Orkan út í loftið !!!!!!!!!!!

Góður vinur sagði eitt sinn á góðri dönsku " theorian er god nok, men i praksis virker det ikke"  því þetta fallega friðarljós sem tendrað hefur verið í Viðey, segir svo lítið í öllum þessum ófrið sem því miður ríkir í heiminum og ekki hvað síst innan borgarmarkana sem stendur. Nær hefði verið að lækka kílówattið til hins almenna neytenda, heldur en að puðra allri þessari orku út í geimin. Ég legg hér fram fyrirspurn um það hve mikla orku ljósið notar hver er kostnaðurinn við að reka það og ekki síst hver borgar?

Þetta eru álitlegar spurningar sem ég efast ekki um að margir vilja fá svarað. Rafstöðin við Elliðaár framleiðir um 3 Megawött að jafnaði, dugir hún ein til að reka þetta ljós, heyrt hef ég sagt að orkan sem fer í þetta ljós, dugi fyrir 35 meðal fjölbýlishús. Ef so er rétt er þá ekki rétt að takmarka þann tíma sem friðaljósið logar? Gjarnan vildi ég geta nýtt álíka orku til einhvers aðeins nytsamara, ég bara leyfi mér að segja það.

Yoko 091007_JSM5785


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Góð spurning,og hver ætli borgi brúsann?

María Anna P Kristjánsdóttir, 11.10.2007 kl. 14:14

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Er ekki altaf málið að líta vel út útávið

Sigrún Friðriksdóttir, 11.10.2007 kl. 18:57

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Skiljanleg athugasemd há þér en mér finnst hugmyndin góð og listaverkið fallegt. Friðarröddin er samt mjó og hjáróma í öllum skarkalanum það er alveg satt.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 11.10.2007 kl. 19:08

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Spara og spara ekki. Það má þá líka slökkva á götulýsingunni á meðan enginn er á ferli, tækilega er það hægt. Stundum má nú alveg gera sér dagamun eða áramun nú eða áratugamun. Er ekki ljósið bara fallegt. Hugsaðu þér ef allar fjölskyldur spöruðu við sig í flugeldasölunni um áramót, það væri tap fyrir marga.

Birgir Þór Bragason, 12.10.2007 kl. 12:51

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

:) flugeldasölunni=flugeldakaupunum :)

Birgir Þór Bragason, 12.10.2007 kl. 12:52

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Borgar ekki Yoko brúsann?? eða er þetta lýst með affalli af ramagni eins og hægt er að nýta affall af heitavatninu.  eee  djók.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 18:39

7 Smámynd: Halldór Sigurðsson

En þrátt fyrir allt - þá er myndin góð

Halldór Sigurðsson, 13.10.2007 kl. 22:01

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hm, eimitt verið að hugsa um það hver borgar rafmagnið sem fer í þetta?

Edda Agnarsdóttir, 14.10.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 77911

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Af mbl.is

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband