Frábær frammistaða slökkviliðs !!!!!!

w112D 110207_JSM8785311206_wJSM2767w112D 110207_JSM8645

 Það var engum blöðum um það að fletta að þarna var unnið stórvirki í slökkvistarfi. Slökkvilið annarsstaðar í heiminum hafa verið í mun meiri vandræðum með mun auðveldari eldsvoða viðfangs en þennan. Sjálfur hef ég í starfi mínu verið vitni að fjölda eldsvoða hérlendis og get fylgst með slökkviliðum að starfi við allskyns erfiðar aðstæður. Hér held ég þó að stóra áskorunin hafi komið. Í fjölmörg ár hefur veið rætt um eldhættu í eldri hverfum þar sem mikið er um gömul timburhús og rafkerfi þeirra jafnvel orðið gamalt og varhugavert. Eins hefur verið rætt um erfiða aðkomu slökkviliðs víða í gamlabænum, þar sem götur eru þröngar og bílum lagt handahófskennt og frjálslega út um allt. Það er kanski ekki öllum ljóst við hvað var að etja þarna í Austurstrætinu, því þarna var í gangi tímasprengja sem ómögulegt var að reikna út. Þá á ég bæði við fyrir og í brunanum, því tímaspursmál var hvenær það kæmi upp eldsvoði þarna í þessum húsum og eða sambærilegum, og hvernig eldurinn gæti breiðst út. Útbreiðsla eldsins hefði getað verið mun meiri yfir í öll nærliggjansi hús, meðal annars Hressingarskálann. Framganga slökkviliðsins við að bjarga því sem bjargað var í húsunum við Lækjargötu var með ólíkindum hreint frábær. Öll lögmál segja að þau hús hefðu fuðrað upp, því vindurinn sem var allnokkur strengur yfir torgið blés virkilega vel í glæðurnar og bara það gerði slökkvistörfin margfalt erfiðari fyrir vikið. Ef borgaryfirvöld kunna að meta það hve frábært slökkvilið við höfum í Höfuðborginni þá ættu þeir að gefa þeim verulegan auka bónus í launaumslagið næstu mánaðamót, því þeir hafa sannarlega unnið fyrir því. Margir halda að vera slökkviliðs maður sé bara að sitja og horfa á sjónvarp með kaffibollan í annari hendi og kleinu í hinni! Nei og sko aldeilis ekki, það eru daglegar æfingar, líkamsrækt, umhirða búnaðar og tækja og þrotlaust starf sem framkvæmt er reglubundið. til dæmis með heimsóknum til fyrirtækja með rekstur sem talin er meiri eldhætta af en annar og eins til að kynna sér húsaskipan ef eldsvoða ber upp og reykkafarar þurfa að fara inn til að bjarga fólki, þá er betra að þekkja leiðirnar um viðkomandi hús í stórum dráttum. Til hamingju með frábæran árangur í slökkvistarfinu, Slökkvilið Höfuðborgar Svæðisins.


mbl.is Íkveikja ekki útilokuð í rannsókninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég er sammála þér Jón. Þetta eru frábærir menn sem vinna þessi verk á mjög fagmannlgan hátt við oft mjög erfiðar og hættulegr aðstæður. Þetta á einnig við um Lögregluna. Þessir starfshópar eru skammarlega lágt launaðir. Við þurfun að sýna þessum mönnum meira þakklæti í verki. 

Júlíus Valsson, 20.4.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: www.zordis.com

Mikilvægi starfsins verður oft ekki opinbert fyrr en á reynir.  Dapurt með þennan bruna.

www.zordis.com, 20.4.2007 kl. 21:04

3 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Já þetta var hrikalega sorglegt, við eigum ekki svo mikið af gömlum byggingum, og slökkviliðið bjargaði öllu sem í mannlegu valdi stóð.  En þó fyrir öllu að enginn slasaðist eða lést.

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 20.4.2007 kl. 22:56

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta eru hetjurnar okkar. Þegar ég var lítil skotta á Húsavík, var pabbi minn í slökkviliðinu, mikið var ég alltaf hrædd þegar útkall kom og það var oft erfitt að fá hann heim, skítugan og hræðilega þreyttan, en þetta var alltaf samt svo jákvætt, menn unnu þrekvirki.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 01:10

5 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sammála.
Sonur minn er í slökkviliðinu. Samt er ekki á bætandi hvað ég er stolt af honum. Svona eru mömmur.

Með kveðju

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 22.4.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband