GLEÐILEGA PÁSKA !

 wPaskav 220308_JSM0386wPaskav 220308_JSM0391wPaskav 220308_JSM0413wPaskav 220308_JSM0432wPaskav 220308_JSM0459wPaskav 220308_JSM0466wPaskav 220308_JSM0476wPaskav 220308_JSM0482wPaskav 220308_JSM0486wPaskav 220308_JSM0489wPaskav 220308_JSM0492wPaskav 220308_JSM0498wPaskav 220308_JSM0502wPaskav 220308_JSM0504wPaskav 220308_JSM0508wPaskav 220308_JSM0512

 

Já það er alveg satt, en ég hef ekki verið nógu duglegur að blogga! En það kemur til af því að ég hef verið að gera svo margt annað, sem tafið hefur mig frá því að blogga. Ég vil byrja á að óska öllum gleðilegra páska, með bestu óskum um ánægjulegar stundir með fjölskyldum sínum og ástvinum. Það er tækifæri á svona stundum eins og um jólinn að hittast og eiga samveru með fólkinu sínu. Ég hef reyndar notað tíman sem ég hef haft lausan til að vinna upp verk heima fyrir sem setið hafa á hakanum. Það eru reyndar miklu fleiri handtök eftir samt sem áður, en ég hef þó átt góðar stundir með börnunum og ástvinum, auk þess að verða að vinna, en störf mín eru þannig að þeim eru engin tímamörk sett, að undanskildu því að ég þarf á stundum að vera á ákveðnum stöðum á ákveðnum tímum. En í mínu starfi eru engin orlof, veikindi eða neinar afsakanir, það þarf að vera á 24/7 vaktinni og fjarvistir ekki teknar til greina nema "Dauði" og þá að koma með dánarvottorðið sjálfur. En það að vera til og njóta lífsins er dásamlegt og að geta unnið við það sem manni þykir gaman af eru forréttindi. Ég segi það alltaf, að ég verð ekki ríkur af mínu starfi, nema í þeim skilningi að fá öll þau tækifæri sem ég hef fengið, allt það traust sem mér hefur verið falið og öll sú reynsla sem ég hef gengið í gegnum. Það er að vera ríkur, að fá að takast á við margvísleg verkefni og geta leyst þau af kostgæfni, þannig að vel líki. Eitt af því sem fellst í því að vera fréttaljósmyndari, er að festa atburði líðandi stundar á mynd, augnablik sem aðrir fá ekki tækifæri á að upplifa öðruvísi en að sjá myndir frá þeim, sumir upplifa atburði við lestur blaða og aðrir við að horfa á þá í sjónvarpi. En forréttindi okkar er að fá að vera á staðnum og miðla til þeirra sem ekki eiga kost á öðru. Með þessu bloggi fylgja myndir frá páskavöku í Digraneskirkju á aðventu páska, sem fellst í því að kveikt er á báli fyrir utan kirkjuna undir berum himni, þar er tendrað á páskakertinu og ljósið borið í kirkjuna og viðstaddir kveikja á kertum frá páskakertinu. Eftir helgun og blessun og sálmasöng, að ógleymdri predikun sr Magnúsar Björns, þá var gengið til altaris og þáð hið heilaga sakramenti. Athöfnin var virðuleg og hátíðleg, slík athöfn gerir páskahaldið hátíðlegra, líkt og að fara til messu á jólum. Það einkennir allt starf sem fram fer í Digraneskirkju, heilagleiki en jafnframt án þess að vera yfirborðskennt, sterku mannlegu og glaðlegu yfirbragði, fullt af gáska en þó án kæruleysis. Það að vera í sókn þar sem sterkasti prestur í heimi er sóknarprestur er einnig forréttindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

Sæll félagi þær fara á vefsíðu Digraneskirkju, ég er búin að senda sr Gunnari 47 myndir, því hér eru aðeins nokkrar, ég skal senda þér samt nokkrar.kkv Jón

sendu mér tölvupóst á motiv@simnet.is 

Jón Svavarsson, 23.3.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Easter Basket Gleðilega páska félagi Jón.

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 23.3.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Gleðilega páska Skemmtilegra að setja það á rétta færslu.

Sigrún Friðriksdóttir, 24.3.2008 kl. 00:21

4 Smámynd: Halla Rut

Fallegur pistill hjá þér. Ég er ekki trúuð sjálf en finnst samt alltaf kirkjur og kirkjuhald fallegt og það fylgir því einhver lotning. Kirkjunnar þjónar hafa haft mikið fyrir samkomunni og er því sorglegt samt að sjá hve fáir gestir eru í kirkjunni þrátt fyrir að páskar séu nú og allt það. En þannig er það nú bara, áhugi fyrir trúnni og messunni fer minnkandi með hverju árinu.

Vonandi hefur þú og þínir haft það gott um páskana.  

Halla Rut , 24.3.2008 kl. 01:00

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mjög falleg athöfn en sárt að sjá hvað það eru fáir kirkjugestir.  Kveðja inn í daginn

Ía Jóhannsdóttir, 24.3.2008 kl. 09:29

6 Smámynd: Jón Svavarsson

Sæl öll, og takk fyrir góðar kveðjur. Það skal tekið fram að þessi atburður var á laugardagskvöldi kl 22 og það voru tæplega fjörtíu manns í þessari athöfn, sem ekkert of margir vita af en það eru sífelt fleiri sem taka þátt í þessari athöfn og almmenum guðsþjónustum og er bara gott meðaltal hvað það varðar, tala nú ekki um nú á tímum þegar framboð á alskyns afþreyjingu er jafn mikið. En hafið það öll sem best, kær kveðja

Jón Svavarsson, 24.3.2008 kl. 09:51

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Skemmtilegur pistill. Já, það er sannarlega lofsvert að vinna og lifa við það sem manni finnst skemmtilegt. Það eru svo margir sem fá lítinn skerf af gleði lífsins eða möguleikum.

Gleðilega Páska!

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.3.2008 kl. 12:19

8 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Gleðilega eftirpáska

Flottar myndir félagi og gaman að sjá fyrrverandi leigusala minn í hempunni. Ég leigði íbúð í Krummahólunum af þeim Sr Gunnari og Þóru þegar þau voru fyrir Austan. Það er alltaf yndislegt að fara í kirkju. 

Herdís Sigurjónsdóttir, 25.3.2008 kl. 09:07

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjj og takk fyrir að velja mig sem bloggvin.Ég er búin að renna lauslega yfir myndirnar á bloggunum hér fyrir neðan sem eru bæði lýsandi og mjög góðar

Solla Guðjóns, 25.3.2008 kl. 17:02

10 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þakka fyrir góðan pistil og flottar myndir Gunnar Sigurjónsson er góður við unnum vel saman ég og faðir hans á gamla Alþíðublaðinu hann auglýsingarstjóri og ég í blaðstjórn og ungliðahreyfingunni.

Guðjón H Finnbogason, 25.3.2008 kl. 20:26

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábærar myndir!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:57

12 identicon

Flottar myndir hjá þér Jón.  Það eru líka forréttindi að hafa svona mann eins og þig í sókninni.  Það verður gaman að vísa til þess í framtíðinni að þú tókst myndir af herlegheitunum þegar það var að byrja í uppsveiflunni.

Það komu reyndar yfir 2000 manns í helgihaldið yfir páskana (fermingar meðtaldar) svo ekki þarf beinlínis að kvarta.

Ég held líka að sá andblær og sú persónulega nálgun sem páskavakan býður upp á, sé ekki endilega heppileg fyrir mjög fjölmennar athafnir.  Svo 40+ er bara góð þátttaka.

Gunnar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband