Alþingi án þingmanna???

Hvernig væri að spara í RÍKISBÚSKAPNUM og reka Alþingi án þingmanna? Væri það ekki hin mesti sparnaður, eða Landsspítalan án FORSTJÓRA? Hvernig dettur mönnum svona fáránlegar tillögur í hug? Maður fyllist bara af allskyns áleitnum spurningum. En þetta rita ég samt með fullri virðingu fyrir BRÁÐALIÐUM Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins, því þar er ein öflugasta bráðaliðasveit sem um getur, menn sem geta nánast allt, en þetta er ekki spurning um það, heldur svo margar aðrar ósvaraðar spurningar sem of langt mál er að rekja hér.  Hvað verður næst? Strætisvagnar án bílstjóra? Lögregla án löggubíla? Á ekki bara að hafa sjúkrahús án sjúklinga, það væri mikill sparnaður.

wLSK 290907_JSM9899wRK 280207_JSM6527wRvik 180407_JSM9801


mbl.is Neyðarbíll verði án læknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: lipurtá

það væri meira vit í þeim sparnaði. Maður skilur ekki hvernig komið er fyrir okkur hér á þessu ríka landi. Það virðist ekki vera hægt að halda því allra nauðsynlegasta gangandi. Hvað er í gangi?

lipurtá, 12.12.2007 kl. 15:07

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það er verið að spara á vitlausum stöðum,þetta er eins og að lata flugfreyju stjórna flugvélinni.

María Anna P Kristjánsdóttir, 12.12.2007 kl. 17:00

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þetta er alveg fáránleg hugmynd, neyðarbíll án lækna. En hitt er aftur á mót rétt hjá þér, það má alveg fækka forstjórum á spítölum, ég sé ekki tilgang í svo miklum fjölda stjóra alls staðar, og alþingi gengi ábyggilega vel ef það yrði fækkað á þeim verndaða vinnustað Kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 13.12.2007 kl. 14:32

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Allt sem viðkemur mannlega þættinum virðist ekki skipta hæstráðendum neinu máli. Ef það eru hlutabréf eða peningavon, þá er brugðist fljótt við. Óþolandi eiginhagsmunastefna og Samfylkingin fellur inn í þetta battarí eins og flís í rass.  Var von á öðru??

Rúna Guðfinnsdóttir, 13.12.2007 kl. 18:16

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er alltaf sparað á vitlausum stöðum að mínu mati.  vað getum við aularnir gert??? bókstaflega ekkert en langar svo mikið

Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 22:49

6 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það virðist aðallega vera tvennt sem þeirri stétt manna, sem fjölgað hefur svo mjög á undanförnum árum og kallast yfirstjórnendur í opinberum fyrirtækjum, hafa áhuga á og það er að stofna nefndir til að skera niður þjónustu og auka eftirlit með "undirmönnum". En er þetta ekki alveg ný aðferð hjá þeim í að skera niður þjónustu: að halda nafninu neyðarbíll en senda bara sjúkrabíl?  

María Kristjánsdóttir, 14.12.2007 kl. 06:03

7 identicon

Þarna er farið að mismuna sjúklingum, þeir sem eru hvað veikastir deyja jafnvel. Þeir fatta það ekki fyrr en nokkur dauðsföll hafa gerst og hvet ég alla aðstandendur til að vera á varðbergi ef einhver er fluttur í sjúkrabíl án læknis.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 77911

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband