Hafa þeir ekkert betra við tíman að gera???????

Ég tek undir með Þingmanninum á blogsíðu hans, því ég spyr, hafa þeir virkilega ekkert annað við tíman að gera? Aftur og enn, þá segi ég ykkur það, að það er ekki hraðin sem veldur umferðaslysunum, heldur sofandaháttur ökumanna sem eru ekki með hugan við að aka bifreiðum og öðrum ökutækjum, en aukin hraði eykur tjónið og magnar slysið. 60 80 eðq 110 KM á klukkustund, þetta eru allt banvænir hraðar á ökutæki, hinsvegar eru í dag með nýjustu tækni líknarbelgir og bílbelti sem takmarka slys á fólki eða jafnvel kemur í veg fyrir slys. Tveir bílar á vegi sem aka á 60 til 70 og keyra saman nef í nef, verður örugglega mikið slys, því það er eins og að keyra á vegg á 120 til 140 KM hraða, hefur nokkur prófað það?

En að elta ólar við eitthvað jafn lítlfjörlegt og 23 KM yfir leyfðum hraða, hvað þá þegar menn eru 5 til 10 KM yfir leyfðum hraða er bara hlægilegt, manni hefur skilst að það séu staflarnir af alvarlegum afbrotum, þjófnaði og líkamsárásum ó leyst því það er ekki nægur mannskapur til að vinna úr þeim málum, væri ekki nær að leggja meiri áherslu á slíkar lausnir heldur enn að vera að tefja fólk sem er þó að reyna að koma sér áfram. 

Slys 211205_JSM5569


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Auðvita er það hraðin og svo þessi ofurhugatilfinning hjá fólki sem heldur að ekkert geti komið fyrir sig.  Svoleiðis fólk er stórhættulegt.  Vegirnir hér eru ekki byggðir fyrir meiri hraða.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.12.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

aðeins 5 km hraði lengir bremsutíman, ég tala nú ekki um, ef það er hálka.  Þegar frænka mín var 6 ára hvatti skólinn foreldra börn til að labba í skólann til að læra á umferðareglurnar.  Eftir að hafa fengið fylgd í hálft ár átti hún að geta gengið ein í skólan. 

Eitt sinn fór hún yfir á hraðahyndrun og gangbraut, en bíll hafði lagt þannig að ökumaður sem kom að sá hana ekki og keyrði á hana.  Sem betur fer var bíllinn bara á 25 km hraða, þrátt fyrir það kastaðist hún langa leið.  23 km í viðbót hefðu getað drepið hana eða slasað hana til frambúðar.  Það er sjálfelska að keyra bara eins og manni sýnist.  Umferðareglurnar eru þarna fyrir ástæðu, samt sem áður deyja alltof margir á ári hverju.  Hlutfallið hér er mjög hátt miðað við annars staðar.  Ef allir færu að settum reglum gæti það kannski bjargað nokkrum mannslífum á hverju ári.  Það er gjörsamlega þess virði. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.12.2007 kl. 12:07

3 Smámynd: Jón Svavarsson

Já Nanna, ég tek heils hugar undir þetta allt hjá þér, hraðaakstur í nánd við skóla og í íbúðagötum er háskalegur þar er sérstök ástæða til þess að aka á löglegum hraða 30 til 50, einmitt ef þeim ástæðum sem þú nefnir með frænku þína, eins þurfa ökumenn að sýna enn öflugri aðgæslu vegna litla fólksins. En ég er ekki eins harður á þessum hraðatakmörkunum úti á vegum og stofnbrautum þar sem börn eiga ekki og eru ekki á ferð eða að leik við, en það undaskilur ekki ökumenn um aðgæslu og þá kröfu, um að þeir aki í samræmi við aðstæður, skyggni og færð. Kær kveðja,

Jón Svavarsson, 6.12.2007 kl. 12:20

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

En samt nú þegar hafa látist 13 manns út á vegum og stofnbrauum, mögulega ef þeir hefðu verið á minni hraða hefði einhver af þeim bjargast.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.12.2007 kl. 12:46

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er erfitt mál og viðkvæmt. Það er best að sama gildi fyrir alla. Reglur eru reglur og við verðum að hlýta þeim. En ég er sammála með sofandahátt ökumannaog að ég tali nú ekki um tillitsleysi. Það er algert í umferðinni. Allir hugsa um eigið rassgat (afsakið orðbragðið) og sjá ekki feti lengra.

Rúna Guðfinnsdóttir, 6.12.2007 kl. 16:28

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ökumenn eru upp til hópa lélegir bílstjórar, það fullyrði ég. Mér líður eins og í áhættuleik þegar ég keyri um borgina. Svo á heiðinni eru menn í símanum ofl. ofl.   Algjörir glannar.  Kær kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 19:21

7 Smámynd: Jón Svavarsson

Sælar aftur stúlkur, og ef ég svar síðustu tilvitnun Nönnu, þá er allt hugsanlegt, en tvö síðustu slysin á Suðurlandsvegi voru þess eðlis að í annað skiptið þá var ökumaður fólksbílsins á nær engri ferð en sveigði í veg fyrir vörubíl af stærrigerðinni og slík vagnlest er aldrei minni en 25 til allt að 80 TONN, og það lifir engin af slíka sleggju. Nýrri vöruflutningabílarnir eru með sjálfvirka hraðatakmörkun þannig að þeir komast aldrei yfir 90 km hraða á klukkustund, þannig að ljóst er að sá bíll var á löglegum hraða. Í seinna tilvikinu ók eldri maður að talið er yfir á öfugan vegarhelming og aftur var það stór vörubíll sem á móti kom, því miður var það alveg dauðadæmt. Þetta segir meira um vegakerfið en ökumennina, þessir umferðaþungu vegir eins og Suðurlandsvegur, ættu fyrir löngu að vera komnir með amk tvær akreinar í hvora átt aðskildar, þannig hefði verið amk hægt að koma í veg fyrir annað banaslysið. Hitt er svo alveg rétt sem þið dömur mínar segið, að tillitleysi og aðgæsluleysi er algjört, menn eru að gera allt annað en að aka ÖKUTÆKI. En það sem kemur mér mest á óvart í umferðinni er að, menn á margra miljón króna bílum skuli ekki vera með handfrjálsanbúnað fyrir farsíman, búnaður sem kostar kanski 30 til 40 þúsund með ísetningu. Maður hefði haldið að amk sumir þeirra ættu efni á því, en svo virðist ekki vera, kanski er það vegna þess að fólkið á 15 miljón króna Range rovernum er bara með afnota rétt af honum, því það er bankinn sem á hann eða eitthvað fjármögnunarfyrirtækið. Ég er búin að vera á notuðum bílum alla mína tíð, sem hafa ekki kosta nema nokkra hundraðþúsund kalla, þá er ég að tala um að ég hef aldrei átt bíl sem hefur kostað yfir miljón. En samt hef ég fyrir því að hafa handfrjálsanbúnað fyrir farsíman, sem ég hef flutt á milli bíla. Ýmis svona smá atriði geta gert gæfu munin og verð ég mikið var við það að menn eru annarshugar með síman í hendinni á eyranu og eins ásdís segir, það eru alltof margir ökumenn í umferðinni í áhættuleik og spila rúsneska rúllettu á hverjum degi.

Kær kveðja

Jón Svavarsson, 7.12.2007 kl. 01:22

8 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Humm. Af hverju verða árekstrar? Vitum við það?

    Jón tveir bílar sem mætast á 60 km/kls rekast saman á þeim hraða. Hvor um sig tekur á sig högg eins og að aka á steinvegg á 60 km/kls að því gefnu að þeir séu jafn þungir. Það er misskilningur að leggja saman hraða þeirra.

    Það er merkilegt að þegar færðar eru fréttir af hraðakstri þá hafa margir bloggarar skoðun á brotinu. Ölvunarakstur átti sökina á 50% banaslysa árin 2005 og 6. Þegar færðar eru fréttir af slíkum akstri er fátt um blogg. Því erum við svona föst í að hraðinn sé versti óvinur okkar?  Erum við kannski svo föst í því að við gætum ekki að okkur. Er áróðurinn að skila árangri? Því fjölgar alvarlega slösuðum? Af hverju fjölgar árekstrum langt umfram fjölda ekinna kílómetra? Því fjölgar árekstrum langt umfram fjölgun ökuréttinda? Því fjölgar árekstrum langt umfram fjölgun bíla? Þrátt fyrir allan áróðurinn. Eru áherslurnar rangar?

Birgir Þór Bragason, 10.12.2007 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband