Gleðilegt ár kæru BLOGvinir!

Jæja þá er komið nýtt ár með nýjum markmiðum og verkefnum. Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum sem gefið hafa ykkur tíma til að líta inn á blogsíðuna mína og jafnvel senda mér kveðju og athugasemdir við eldri blogin. Þessir síðustu mánuðir hafa verið ansi fjörugir og það hefur verið í nógu að snúast, mynda, vinnamyndir (Pixlum)aðstoða við jólatrjá og flugeldasölu Flugbjörgunarsveitarinnar auk nokkura útkalla þeim tengdum. Auk þess sem ég hef þurft að hafa svolítið ofan af fyrir Kertasníki, en allt hefur þetta gengið vel.

Nú fer í  hönd bjartari tími, sólin að hækka á lofti og sumarið í vændum. Ég ætla að reyna að ferðast meira um landið okkar fagra komandi sumar, en mér hefur tekist undanfarin sumur. Ég hef það markmið að koma betra lagi á myndasafnið mitt sem þó er ekkert í rusli, heldur langar mig að samhæfa filmusafnið og lesa eitthvað af þeim myndum í rafrænt form. Myndasafn mitt áætla ég að telji á þriðjumiljón mynda, þegar allt er talið og er ég þá að tala um frummyndir, en í rafræna hlutanum á ég auka eintök sem eru unnin á mismunandi vegu og svo á ég talsvert af myndum sem teknar eru á filmu og afritaðar á pappír í mismunandi stærðu, þó mest í 10 x 15 cm. Einnig á ég mikið af litskyggnum sem margar hverjar eru gersemar og það eru þær sem ég ætla að leggja áherslu á að vinna í rafrænt form.

Síðustu vikur hafa verið nokkuð atburðaríkar, bæði ánægjulegir atburðir og svo nokkrir sorglegir, frændi minn og föðurbróðir féll frá í lok nóvember, og nokkrir vina og kunningja minna hafa fallið frá á þessu tímabili auk sonur eins vinar, ég votta fjölskyldum þeirra allra mínar hjartanlegustu samúðar kveðjur. Þrátt fyrir vonsku veður þá tókst að halda settu markmiði í sölu jólatrjáa og flugelda, en það tryggir rekstur björgunarsveitana og í mínu tilfelli Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík.

Síðustu tvo vetra hef ég verið að reyna að klára að staulast í gegnum Leiðsögumannanám, sem gengið hefur treglega vegna anna, en kanski er sígandi lukku best að stýra, og enn horfi ég til þess að klára það ekki fyrr en 2009 en það er eitt af markmiðum mínum að ljúka því þá. Þetta nám hefur verið einkar skemmtilegt og maður fær allt aðra sýn á land vort og sögu eftir að hafa gengið þarna í gegn, þetta eins vetrar nám er á við fjögur ár í jarðfræði, þrjú ár í náttúrufræði, fimm ár í íslandssögu og þjóðháttum auk ýmistlegs annars sem komið er inná í þessu námi. En eitt skal ég segja ykkur, maður kynnist alveg glás af skemmtilegu fólki á ýmsum aldri, því skólafélagarnir eru frá tvítugu til áttræðisaldurs, af ýmsum þjóðernum og báðum kynjum, í einu orði sagt dásamlegt fólk. Leiðsögunámið fer fram í Leiðsöguskóla Íslands sem starfar innan Menntaskólans í Kópavogi og hefur verið þar um ára bil.

Að lokum vil ég láta fylgja með nokkrar myndir eins og venja er, meðal annars af flugeldum og íþróttamanni ársins 2007, atburðum nýársdags, björgun báts í Kópavogi og nýárssund sjósundmanna í NauthólsvwISI 281207_JSM0506íkwNsund 010108_JSM2925wNsund 010108_JSM2945wNsund 010108_JSM3023wNsund 010108_JSM3031wNsund 010108_JSM3056.

wISI 281207_JSM0920wISI 281207_JSM0961wKop 010108_JSM3357wKop 010108_JSM3334wKop 010108_JSM3382wBatur 010108_JSM3216


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það vilja skiptast á skin og skúrir hjá manni á meðan maður dregur andann. Gaman að lesa þennan pistil þinn og vonandi koma margir fleiri góðir á nýju ári.

Ég sé að það verður nóg að gera hjá þér og spennandi tímar framundan. Gangi þér vel

Rúna Guðfinnsdóttir, 9.1.2008 kl. 16:30

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

skemmtilegur pistill..... spennandi þetta með leiðsögumannanámið.... hef einmitt sjálf verið veik fyrir þessu námi..... kanski maður ætti að slá til....

Fanney Björg Karlsdóttir, 9.1.2008 kl. 19:10

3 Smámynd: lady

alltaf nóg að gera hjá þér jón minn já óska þér innilega gleðilegt nýtt ár ég efast ekki um að það verðir nóg að gera hjá þér á nýja árinu  gaman að lesa bloggið þitt allavega nóg að lesa

lady, 9.1.2008 kl. 19:15

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Gleðilegt ár.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.1.2008 kl. 19:41

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blessaður og velkominn aftur í BLOG heima, þín hefur verið saknað.  Góður pistill já og gleðilegt ár og takk fyrir blogg vináttu.  Ég missti móður mína 1.des. svo það hafa verið erfiðir tímar víða.  Takk fyrir mynda sýninguna, gott að fá þig til baka með þína sýn á lífið og tilveruna.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 20:23

6 Smámynd: Adda bloggar

gleðilegt ár

Adda bloggar, 10.1.2008 kl. 15:59

7 identicon

Gleðilegt ár

Bryndís R (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 20:28

8 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Gleðilegt og spennandi nýtt ár !!

Sigrún Friðriksdóttir, 12.1.2008 kl. 00:38

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Innlitskvitt!

Edda Agnarsdóttir, 13.1.2008 kl. 01:04

10 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Frændi og gleðilegt ár,var að lesa um það núna að Eyji frændi hefði látist sama dag og ég fór út,blessuð sé minning hans og eins og þú mannst eflaust þá hitti ég hann oft í boðum og það var alltaf gaman að hitta hann,ég votta þér og öðru frændfölki mínu mínar innilegustu samúðarkveðjur,megi GUÐ blessa ykkur og styrkja.

Gaman að lesa áætlanir þínar á þessu ári og vonandi tekst þetta,sérstaklega með leiðsögunámskeiðið.

                 KV:Magnús Korntop

Magnús Paul Korntop, 13.1.2008 kl. 04:03

11 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég óska þér sömuleiðis gleðilegs árs og góðs gengis í náminu.

María Kristjánsdóttir, 13.1.2008 kl. 12:28

12 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Gleðilegt ár kæri bloggvinur og gangi þér vel í leiðsögumannanáminu og öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur á nýju ári það er alltaf jafn gaman að sjá myndirnar þínar.

Þóra Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 18:43

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðilegt ár og gangi þér vel í skólanum.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.1.2008 kl. 10:35

14 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Gleðilegt nýtt ár,gangi þér vel í náminu, þegar þú ert búinn þá áttu eftir að hitta mikið af mismunandi fólki sumir skemmtilegir og aðrir erfiðir en það er í lagi það er hluti af vinnunni við að vera leiðsögumaður.

María Anna P Kristjánsdóttir, 14.1.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband