Ísland keppir á Bocuse d'Or í Lyon Frakklandi !

wKM 210107_JSM7858wKM 210107_JSM7968wKM 220107_JSM8986 

Komið sæl öll, á vefsíðuna mína sem hefur slóðina www.123.is/MOTIVMEDIA eru komnar myndir frá Lyon og ferðinni út, en það sem af er ferðar hefur allt gengið vel og allir skemmt sér vel. Ferðin út með leigufluginu beint til Lyon sem ferðaskrifstofan Practical sá um, gekk dásamlega vel, er farþegar gengu um borð þá fengu allir forlátatösku, sem bæði er hægt að hafa á bakinu eða draga á efti sér því hún er einnig á hjólum, og á leiðinni var síðan kynning á því hvernig hægt væri að nota hana og það sem í henni væri. Þar var meðalannars víkingahjálmur úr flísefni, íslenskur fáni, vatnsflaska og ferða snyrtisett ásamt upplýsingum um ferðina. Um borð báru Kokkarnir fram kræsingar, sem þeir höfðu útbúið kvöldinu áður, af betri gerðinni, en það var ljúffengt krabbasalat í forrétt og kjúklingur á tvo vegu í aðalrétt og svo súkkulaði kaka í eftirrétt. Í gær og í dag hefur staðið yfir keppnin Coupe de Monde en það er ein stærsta keppni kökumeistara sem haldin er í heiminum. Þeirri keppni lýkur í dag og á morgun hefst svo aðal atriðið sem er Bocuse d'Or, en okkar maður Friðgeir Ingi Eiríksson mun takast á við þessa raun á öðrum degi keppninar þeas á miðvikudag. Mikil spenna ríkir hér á keppnissvæðinu og eru áhorfendabekkirnir truðfullir þegar keppnin er í gangi. Auk þessa keppna þá er hér ein af stærstu matvælasýningum haldin og er sýngarsvæðið mælt í hekturum. Hér gefur að líta allt það sem þarf til hótela og veitingarksturs hvort sem það eru servíettur eða dýrindis kræsingar, framleiðendur eru ósparir á að gefa smakk eða selja mjög ódýrt framleiðslu sína til gesta sýningarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem á þessa sýningu og finnst mér hún verða veglegri og meiri í hvert sinn. Á morgun fara svo hjólin að snúast og verður reynt að senda fleiri fréttir jafnóðum og tilefni er til.

Dagur tvö, það gekk allt bærilega framan af degi en netsamabandið var stopult og því mikil tími til einskis, Coupe de Monde kökukeppnini lauk og um kvöldið var farið til Phillipe og snæddur kvöldverður. En munið að skoða myndirnar! Meiri fréttir seinna og á www.chef.is. bestu kveðjur Jón Svavarsson Lyon, Frakklandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Frétta viðhorf og samfélagið !

Viðhorf um stjórnmál og samfélagslegar þarfir, samgöngur, menntun, öryggismál og heilbrigðismál.

Höfundur

Jón Svavarsson
Jón Svavarsson

Starfandi fréttaljósmyndari. skoðið myndir á; www.motivm.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 77911

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Spurt er

Hvert á að fara í frí í sumar?

Bloggvinir

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Hverfisgata 150620 J2X1713
  • Hverfisgata 150620 J2X1529
  • Hverfisgata 150620 J2X1396
  • Hverfisgata 150620 J2X1285
  • Hverfisgata 150620 J2X1840
  • Se-Buss 301220 J2X3920
  • wVitinn 090520 JX25329
  • ...810_jon9993
  • ...810_jon1809
  • ...810_jon1773

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband