Þetta gengur nú út yfir allt !!!

Fólk stendur grenjandi uppi á meginlandinu yfir því að komast ekki út í Eyjar, til að taka þátt í þjóðhátíð og fara á fyllerí, leitar síðan örþrifaráða og fær einhvern til að skutla sér yfir sem tekursmá þóknun í olíukostnað, því hún er ekki ókeypis. Svo kemur þetta fólk í fjölmiðla og kvartar yfir að það fái ekki fyrstafarrými? Hvað á þetta að þíða? Ég væri bara þakklátur ef ég fengi yfir höfuð far, þangað sem ég væri að fara, ef ekkert annað væri í boði. ég hef lent í því að vera innlyksa á flugvelli úti í heim, þar sem flugginu var aflýst með klukkutíma fyrirvara, og öll önnur flug yfirbókuð, en þá voru 14 sem ekki mættu í eitt flugið hjá einu lággjalda flugfélaginu og þeir 12 sem voru á biðlista ásamt mér og syni mínum fengum far áfram, en þremur tímum síðar en upphaflega átti að fara með aflýsta fluginu. Svo maður skildi bara stundum þakka fyrir viðleitnina þegar verið er að bjarga málunum!

wBIRK 260708_JSM6407wVidey 310708_JSM6879


mbl.is Farþegar fengu ekki björgunarvesti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Rétt hjá þér. Auðvitað var verið að "redda" þessu fólki.

Sjaldan launar kálfur ofeldi, það sannast hér.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 6.8.2008 kl. 12:31

2 Smámynd: Birna M

Fáranlegt að kvarta yfir svonalöguðu, ég myndi bara þakka pent fyrir, dauðfegin að komast á leiðarenda.

Birna M, 6.8.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Jón Svavarsson

Einmitt, það var engin að neyða fólkið til að fara út á sjó, ef því hafi þótt eitthvað skorta á öryggið þar sem ekki var boðið uppá bjargvesti. Þá hefði þau bara átt að sitja heima og vera ekki að hætta sér út á sjó sem getur verið lífshættulegt.

Jón Svavarsson, 6.8.2008 kl. 14:02

4 identicon

Sjómenn eru yfirleitt ekki með björgunarvesti þegar farið er á sjó,og það eru björgunarbátar og vesti til um borð í þessum trillum.Það skylda!

Guðjón (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 15:46

5 Smámynd: Lady Elín

Svo sammála!

Lady Elín, 6.8.2008 kl. 18:33

6 identicon

Mikið er ég sammála þér því mér finnst sjálfsagt að aðrir en einhver risabatterý s.s. eimskip og flugfélögin meigi dugga og svífa þarna á milli þessa örstuttu vegalengd. Sjálf á ég ættingja úti í eyjum og get ekki gert mér í hugarlund hversu marga ferðir ég hef farið með Herjólfi þessa fáránlegu og óþarflega löngu og vegalengd þegar ég er fljótari yfir á mótorbát úr Europris eða ekki nema hálftíma þegar herjólfur er 3 tíma.

En svo verður alltaf öryggi að velta á manneskjunni sjálfri og það öryggi sem er löglegt ekki ekki alltaf það öruggasta. Ég vona bara að eigendur þessarra báta haldi þessu áfram og noti það sem þeir hafa grætt í að fjárfesta í björgnarvestum og öryggisbúnaði. Ekki vil ég sjá að ríkið eyði krónu í afskipti á þessu því svona er bara verið að bjarga fólki því ég veit um fólk sofandi allslaust úti á bryggju eftir að farangur fór um borð í Herjólf en ekki fólkið sjálft.

Og vera svoa ð kjafta í fréttirnar og rífa kjaft..

Solla (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 18:52

7 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Já nákvæmlega. Maður gerir ráð fyrir að þarna hafi verið stálpaðir einstaklingar á ferð sem ættu að geta vegið þetta og metið. Maður gerði þetta hér í eina tíð og þakkaði maður pent fyrir sig !!!

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 6.8.2008 kl. 19:45

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Er sammála þér. Þarna er verið að gera úlfalda úr mýflugu. Ég hef enga trú á öðru en að menn vissu hvað þeir voru að fara út í með umræddri sjóferð upp á Bakka.

Hins vegar er aldrei of varlega farið í þessum efnum sem öðrum. Mér finnst eðlilegt að ,,bátsverjar" séu a.m.k. í vestum á meðan sjóferð stendur. 

Hef á tilfinningunni að  verið sé að þyrla upp moldviðri

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 02:08

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég skil þá ekki í fólkinu að láta sér detta í hug að fara með vélinni..... þetta er alveg makalaust væl yfir öllu...

Kveðjur og heilsanir í Kópavoginn.

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.8.2008 kl. 22:04

10 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Sorry...mér fannst einhvernveginn þú ættir heima í Kópavogi...það er víst vitleysa..

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.8.2008 kl. 22:07

11 Smámynd: Jón Svavarsson

Já þakka ykkur fyrir góðar athugasemdir, það eru á þessu máli tvær hliðar eins og alltaf er í mannlegum samskiptum, kanski má líka segja að ferju mennirnir hafi séð sér auðfengin gróða í þessu og verið að nýta sér neyð fólksins ef neyð má kalla. En hinsvegar segi enn og eftur það, að það var engin að neyða fólkið í þessa sjóferð og þó svo að réttast sé að hafa farþega í bjargvestum við svona aðstæður þá eru engin lög fyrir því frekar en að það sé skilda að hafa fallhlíf í millilandaflugi, svo eitthvað sé nefnt. Jafnvel þó að fólk hafi bjargvesti þá er það engin trygging fyrir því að komast lífs af ef það lendir í sjávarháska, því sjórinn er kaldur og mannfólkið með heitt blóð lifir ekki lengi í köldum sjónum. Kosturinn við bjargvestin við slíkar aðstæður eru þær að það eykur líkurnar á að líkið skili sér á land svo aðstandendur fá málalok ef eitthvað ber út af.

En Rúna mín það var rétt til getið hjá þér að ég bý í Kópavoginum eða nánar tiltekið í Lindasmára, þar fer vel um mig þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í stjórnun bæjarins á ýmsum þáttum. Hlakka til að heyra frá ykkur, kær kveðja,  

Jón Svavarsson, 11.8.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 77903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband