Bjargvættir lands og þjóðar 2 !!!

wlhg_060508_jsm2816.jpg wlhg_060508_jsm2797.jpg

Í sumar mun Landhelgisgæslan eignast nýja og fullkomna eftirlits og leitarflugvél, af gerðinni De Haviland Dash 8. Samskonar vélar hefur sænska strandgæslan fengið nú þegar og þá fyrstu af þrem fyrir um ári síðan. Ég naut þeirra forréttinda að fá að skoða hana að innan og utan og tók að sjálsögðu fullt af myndum af henni. Ég hef einnig notið þeirra forréttinda að geta aðstoðað Landhelgisgæsluna í leitarflugferðum, með Focker F27 flugvélum gæslunar, marg oft og fyrst á Þorláksmessu 1975, en þá var verið að leita að lítilli flugvél sem var í ferjuflugi frá Goose Bay og átti að koma til Reykjavíkur, en fannst ekki fyrr en tæpum þrjátíu árum síðar, er brak úr henni kom í botnvörpu togara á Faxaflóadjúpi. Síðan hef ég farið í allmörg leitarflug og eitt almennt gæsluflug. Eftir þeassa reynslu mína, hef ég sannfærst um mikilvægi þess að Landhelgisgæslan hafi yfir að ráða jafn öflugri vél og þessari og jafnvel tvær frekar en eina, því um tíma hafði gæslan yfir að ráða tveim F27 flugvélum; TF-SYR og TF-SYN. Með tilkomu nýju vélarinnar, Dash 8, sem væntanleg er í sumar, þá eflist tækjabúnaður gæslunar verulega svo ekki sé meira sagt. Nýja vélin hefur yfir að ráða mun öflugri RADAR og leitartækjum auk myndavéla sem sjá við erfiðustu skilyrði auk Infrarauða hitamyndavélar sem munu nýtast best í leitarflugi þar sem annars sést nánast ekkert, þannig verður auðveldara að finna skipbrotsmenn til dæmis í flotgöllum eða minni björgunarbátum sem annars varla sjást með berum augum. Með aukinni tækni og skilvirkni tækjana ganga leitir fljótar fyrir sig og líkur aukast verulega á að hið týnda finnist og það þá á skemmri tíma en annars og eykur það hagkvæmni í öllum rekstri og bjargar væntanlega mannslífum.

Svíar keyptu þrjár alveg eins vélar, þó þeir hafi kanski álíka mikla strandlengju að líta eftir og við, en kanski ögn þéttari skipaumferð, á móti hafa Íslendingar miklu umfangsmeira hafsvæði að gæta sem talið er í þúsundum ef ekki tugþúsundum ferkílómetra. Væntanlega mun TF-SYN ljúka starfævi sinni með tilkomu nýju vélarinnar og er það fagnaðar efni að vita til þess að stjórnvöld og Landhelgisgæslan ætli að varðveita hana og muni ánafna Flugmynjasafninu á Akureyri TF-SYN til varðveislu.  Þó að þessi vél sé ekki eldri en raun ber vitni, en hún er smíðuð 1976 þá er hún heldur ekki eins mikið flogið og margar systurvélar hennar, en þar sem framleiðandin fór á hausin og hætti þá rekstri fyrir allmörgum árum þá eru þessar vélar að verða stopp vegna skorts á varahlutum, því ekki er leyft neit mix eða bráðbirgða tjasl á flugvélum. Það eitt er í raun það eina sem er að stoppa þessar vélar í dag. Það verður fögnuður er þessi flugvél bætist í hóp vel varðveittra samgöngutækja sem þjónað hafa út sinn tíma áfalla laust. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af þessum umrædduvélum bæði að utan og innan.  apríl 2009.

wlhg_060508_jsm2883.jpg wsar_020708_jsm6894_680314.jpgwlhg_060508_jsm2948.jpgwlhg_060508_jsm2887.jpgwlhg_060508_jsm2919.jpgwSAR 020708_JSM6928

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bjargvættir lands og þjóðar !!!

Af tæknilegum mistökum þá skrifaðist þessi færsla hér að ofan yfir fyrri færslu sem átti við sjúkraflug með veika konu 9. apríl 2009, en hér á eftir koma þakklætisorð til hinnar frækilegu þyrlusveitar Landhelgisgæslunar.

Það er engum spurningum um það að fletta að við eigum sérstaklega öfluga þyrlubjörgunarsveit og hefur verið talað um það að það þurfi að vera að minnsta kosti fjórar þyrlur í rekstri Landhelgisgæslunar, en eru þó ekki nema þrjár sem stendur, þetta er dýr rekstur en á móti þá eru mannslífin ómetanleg svo þessi rekstur er í raun tiltölulega ódýr á þeim mælikvarða. Aldrei er of oft þakkað það hugreki og fórnfýsi sem þessir "Sérsveitarmenn" leggja af mörkum. Þegar mest á reynir þá leggja þessir menn líf sitt og limi í hættu við hin erfiðustu skilyrði, því það er oftast á slíkum stundum sem þeirra er mest þörf. Hér fyrir neðan eru myndir af því er þyrlan TF-LIF kom með veika konuna til Reykjavíkurflugvallar.

 

wtf-lif_090409_jon1196.jpgwtflif_090409_jon1166.jpg


mbl.is Þyrla í sjúkraflug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

 Takk fyrir pistilinn

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.4.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Flott!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.4.2009 kl. 04:58

3 identicon

Sæll Jón.

Ég hef fylgst svolítið með skrifum um flughæfni þessara véla. Og það er sko í góðu lagi, það sem ég hef lesið.

Vonnandi og í raun og veru er ekki spurning að við tökum við þessari frábæru BJÖRGUNARVÉLog LEIGJUM HANA EKKI FRÁ OKKUR.

Hér skal hún vera.

Takk fyrir fínan pistil.

Páskakveðja á þíg og alla þína.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 06:54

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jákvæð sál í hraustum líkama - en fín grein Nonni

Sigurður Sigurðsson, 11.4.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 77912

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband