Spara fyrir framtíðina! Bankarán aldarinnar!!!

Amma sagði að maður ætti að spara og safna peningunum sínum í bauk og fara með hann í bankann og leggja hann þar inn, þá mundi hann ávaxta sig og verða að miklu meiri peningum. Lang afi minn sem ég er skírður í höfuðið á, opnaði handa mér bankabók í Landsbanka Íslands þar sem hann lagði inn á bókina talsverða upphæð, á þeirra tíma mælikvarða (1956), en upphæðin var að mig minnir um 500,- Krónur. Ég ímynda mér að það gæti verið samsvarandi fimtíuþúsund (50.000,-) króna í dag (án þess að hafa það á hreinu). En á þeim tíma fékkst talsvert fyrir þennan pening (þeas 500 kr).

En þetta var aðeins smá innskot, því þessir sparifataklæddu fermingardrengir sem fengið hafa að leika sér að fjármagni fólksins, í bönkunum sem þeir héldu að þeir ættu, hafa nú verið stöðvaðir. En afleiðingarnar eru skelfilegar, svo hrikalegar að það er ekki tárum í það eyðandi. Fólk er í svo miklu áfalli að það er hreint og beint dofið, ég kvíði því fólksins vegna, þegar deyfing fer úr því, því þá fær það alvöru skellinn. Það er engum blöðum um það að fletta að það þarf að færa einhverja til ábyrgðar fyrir þessu.

Mín skoðun er sú, sem leikmanns, að seðlabankinn hefði átt að bregðast við lána beiðnum bankanna og styrkja þá gegn ákveðnu aðhaldi með því að skilyrða ákveðin inngrip í stjórnun þeirra og þannig heyja lífróður sem kanski hefði bjargað því litla hlutafé sem almenningur hefur lagt í þessa banka með sparifé sínu. En í stað þess yfir taka þeir bankanna, sem tvímælalaust er stærsta BANKARÁN ALDARINNAR. Því verður aldrei neitað og slíkt má ekki eiga sér stað, eitt af boðorðunum tíu segir; þú skalt ekki stela.  Í íslenskum hegingarlögum eru ströng viðurlög við þjófnaði og í Islamstrú er verulega hart tekið á þjófum, því hendur þeirra eru hoggnar af svo þeir stundi ekki þjófnað!

Við þessi fámenna þjóð þurfum að standa saman, við þurfum að deila auðæfunum af skinsemi og jöfnuði, því landið er okkar auðæfin eru OKKAR og við eigum að njóta ávaxtana saman. En núna hafa örfáir fermingardrengir braskað með alla fermingarpeningana og gluðrað þeim út í loftið, með veisluhöldum og þotuflugi um vítt og breitt um heiminn. Guð forði okkur frá frekari skömmum og að við megum vinna okkur út úr þessu meini, sem er líkt og krabbamein eða eins og rúsnesk rúlletta, þú veist aldrei hvenær þú hittir naglan á höfuðið.

 Hvað gæti töframaðurinn reitt fram úr erminni? Þotu eða nýjan banka?

whit_021008_jsm1939.jpgx_motiv_pix_2007_verkefni_2006_x_c_09_sept_2006_240906_birk_wwwbirk_240906_wbirk_240906_jsm8510wRK 280207_JSM6456


mbl.is Útrás fyrir 450 evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Maður skilur ekki enn til fulls hvað skeð hefur og hvað mun gerast í framtíðinni. Eitt sem er víst að það verður sjálfsagt ekkert gott!

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.10.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Solla Guðjóns

það eru auðvitað alskyns flækjur,slaufur og hnútar á þessum drengju.......

Solla Guðjóns, 11.10.2008 kl. 12:07

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þú sparar ... við stelum. Þetta er það sem stjórnvöld hafa gert út á síðustu árin.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 05:27

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Stjórnvöld verða að axla þá ábyrgð að endurgreiða okkur það sem við töpuðum og sækja það eins og kostur er til þeirra sem rændu ookur. Stjórnvöld brugðust efr-tirlitsskyldu sinni, einkavæddu án fyrirhyggju og gengu alls ekki í takt við það sem þau ýttu úr vör.

Við eigum ekki skiloð að missa allt okkar vegna þess.

Vilborg Traustadóttir, 17.10.2008 kl. 17:43

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

"eftirlisskyldu" á þetta að vera. (Margir þumalputtar)...:-)

Vilborg Traustadóttir, 17.10.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband