HALLÓ !!! Er þetta ekki starfið þeirra að aðstoða borgarana????

wNT 050207_JSM7033

 

Nú verð ég að leggja orð í belg, það er hlutverk Lögreglunar að aðstoða borgarana þegar slys og óhöpp eiga sér stað. Óhappa tilkynningarnar sem tryggingafélögin gefa út eru ekki til að leysa Lögregluna undan skildum sínum heldur til að létta undir með þeim þegar málsaðilar eru sammála um að ganga þannig frá málunum. Því miður þá eru ekki allir nógu heiðarlegir í þeim skýrslum og verða margir fyrir barðinu á því að þeim er gerð meðsök að ósekju. Þetta getur einnig gerst þó Lögregluskýrsla komi til, þeas ef sá sem ritar skýrsluna gleymir einhverju smáatriði, það henti mig í vetur sem leið og hef ég beina sönnun á því. Eins og ég hef áður greint frá hér á þessari blogsíðu (feb 2007) þá var ekið á bílinn minn kyrrstæðan og mannlausan, það var frost og og þurt veður. Bíllinn varð bensínlaus, þó mælirinn hafi sínt annað, og þar sem það voru háir snjóruðningar í vegbrúninni, þá rendi ég bílnum eins vel út í vegkannt og mögulegt var. Ég setti á aðvörunarljósinn og læsti bílnum á meðan ég sótti bensín á shellstöðina í Smáranum um fimmhundruð metrum frá. Á þessum tíu mínútum sem ég var frá, þá náði ung stúlka að keyra svo aftan á bílinn að hann var ónýtur á eftir, því hún hafði keyrt viðstöðulaust aftan á hann. Í lögregluskýrslunni kom ekkert fram um hvort, aðvörnuarljós eða viðvörunarþríhyrningur hefðu verið notuð. Þar með taldi tryggingarfélagið að hvorugt heði verið notað og ætlaði að setja mig í 50% meðsök. hefði ég ekki sjálfur átt myndir af vetvang sem sannaði það að aðvörnuarljósin hefðu verið á, hefði ég verið í vondum málum kanski með argaþras við tryggingarfélagið. En ég hafði betur og að sjálfsögðu var ég í fullum rétti, en ég hafði samúð með stúlkunni samt. Málið var einnig það að Lögrelumaðurinn sem ritaði skýrsluna, hringdi í mig þrem dögum eftir óhappið, til að spyrja mig hvort ég hefði notað ofan greindan viðvörunarbúnað, því hann hefði gleymt að spyrja mig að því, ég sagði honum eins og var að ég hefði kveikt aðvörunarljósin en þríhyrningurinn hefði verið fastur í skottinu sem ekki var hægt að opna þá stundina, samt tók hann ekkert fram um þetta í skýrslunni, svo það er ekki á alla að treysta. Mitt ráð er, að allir hafi einnota myndavél í hanska hólfinu og myndi vettvanginn, lendi þeir í slysum og hiki ekki við að kalla til Lögreglu séu menn í einhverjum vafa með hver réttur þeirra er og gefi gaumgæfilega skýrslu þar um.

Es; myndin sýnir aðvörunarljósið logandi.


mbl.is Sjö þúsund óþörf útköll lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Góður punktur en ekki geyma myndavélina í skottinu :)

Þórdís Bára Hannesdóttir, 16.10.2007 kl. 11:15

2 Smámynd: Jón Svavarsson

Á ekki Löggan bara að vera heima hjá sér og borða kleinuhringi?? það er hlutverk Lögreglu að aðtoða borgarana, Tjónatilkynninging er bara aðstoðar gagn til að létta undir þegar það eitt dugir, ef þær væru ekki þá væri verið að tala um margfalt þessa tölu, því menn eru sífelt að nuddast untan í aðra. Tjónatilkynningin leysir ekki Lögregluna undan skyldustörfum, flest þessara tilfella eru líklega vegna þess að fólk kann ekki að fylla út þessi eyðublöð eða treystir ekki mótaðilanum og krefst Lögegluaðstoðar.

Jón Svavarsson, 16.10.2007 kl. 13:07

3 identicon

Ekki sammála!

Get ekki séð að það sé vandamál lögreglunnar að fólk kunni ekki að fylla út tjónaskýrslur. Af hverju eiga trygginafélögin ekki bara að gera út "lögreglu" sem hægt er að hringja í og fá hjálp við að fylla út skýrslur? Ætti lögreglan þá ekki að draga bílana í burtu líka?

Ég held að málið sé bara það að tryggingafélögin séu að notfæra sér lögregluna í verk sem þeir eiga að sinna sjálfir!

Ekki hringir fólk í lögregluna þegar það missir fartölvuna í gólfið heima hjá sér eða þegar gleraugun skemmast!

Andri Valur (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 18:22

4 Smámynd: Jón Svavarsson

AAARRRRGGHH vitlaust!!! Lögreglunni ber að aðstoða fólk sem hefur lent í tjóni, þegar þú kemur til tryggingafélags til að tilkynna tjón þá ertu jafnan spurður kom Lögreglan og gerði skýrslu? En það er síðan í mati tryggingarfélagsins hvort að þannig skýrsla sé nauðsynleg til að bæta tjónið. Til að mynda ef þú ert rændur í útlöndum þá er mjög gott að hafa Lögreglu skýrslu til að sanna uppá komuna og svo framvegis. Ég ítreka, að þessar tjónaskýrslur sem menn geta haft í bílunum hjá sér eru einungis hugsaðar til að létta undir með Lögreglunni í þeim tilvikum sem fólk er alveg sammála um málsatvik og eru reyðubúin að horfast í augu við þann sannleika.

Jón Svavarsson, 21.10.2007 kl. 00:21

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þeir eiga auðvitað að aðstoða fólk sem þarf á þeim að halda.

Enn þeir eru blankir.

Útkall lögreglu getur aldrei verið óþarft, við hljótum að ganga út frá því að sá sem kallaði eftir aðstoð taldi sig þurfa hana.

Ég ætla ekki að taka sterkar til orða hér, en ég hef skoðun á lögreglunni sem ég yrði líklega lokaður inni fyrir ef ég hugsaði upphátt, en ítreka að þeir eru blankir. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.10.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband