Flug yfir hafið á smærri flugvélum, er áhættusamt, sérstaklega að vetri!

 w80-SVFI 290108_JSM3893wLIF 301207_JSM2044

wLIF 301207_JSM2074wLIF 301207_JSM2100

 

Jæja nú er illt í efni, ekki hafði ég átt von á svona viðbrögðum við þessari frétt og þar sem ég er fréttamaður og fréttaljósmyndari og vinn fyrir hið göfuga Morgunblað og þá miðla sem því tengjast, sem lausamaður þó í nær tuttugu og átta ár, þá er ég sjálfur nokkuð sár yfir svona SLEGGJUDÓM. Hins vegar er ég alveg agndofa yfir viðbrögðum þeirra sem ausa yfir hvort annað, allskyns svívirðingum og dónaskap. En ég hafði sjálfur vonað að fólk væri, gáfaðra, reyndara og tillitsamara en það að detta í svona gryfju. Vissulega má fólk eiga sínar skoðanir en það er ekki þörf á að dæma vel viljandi fréttamenn sem eru að vinna vinnuna sína af kostgæfni, eins og einhverja ótýnda glæpamenn og svíðinga. Skoðunum má koma á framfæri án þess að sýna dónaskap, en það þýðir samt ekki að allir verði því sammála fyrir því.

Ég hef sagt það hér áður á blogsíðunum, eftir álíka útreið á fréttamennsku, að flytja fréttir er að skrá söguna, sagan verður ekki skráð nema sagt sé frá henni og hvort sem sagan sé öllum að skapi eða ekki, samanber allt það sem hefur verið að gerast í borgarmálunum sem dæmi, þá er það skilda fréttamiðla að segja rétt og heiðarlega frá því sem er að gerast. Fréttin sem slík af þessum ólánsama flugmanni mun ekki koma til með að bjarga honum ein og sér, en allt það lið sem ferr í viðbragðstöðu og fer til leitar á líka skilið þá jákvæðu umfjöllun um þeirra fórnir og alla þá áhættu sem því fylgir. Frásögnin byrjar þegar atbuirðurinn fer í gang, hættan vofir yfir, næsta skref er váin skellur á, þriðja skrefið allir sem vetlingi geta valdið fara af stað til bjargar hvað sem það kostar.

Eins og kom fram í fréttunum þá var um erlendan flugmann að ræða, en það breytir ekki ferlinu, fréttin á jafn mikið rétt á sér fyrir því, því erlendir flugmenn eru ekkert rétt minni /meiri en þeir íslensku, því öllum þeim viljum við bjarga.

Því miður voru aðstæður þannig að meira að segja björgunarskip treystu sér ekki alla leið vegna ölduhæðar, sem segir aðeins um það hve erfiðar aðstæður voru þarna, hins vegar eru þessir ferjuflugmenn það vel útbúnir, þeas í flotgöllum með björgunarbáta og allt sem nauðsynlegt er til að bjargast, að þeir ættu við góðar aðstæður að geta lent og komið sér í björgunarbát og komist af ef náttúruöflin leyfa. En aðstæður hafa líklega verið erfiðari en það að ekki er víst að hann hafi einu sinni komist út úr vélinni, hver veit? Allavega ekki ég, en ég er mjög ánægður með hve fórnfúsa og velþjálfaða menn við eigum í björgunarsveitum landsins og ekki síst þeim sérþjálfuðumönnum á björgunarþyrlum Landhelgisgæslunar, sem lagt hafa líf sitt og öryggi að veði fyrir gífurlega mörg mannslíf sem þeir hafa bjargað. Þetta er ekki fyrsta ferjuflugvélin sem fer niður í hafið og verður því miður ekki sú síðasta, en vonandi verður mjög langt í að slíkt gerist aftur.

Þegar öllu er á botnin hvolft, þá eru atburðir, hverju nafni sem þeir nefnast, saga líðandi stundar og verður ekki skráð nema að fjallað sé um hana og henni komið í gott rit og myndmál.

Kær kveðja, Jón


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst þetta svo sorglegt, vildi óska að menn væru ekki að fljúga milli heimsálfa á þessum árstíma, trúi ekki að það geti verið svona áríðandi að fá litla rellu yfir hafið á þessum tíma.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Því miður fljúga litlar flugvélar hingað til lands allt árið um kring og alveg sama í hvernig veðri,það er átakanlegt hvað þessir ferjuflugmenn leggja á sig margra klukkutíma flug aleinir í litlum vélum.

Ég þekki mjög marga af þessum ferjuflugmönnum í gegnum vinnu mína,sumir eru búnir að koma hingað til lands 10-15 ár og þekkja aðstæður vel.En því miður í þessu tilfelli var þetta flugmaður sem hafði byrjað fyrir ári síðan að fljúga ferjuflugi.

María Anna P Kristjánsdóttir, 14.2.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband