íslands, samanber Háskólinn á Bifröst og fleiri skólar á því stigi, sem fólk velur vegna kyrðarinnar og friðsemdar í umhvefinu.
31.8.2007 | 12:53
Af hverju ekki að rífa ráðhúsið????
Það er skemmst frá að segja að á sínum tíma og enn í dag þá er Ráðhús Reykjavíkur á skjön við allt skipulag umhverfis það og stór hópur fólks, þar á meðal minnihluti í borgarstjórn á móti byggingu þess í upphafi. Því er stóra spurningin, hvenær menn vilja rífa RÁÐHÚSIÐ, menn hafa nefnilega ekki gert sér grein fyrir hve verðmæt lóðin er þarna við Tjarnargötuna? Væri ekki líka ráð að fylla upp í Tjörnina og byggja þar háhýsi? En ef menn halda að ég sé að tala í einhverri alvöru með Tjörnina, þá vil ég taka það fram að ég er fylgjandi því að Tjörnin verði á sínum stað og flugvöllurinn kjurr þar sem hann er. Annars er aleg makalaust, hvað menn vilja vera að rífa alla hluti allt þarf að vera NÝTT, á þá ekki að endurnýja fólkið líka? Er það ekki orðið gamalt drasl, sífelt nöldrandi um allt? Hvar endar þetta?
Hugsið málið og skoðið stöðu ykkar, afhverju eru allar eignir á landinu að verða á fárra höndum? Hver á í raun íbúðina sem þú býrð í? Kaupþing, Landsbankinn, Glitnir, Íbúðalánasjóður eða einhver annar fjárfestir sem á veðið í litlu íbúðinni þinni. Ég á alla vega ekki mína, þrátt fyrir að hafa verið að borga af henni í 13 ár.
![]() |
Borgarráð samþykkti niðurrif húsa við Laugaveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2007 | 00:19
Unglingar og miðbæjar drykkja!!!!!!
Ég get nú ekki látið hjá líða að skrifa smá um miðbæjardrykkjuna, en líklega flestir sem verst eru á sig komnir hófu drykkjuna í heima húsum og samkvæmt nýjustu upplýsingum, þá eru lílega hugmyndir á lofti um það að selja ekki ölvuðu fólki áfengi alla vega ekki í miðborgarkvosinni. en það gæti tekið með sér nesti að heiman, hvað gera bændur þá? Hins vegar er sorglegt að horfa uppá unglinga sveiflandi bjórdósum og flöskum með áfengum drykkjum, unglingum sem eru jafnvel enn í grunnskóla.
Fyrir um 7 árum síðan var lögeglan enn sýnileg í miðborginni, þá var það lenska að hópast í miðbæinn og torgið var fullt af fólki, sífeldar fréttir eftir hverja helgi um ölvun og múgsöfnuð í miðborginni. Þá var löggan ekki komin með eftirlitsmyndavélar og þeir þurftu að horfa uppá hroðan með berum augum, þá var löggan ekki komin með stafræn fjarskipti sem getur sýnt hvar löggubílarnir eru niðurkomnir. Nei þá var öldin önnur, þá voru LÖGGUR í miðborginni og fljótir að bregðast við ef einhver brá upp hnefa. Núna horfa þeir bara á skjána á löggustöðinni og horfa uppá lýðinn misþyrma hvert öðru ef ekki að sálga hvor öðrum! Því miður er ekki til nein töfralyf til að koma í veg fyrir ofbeldi, engar snjallar lausnir, aðrar en þær að fólk á að vera gott við hvort annað og elska friðinn.
Sýnileg löggæsla er besta forvörnin, löggubíll í vegkanti, eða við gatnamót, eða bara á ferðinni, er sennilega ein af bestu forvörnum í umferðamálum og blikka aðeins bláu ljósunum á þá sem eru að gleyma sér, gangandi löggæslumenn í miðborginni og á vappi um iðnaðar og íbúðahverfi, sýnilegir, vingjarnlegir og hjálpfúsir. Þannig áskapa þeir sér virðingu meðal fólksins, þannig eru þeir ÞJÓNAR LAGANA, ekki eitthvað sakavald, sem er fyrst og fremst í huga að nappa einhvern, koma mönnum í handjárn svo þeir geti ekki hreyft sig, eða tjóðrað niður konur ef þær vilja ekki pissa. Það þarf að koma af stað hugarfarsbreytingu og þá á ég við hjá öllum, því ef við getum ekki verið í sambúð í tilverunni í sátt og samlyndi, þá verðum við alltaf í óttanum og vitum aldrei hvað bíður okkar á næsta horni.
Sjá fleiri myndir frá Menningarnótt á; www.123.is/MOTIVMEDIA
24.8.2007 | 15:54
Lögreluríkið ÍSLAND !!!
Ég hef sagt það áður og segi það enn, það er með ólíkindum hvað hægt er að leggja sig fram við að eltast við TITTLINGASKÍT, almennur umferðahraði á þessum tvöföldu stofnbrautum í Reykjavík er að jafnaði 80 - 90 Km á klukkustund, meir að segja LÖGREGLAN ekur á þeim hraða með umferðinni.
Ég er þó á því að þegar út fyrir þessar brautir er komið þá skuli vera hertar hraðatakmarkanir að jafnaði 50 og við skóla og þröngum húsagötum 35 Km á klukkustund, það eru svæði sem mikilvægt er að vera vakandi og aka ekki of hratt um. það er náttúrulega hlægilegt ef það er staðreynd að aðeins sé leyfður 60 Km hraði á hringbrautinni frá Snorrabraut að Melatorgi, þar sem við hæfi væri að hafa 80 Km hraðamörk og það 60 Km vestur úr, því þar eru aðstæður allt aðrar. Það virðist vera sem menn gleymi því til hvers við erum á bílum og hvað búi undir því að hafa greiðar samgöngur, hönnuðir umferðamannvirkja halda að málin leysist við að hafa sem flest umferðaljós, NEI og sko aldeilis ekki. Þau eru tæki til að stjórna umferð þar sem annað er ekki í boði.
Á stórum stofnbrautum eins og Vesturlandsvegi, Reykjanesbraut, Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Sæbraut, Hafnarfjarðarvegi og Suðurlandsvegi, ættu EKKI að finnast umferðarljós, heldur mislæg gatnamót af bestu gerð. Það heitir að vera forsjáll og greiða fyrir umferð.
![]() |
422 ökumenn fá sekt fyrir að aka of hratt á Hringbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2007 | 15:22
Hræðileg MISTÖK, hræðileg MISTÖK !!!!
Ég segi bara ÆÆÆÆÆÆÆ og aftur ÆÆÆÆ, og get ekki annað, þetta verður eitt sorglegasta SKIPULAGS KLÚÐUR sem um getur, þegar fram í sækir. Það er eins og það séu einhver öfl að reyna að brjóta niður starf þessa fína skóla, með því að hola þeim þarna niður, umferðamannvirki á svæðinu og rými fyrir bílastæði er ekki af þeirri stærðargráðunni að þola þetta. Auk þess sem þarna hefði átt að rísa samgöngumiðstöð, sem myndi þjóna sérleyfis og hópferðabílum auk innanlandsfluginu, sem er í löngu úrsér genginni flugafgreiðslu, þó hún standi sig vel. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því hve mikil mistök þetta séu, skólanum bauðst glæsilegt land í Garðabæ, sem hefði sómt sér vel fyrir þennan virta skóla og þar er nægt landrými til framtíðar og stækkunar síðar. Mér kemur einnig í hug að þarna séu á ferðinni öfl sem knúin eru af þrífættum kerlingum sem vilja flugvöllin burt, en hann verður kjurt.
Nú þegar er erfit um vik með umferð að Háskóla Íslands sem er hinu megin við Vatnsmýrina, en athugið að þorri þess fólks sem sækir þessa skóla kemur flest úr sömu átt, þannig að álagið á umferðinni um Bústaðaveg, Miklubraut, Hringbraut og ekki síst Flugvallavegin sjálfan á eftir að verða þvílíkt klúður. Menn hafa ekki hugsað um þetta til enda frá öryggissjónarmiði og gera sér ekki grein fyrir því að ein helsta öryggismiðstöð landsins er þarna í miðri hringiðunni við Skógarhlíð, bara sem lítið dæmi, gætu sjúkra og slökkvibílar lent í erfiðleikum með að komast frá Skógarhlíðinni.
Hins ber svo að geta að stór hluti svæðisins er í mýri sem er 4 til 6 metrar á dýpt og með tiliti til þess að menn eru nú að hugsa um að fara vernda mýrlendi vegna fuglalífs þá ættu menn að fara skoða málin heima hjá sér. Einnig er nú þegar horft til vandamáls vegna hávaða frá flugvellinum því umferðin þar er ekkert að minnka. Sífelt fleiri þotur fara um völlin og er þegar verið að gera ráðstafanir til að hýsa jafnvel enn fleiri þotur auk þeirra sem aðeins stoppa við stutta stund, að ógleymdri Landhelgisgæslunni sem er þarna rétt við hliðina en þyrlur hafa þann ókost að vera með hávaðasömustu loftförum, þó svo að sífeldar nýjungar vinna að því að gera allt flug hljóðlátara og enn öruggara, en flug er líklega einn öruggasti ferðamátin sem hugsast getur
Ég vil taka það fram, að þessi skrif mín um þetta mál eru eingöngu sprottin af vel vild í garð þessarar virtu menntastofnunar, en ég leyfi mér að efast um að þeir sem úthlutuðu þessu landi beri sama hug til Háskólans í Reykjavík, því of mikið ber í milli til þess að þetta muni ganga upp.
Ég skora á viðkomandi aðila að endurskoða þennan gjörning og finna skólanum betri og varanlegri stað þar sem hann getur blómstrað og veitt ungmennum okkar menntun af hæstu gráðu.
![]() |
Landið helgað með eldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2007 | 05:12
Erfið leit framundan !!!
Björgunarsveitarmenn á suðausturlandinu eiga erfit verk fyrir höndum, ef marka má lýsingar kunnugra og þær glæsilegu myndir sem birtust á bloginu hans Sigurpáls, http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/292164/#comment562508 , þá er greinilegt að þarna eru með erfiðustu aðstæðum og líklega sú sorglega staðreynd að piltarnir gætu leynst þarna í einhverri sprungunni. Kunnugir segja að jökullinn sé á mikilli hreyfingu á þessum slóðum og menn sem hætta sér út á ísbreiðuna í skriðjöklinum geta átt von á að ferðast talsvert með honum á skömmum tíma.
Björgunarsveitir sem koma að leitum sem þessum eru að fórna miklu og leggja sig í mikla hættu á jöklum sem þessum, fórnfúst starf björgunarsveitana er einnig undir vinnuveitendum komið og ætti ríkið að taka tillit til þess með einhverjum hætti, til dæmis með styrkjum eða öðrum viðurkenningum, því oft geta menn verið dögum saman frá vinnu vegna stórra björgunar og leitaraðgerða. Sjálfur hef ég tekið þátt í flestum þeim björgunar og leitar aðgerðum sem komið hafa upp á síðast liðnum fjórum árum og nú síðast með að koma STJÓRNSTÖÐVARBÍL Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, austur í Skaftafell, en hann er eini bíllinn á landinu sem er sérstaklega ætlaður til slíkra verka, en það eru þó til tvær eða þrjár minni útgáfur af álíka bílum. Þessi bíll er komin nokkuð til ára sinna og mætti vera aðeins stærri og er það hugmynd mín að arftaki hans verði í formi rútu á fjórhjóladrifi, með allan þann búnað sem fyrir er í þessum bíl ásamt litlum eldhúskrók og snyrtingu. En nýr slíkur bíll kostar amk 20-40 miljónir ef vel ætti að vera og væri það frábært framtak að hið opinbera myndu leggja til fé í þá endurnýjun.
Þessi bíll sem nú er í notkun var upphaflega gjöf Kvennadeildar Flugbjörgunarsveitarinnar til starfsins en þær hafa á margvíslegan hátt stutt dyggilega við bakið á starfi sveitarinnar. Ýmsir aðilar hafa lagt til búnað í bílinn Radíóþjónusta Sigga Harðar, Síminn, Opin kerfi og mun fleiri sem ég því miður hef ekki nógu góðar upplýsingar um, en allt það sem bílnum hefur verið lagt til hefur verið notað af kostgæfni og komið í góðar þarfir. Það er einnig deginum ljósara að þörfin fyrir svona bíl er mikil, þó svo að ekki komi mjög oft til að kalla hann út í aðgerðir en þær eru þó nokkrar á hverju ári og eins og með hverja þá útkallseiningu sem til þarf þá þarf hann að vera til staðar þegar þörf krefur. ég hvet alla landsmenn að sýna björgunarsveitunum hlýhug og styðji við bakið á ötulu starfi vaskra manna og kvenna.
![]() |
Enn hefur ekkert spurst til þýskra ferðalanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Frétta viðhorf og samfélagið !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 78462
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 18.2.2021 Miðborgir/bæjir og Borgarlína gegn bílafólki!
- 15.5.2020 Það er ekki örugt nema það sé örugt!
- 26.4.2020 Kominn tími til !
- 29.3.2011 ICESLAVE NEI TAKK !!!
- 16.11.2010 Á VIRKILEGA AÐ FAGNA MISGJÖRÐUM !!!
- 16.10.2010 ENN er KINDABYSSUNNI veifað !!!!
- 16.10.2010 Þeir RÍKU verða ríkari og FÁTÆKIR fátækari !!!
- 16.6.2010 Bara loka Borginni vesta Elliðaár !!!
- 6.6.2010 Bara rekan og ráða nýjan !!!
- 19.5.2010 Lokum bara LANDSPÍTALANUM hann er hvort eð er svo dýr í rekst...
- 19.5.2010 Ég skal kaupa HS Orku !!!
- 3.5.2010 Blekking til að fá að Hækka IÐGJÖLD!
- 28.4.2010 Enda flokkur í ÚTRÝMINGARHÆTTU !!!
- 13.4.2010 MISTÖK Á MISTÖK OFAN !!!
- 1.4.2010 Alltof seint í rassin gripið !!!
Spurt er
Tenglar
Ljósmyndun
Upplýsingar og þjónusta fyri ljósmyndara.
- MOTIV Ljósmyndaþjónusta
- Framköllun stækkanir Einnig atburða vefur til að kaupa myndir
- MOTIV ljósmyndir
- Sölu og viðgerðarþjónusta Myndavélar og fylgihlutir.
- Ljósmyndavefur sala Ragnar Th.
- Myndabanki Stock photos
- MOTIV á 123.is
Bloggvinir
-
kleopatra7
-
olinathorv
-
gudruntora
-
nanna
-
lillagud
-
stjornlagathing
-
draumur
-
dagsol
-
kreppan
-
kally
-
raksig
-
herdis
-
annamargretb
-
margretrosa
-
helgafell
-
lauola
-
bjarkey
-
netauga
-
domubod
-
ingunnjg
-
keg
-
steingerdur
-
annaragna
-
liljan
-
trukona
-
lady
-
estro
-
sms
-
bifrastarblondinan
-
agny
-
katja
-
eddabjo
-
alla
-
gudridur
-
jona-g
-
nupur
-
blekpenni
-
asgerdurjoh
-
kolgrima
-
katrinsnaeholm
-
halkatla
-
gislina
-
tothetop
-
fia
-
kolbrunb
-
jarnskvisan
-
thorasig
-
bryndisisfold
-
jonaa
-
gudfinna
-
thorbjorghelga
-
eyglohardar
-
helgasigrun
-
vglilja
-
ranka
-
abg
-
joninaben
-
gurrihar
-
motiv
-
doritaxi
-
edvard
-
formula
-
fridrikomar
-
gunnarkr
-
ktomm
-
ragnarborg
-
reynsla
-
siggisig
-
stormsker
-
sveinnhj
-
konur
-
810
-
annakr
-
addamaria
-
alfheidur
-
asdisran
-
astan
-
begga
-
beggibestur
-
benna
-
beggabjuti
-
biddam
-
birgitta
-
brostubara
-
brynja
-
bubot
-
daman
-
diddan
-
ellasprella
-
erlaosk
-
estersv
-
evathor
-
fanneybk
-
fannygudbjorg
-
fararstjorinn
-
fjola
-
fridust
-
gmaria
-
grazyna
-
goodster
-
gudrunjona
-
gudrunmagnea
-
gyda
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
hlinnet
-
hugrenningar
-
idno
-
ingabesta
-
ingibjhin
-
ingibjorgelsa
-
ippa
-
ipanama
-
isdrottningin
-
jahernamig
-
kittysveins
-
kketils
-
klaralitla
-
konukind
-
ladyelin
-
lara
-
larahanna
-
liljabolla
-
margretloa
-
mariaannakristjansdottir
-
mariakr
-
marzibil
-
mongoqueen
-
ollasak
-
olofdebont
-
pannan
-
ragnhildur
-
roslin
-
ringarinn
-
saedis
-
saragumm
-
sifjar
-
sigrunfridriks
-
sirrycoach
-
skessa
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sveitaorar
-
thorunnvaldimarsdottir
-
villagunn
-
id
-
morgunbladid
-
vestfirdir
-
armannkr
-
biggibraga
-
binnirarfn
-
bjarnihardar
-
brandarar
-
brandurj
-
businessreport
-
drengur
-
ea
-
esv
-
fiskholl
-
folkerfifl
-
fridjon
-
fsfi
-
gattin
-
gebbo
-
golli
-
gudmundurmagnusson
-
gudni-is
-
hafstein
-
hlekkur
-
hnodri
-
hogni
-
hvala
-
ibb
-
icekeiko
-
jax
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kentlarus
-
ketilas08
-
killerjoe
-
korntop
-
krams
-
kristinnhalldor
-
krilli
-
ljosmyndarinn
-
malacai
-
nosejob
-
olafurfa
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
pallvil
-
palmig
-
photo
-
runarsv
-
saethorhelgi
-
skrekkur
-
stebbifr
-
steinibriem
-
svei
-
thj41
-
vefarinnmikli
-
valurstef
-
vefritid
-
iador
-
svanurg
-
ksh
-
margretsverris
-
einarorneinars
-
ejk
-
heidihelga
-
benediktae
-
baldher
-
elvira
-
rannveigh
-
addags
-
minos
-
heidarbaer
-
aslaugfridriks
-
naflaskodun
-
jyderupdrottningin
-
franseis
-
hrannsa
-
valdimarjohannesson
-
arnthorhelgason
-
bookiceland
-
minnhugur
-
thordisb
Eldri færslur
2021
2020
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Nýjustu færslurnar
- Gosmóða?
- "RANNSÓKNIR HAFA SÝNT" AÐ RASISMI ER AÐ MESTU Í HÖFÐI ÞEIRRA SEM TELJA SIG HAFA ORÐIÐ FYRIR HONUM......
- Í skjóli ESB-stjarnanna svikin við þjóðina
- Ofbeldishneigði dvergurinn í Portland
- Ætla Íslendingar að afhenda þúsund ára Alþingi sitt til búrókratanna í Brussel?
- Hvernig á að komast hjá handtöku
- Lífið krefur okkur um meira en að við séum "næs" "djókarar"
- Leynd fyrir Brusselmenn
- ESB eða ekki
- Trans-einstaklingur?