Gunnar Birgisson næsti LÖGREGLUSTJÓRI Kópavogs ???

Víða hafa Bæjar og borgarstjórar embættistákn, svo sem forláta keðjur sem hvíla á öxlum þeirra og sumstaðar klæðast þeir skikkjum, purpuralitar og með gullbriddingum. líklega vill bæjarstjóri Kópavogs frekar vera með kaskeyti og gylltarstrípur og borða. Það gæti hann ef hann lætur verða af óskum sínum og stofnar Löggæslu Kópavogs, því ljóst er að þrátt fyrir sameiningu lögregluembættana á höfuðborgarsvæðinu, þá hefur löggæsla í Kópavogi ekki aukist, ferkar minnkað. Þekkt er að fyrir 2 til 3 áratugum þá voru 5 til 6 Lögreglumenn á vakt í Kópavogi og líklega hefur íbúa talan þá verið um 10 þúsund manns. Í dag eru íbúar Kópavogs yfir 30 þúsund og fjölgar, og enn eru aðeins 4 til 5 á vakt í Kópavogi. Það má þó segja að eftir sameininguna þá er auðveldara að kalla til líðsauka ef mikið liggur við, en það tekur þó oft langan tíma fyrir þá að komast á staðinn eða að minnsta kosti 10 til 15 mínútur og oftar enn lengur, ástæðan; jú þeir hafa bara í nóg öðru að snúast og eru ekki of margir fyrir á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Ég hef reynslu af því að þurfa að bíða í nærri hálf tíma eftir að Lögreglan kæmi til að hafa afskipti af unglingum, sem voru með hættuleg sprengiefni og voru búnir að vera að sprengja litlar en mjög öflugar sprengjur í hverfinu mínu í Smáranum. Það tilvik hefði erlendis verið brugðist við með ofursérsveit og sérstakri sprengjusveit, því þarna voru á ferð táningar á fermingaraldri sem enga virðingu báru fyrir umhverfinu og það um hábjartan dag. Viðmótið hjá fjarskiptum Lögreglu var eins og verið væri að gabba þá; "já við komum fljótlega" og lesa hefði mátt á milli línanna HHUUHH þeir eru bara með einhverja smá Kínverja. Hvað svo sem þeir höfðu undir höndum þá var þetta hættulegt, bæði þeim og öðrum og krafðist tafarlausra viðbragða. Ef maður fer svo í lögguleik og ætlar að gefa ábendingu um hættuleg athæfi ökumanna, þá kemur aldrei neitt út úr því, því viðkomandi er á bak og burt áður en þeir eru búnir að taka fyrsta bitan í kleinuhringin og oftast vegna þess að þeir eru of fáir og of fjarri vettvangi. Kjörorð Lögreglunar er " Með lögum skal land byggja og ólögum eyða" þessi ólög eru oft eitthvað sem daglega eru kölluð landslög, því mörg þeirra eru ekki samin af þeirri skynsemi að eftir þeim sé farið og lög eru eitthvað sem Lögrelan sjálf á ekki heldur að brjóta, nema aðeins að þeir eru undanþegnir ákveðnum þáttum umferðalaga í forgangs akstri í neyðartilfellum.

Löggæsla á að vera í höndum opinbera aðila en ekki í einkarekstri, ég ítreka það sem ég hef oft áður sagt, að það er þrennt í ríkisbúskapnum sem ekki á að þekkja orðin sparnað og niðurskurð, en sjálfsagt er að hafa hóflegt og sanngjarnt aðhald að öllum rekstri. Þessir þrír þættir eru; Öryggismál, Heilbrigðismál og menntamál. þetta eru grunnþættir fyrir vellíðan okkar og framförum. Efling þessara þátta gæti nefnilega leitt af sér sparnað á öðrum þáttum með forvörnum sínum og fræðslu. Góð löggæsla er mikilvægari en margan grunar, góð sýnileg löggæsla kemur í veg fyrir mörg afbrotin og eykur örryggi okkar hinna. Lögreglan á ekki að vera einhver GRÝLA, hún á að vera virðingarverð og friðsöm, en ekki efna til árása eins og glögglega sást á myndbandi frá Patreksfirði fyrr í sumar, sem birtist á vefnum, en ég er samt ekkert að bera í bætifláka fyrir piltin þararna því hann hefur sjálfsagt ekki sýnt af sér neina fyrirmyndar hegðun þar áður. EFLUM LÖGREGLUNA gerum embættunum kleift að reka góða markvissa löggæslu, gefum íbúum landsins kost á að geta verið í öryggi og óttalaus.

 

wKOP 030708_JSM7285wKOP 030708_JSM7309wKOP 030708_JSM7324wKOP 030708_JSM7445wKOP 030708_JSM7533wKOP 030708_JSM7516wKOP 030708_JSM7535wKOP 030708_JSM7540


mbl.is Hverfagæsla boðin út í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sammála þér , þegar ég var unglingur og var komin í gaggó í Kópavogi. þá var lögreglan iðulega við Hafnarfjarðarveginn, að stjórna umferðinni.  - Og seinna var þarna sett upp varðskýli þar sem lögreglan hafði aðstöðu.  - Lögreglan þarf að vera sýnilegri á götum og í kringum skólanna. - Jafnt í Kópavogi sem í öðrum bæjarfélögum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.7.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Lít ég hér löngum
lögregluna fína.
Með öllum öngum
umferðinni stýra.
Hún er helst á róli
við Hafnarfjarðarveginn
vitlausu megin!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 18.7.2008 kl. 13:34

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Verða þá í framtíðinni höfuðstöðvar lögreglunnar og hverfisgæslunnar í Kópavogi á Goldfinger?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 18.7.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 77909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband