Blessuð jólin eru komin !

Það má segja að margir eru því fegnir að þessi yndislegi dagur sé á enda kominn, því margir hafa átt ansi annríkt og lítið getað hvílt sig á undanfönum vikum. En nú er áfanganum náð og allir sælir og glaðir, börnin búin að opna jólapakkana og öll GULLINN komin í ljós. Ég á því láni að fagna að eiga fallega og góða fjölskyldu og yndisleg barnabörn. Þó þau séu enn það lítil, að skilja ekki tilgang jólana, þá hafa þau jafn gaman af því að fá pakkana og Jotti var alveg með á hreinu hvað honum þótti skemmtilegast. Ólafur Már dáðist að öllu dótinu og varð hugfangin af apanum sem sem heyrðist í og umlaði á banana. Emma fékk nokkra kjóla og meðal þeirra var einn æðislega fallegur rauðurkjóll frá langömmu og afa í Svíþjóð. Sjálfur fékk ég skemmtilegar myndir á DVD og meðal þess voru minningartónleikar um vin minn og læriföður Vilhjálm heitin Vilhjámsson, en við Villi kyntumst í Flugskóla Helga Jónssonar, þar sem hann kenndi mér siglingafræði, síðar tókumst við á við það verkefni að leita að vini okkar Jóni Heiðberg sem fórst eftir brotlendingu á þyrlu, norðan Mýrdalsjökuls við Mælifellssand, ásam Ásgeiri Höskuldssyni. Þá samdi Villi texta við lag Jóhanns Helgasonar "Söknuður". Tónleikar þessir eru stórkostlegir, flytjendur í landsliði tónlistarmanna, útsetningar og flutningur frábær, því finnst mér það leitt hve hljóðritunin er illa gerð, já mér þykir leitt að segja það en það er staðreynd, hljóðblöndunin er þannig að allur söngur virkar eins og það sé einungis bakraddir við hljóðfæraflutning, en ekki söngur við undirleik. Samskonar upplifði ég í jólaþætti Loga Bergmans, að hljóðblöndun var þar afspyrnu léleg og það er eins og menn séu heyrnarskertir sem sjá um hljóðblöndun á sjónvarpsútsendingum að undaförnu. Einhver kann að spyrja sig hvort að um lélegt sjónvarpsviðtæki sé að ræða, en svo er ekki þó það sé ekki neitt hágæða tæki, því til samanburðar, þetta sama kvöld/nótt jólanótt, að þá átti ég þess kost að hlýða á tónleika Procul Harum í DR2 danska sjónvarpsins, í sama tæki, en þar var fábær hljóðritun og hljóðblöndun og tónleikarnir hljóðritaðir úti undir berum himni, ÞAÐ VAR FLOTT HLJÓÐVINNSLA. Mér finnst fagmennska vera á undanhaldi á mörgum sviðum, þegar um listviðburði er að ræða, þá er ég ekki að tala um flytjendur eða sýnendur, heldur tækniatriði í kringum þá. Ljósameistarar virðast halda að ljós eigi að vera aðalatriði á sviði og valda glýju í augun, svo atriðin séu bara í silúettu og hljóðblöndun sé eitthvað sem er gamaldags eða óþarft. Það er von mín að þeir sem málinu eru viðkomandi lesi þetta og íhugi hvað verið sé að tala um. Hljóðvinnsla á að vera þannig að okkur líði vel með það sem við heyrum og lýsing á að vera þannig að við njótum þess við eigum að sjá.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá jólahaldi mínu og fjölskyldunar, þar sem börnin nutu sín og foreldrarnir voru uppteknir upp fyrir haus með börnunum. Tertan sem myndirnar eru af, er gjöf fá vinum okkar á næstu hæð fyrir neðan en þau eru frá Víetnam, kakan er ljúfeng með smjörkremi og skrautið er úr smjörkremi einnig, því líkt listaver.

Gleðilega hátíð.

 wl5_241208_jon8982_756460.jpgwl5_241208_jon8993.jpgwl5_241208_jon8997.jpgwl5_241208_jon9000.jpgwl5_241208_jon9029.jpgwl5_241208_jon9032.jpgwl5_241208_jon9047.jpgwl5_241208_jon9048.jpgwl5_241208_jon9054.jpgwl5_241208_jon9058.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Síðbúin jólakveðja til þín kæri vin......

Gleðilegt nýtt ár......

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.12.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband