Slysavarnafélag Íslands 80 ára 29. jan 2008

w80-SVFI 290108_JSM3926w80-SVFI 290108_JSM3886w80-SVFI 290108_JSM3920w80-SVFI 290108_JSM3949w80-SVFI 290108_JSM3994w80-SVFI 290108_JSM4002w80-SVFI 290108_JSM4031w80-SVFI 290108_JSM4087w80-SVFI 290108_JSM4260w80-SVFI 290108_JSM4170w80-SVFI 290108_JSM4382w80-SVFI 290108_JSM4656

Mikið afmælishóf var haldið í Listasafni Reykjavíkur, þar sem nokkur hundruð manns komu til að fagna þessum tímamótum. Gunnar Tómasson og Ólafur Proppé voru heiðraðir fyrir störf í þágu samtakana og er þetta fyrsta heiðrun á þess vegum, þeas Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Starfsemi Landsbjargar og aðildarfélaga þess, byggist á sjálfboðaliðastarfi sem að mestu er fjármagnað með fjáröflunum sveitana, bæði með sölu jólatrjáa og flugelda um áramót. það hefur verið sá útbreiddi misskilningur hjá fjölda fólks að starfið snúist um að leika sér á fjöllum á alskyns dýrindis tækjum. Nei og sko aldeilis ekki, ferðir sem farnar eru á fjöll eru æfingaferðir og mikilvægur þáttur í þjálfun BJÖRGUNARMANNA, sem ávalt eru viðbúnir þegar neyðarbeiðnir berast og bjarga þarf fólki og verðmætum þess. Það fékk ég Flugbjörgunarsveitarmaðurinn sjálfur að reyna, daginn fyrir gamlaársdag síðast liðin. Því þann dag gerði asahláku og það flæddi upp úr öllum niðurföllum í Kópavogsdalnum. Þá kom Hjálparsveit skáta í Kópavogi með dælur til að reyna að veita vatninu frá eða úr kjallaranum, þar sem vatnshæðin var orðin um 40 cm. Það má heldur ekki gleyma öllum þeim aðstoðarbeiðnum sem komið hafa vegna óveðurs að undanförnu, sem dæmi að nefna, þá hef ég spurnir af einum Björgunarsveitarmanni í Grindavík sem ekki hefur komið nema örfáa daga til vinnu vegna útkalla og óveðursbjörgunarstarfa, þannig að hann fékk ekkert útborgað fyrir desember mánuð. Sem betur fer eru vinnuveitendur mjög liðlegir með að leyfa starfsmönnum sínum að sinna útköllum Björgunarsveitana, án þess að draga af laun en stundum er fjarveran of mikil svo það keyrir fram úr þolmörkum þeirra. Þá finnst mér að ríkið eigi að koma þar inn með frádrátt af gjöldum fyrirtækja sem greiða björgunarmönnum laun í útköllum eða greiða þeim einhvern styrk ef málin fara fram úr einhverju viðmiði. Að síðustu vil ég benda á að hægt er að skoða myndir frá afmælisfagnaðinum á vefsíðunni minni MOTIV þar sem rösklega 400 myndir eru. Til hamingju Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Wow 400 myndir eru slatti

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 30.1.2008 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 77911

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband